„Átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2017 18:45 Karlmaður sem glímir við geðsjúkdóm segir að ungir karlmenn verði að opna sig til þess að takast á við sjúkdóminn. Hann gagnrýnir að bráðamóttaka geðdeildar skuli vera með takmarkaðan opnunartíma, sem getur verið lífshættulegt fyrir einstakling sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður skrifaði opinn pistill á Vísi í gær þar sem hann beinir orðum sínum til ungra karlmanna sem vilja deyja, en þar fer hann í gegnum þær hugsanir sem sækja á, eins og hann upplifði í sínum veikindum. „Þetta er versta tímabil ævi manns að ganga í gegnum. Það er einhvern veginn svona öll sund virðast lokuð og það er ekki mikil jákvæðni gagnvart framtíðinni,“ segir Ingólfur. Hann segir áríðandi fyrir þá sem gangi í gegnum svona tímabil að finna þrautseigjuna til þess að standa af sér storminn og samhliða því að vinna í sjálfum sér. Hann segir að aðstoð fjölskyldunnar hafi verið ómetanleg í sínu bataferli. „Ferlið sjálft hefur innihaldið heimsóknir til geðlækna, á geðdeild og tíma hjá sálfræðingi og þar hefur maður kynnst góðu fólki sem hefur hjálpað manni mikið,“ segir Ingólfur. Ingólfur þurfti í sínum veikindum að leita á geðdeild þar sem hann var vistaður til skamms tíma. Hann gagnrýnir að geðdeildin skuli vera með takmarkaðan opnunartíma. „Fyrir það fyrsta að þá er starfsfólkið virkilega hæft. Mjög gott starfsfólk sem ég kynntist en því miður að þá er upplifunin slík að þú ert svona hálf partinn afgangs. Það hefur rosalega mikil áhrif á mann ekki til góðs og sem dæmi er algjörlega átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild. Það er eiginlega bara til háborinnar skammar og því má breyta strax á morgun,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að yfirvöld verði að efla forvarnir í málaflokknum og hlúa betur að geðdeildinni. „Algjörlega og grípa fyrr inn í. Fólk á ekki að vera aðframkomið upp á geðdeild í mikilli sjálfsvígshættu. Það á líka að vera hægt að leita sér aðstoðar og grípa til aðgerða miklu miklu fyrr þegar það stefnir í óefni, segir Ingólfur. Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn. Var það annað sjálfsvígið á deildinni á tíu dögum. Yfirstjórn spítalans fundaði um málið með heilbrigðisráðherra á föstudaginn en ekkert hefur heyrst frá henni vegna atviksins. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Karlmaður sem glímir við geðsjúkdóm segir að ungir karlmenn verði að opna sig til þess að takast á við sjúkdóminn. Hann gagnrýnir að bráðamóttaka geðdeildar skuli vera með takmarkaðan opnunartíma, sem getur verið lífshættulegt fyrir einstakling sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður skrifaði opinn pistill á Vísi í gær þar sem hann beinir orðum sínum til ungra karlmanna sem vilja deyja, en þar fer hann í gegnum þær hugsanir sem sækja á, eins og hann upplifði í sínum veikindum. „Þetta er versta tímabil ævi manns að ganga í gegnum. Það er einhvern veginn svona öll sund virðast lokuð og það er ekki mikil jákvæðni gagnvart framtíðinni,“ segir Ingólfur. Hann segir áríðandi fyrir þá sem gangi í gegnum svona tímabil að finna þrautseigjuna til þess að standa af sér storminn og samhliða því að vinna í sjálfum sér. Hann segir að aðstoð fjölskyldunnar hafi verið ómetanleg í sínu bataferli. „Ferlið sjálft hefur innihaldið heimsóknir til geðlækna, á geðdeild og tíma hjá sálfræðingi og þar hefur maður kynnst góðu fólki sem hefur hjálpað manni mikið,“ segir Ingólfur. Ingólfur þurfti í sínum veikindum að leita á geðdeild þar sem hann var vistaður til skamms tíma. Hann gagnrýnir að geðdeildin skuli vera með takmarkaðan opnunartíma. „Fyrir það fyrsta að þá er starfsfólkið virkilega hæft. Mjög gott starfsfólk sem ég kynntist en því miður að þá er upplifunin slík að þú ert svona hálf partinn afgangs. Það hefur rosalega mikil áhrif á mann ekki til góðs og sem dæmi er algjörlega átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild. Það er eiginlega bara til háborinnar skammar og því má breyta strax á morgun,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að yfirvöld verði að efla forvarnir í málaflokknum og hlúa betur að geðdeildinni. „Algjörlega og grípa fyrr inn í. Fólk á ekki að vera aðframkomið upp á geðdeild í mikilli sjálfsvígshættu. Það á líka að vera hægt að leita sér aðstoðar og grípa til aðgerða miklu miklu fyrr þegar það stefnir í óefni, segir Ingólfur. Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn. Var það annað sjálfsvígið á deildinni á tíu dögum. Yfirstjórn spítalans fundaði um málið með heilbrigðisráðherra á föstudaginn en ekkert hefur heyrst frá henni vegna atviksins.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20
Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53
Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56