Furða sig á ákvörðun Theodóru Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 13:07 Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Theodóra að hún teldi krafta sína nýtast betur á sveitarstjórnarstiginu - ekki síst í ljósi þess að Alþingi sé óskilvirkur vinnustaður. Störf þingsins hafi komið henni á óvart, Alþingi væri meira eins og málstofa í stað þess að einbeita sér að stefnumótun og framkvæmd verkefna. „Ég er ekkert endilega góð í því - ég er betri í öðru. Svo að ég sé sátt í mínum störfum þá vil ég vera þar sem ég er betri,“ sagði Theodóra við Bylgjuna nú í hádeginu. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi frá og með janúar næstkomandi. Nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn hafa lýst furðu á ákvörðun Theodóru nú í dag.Sjá einnig: Theodóra hættir á „óskilvirku“ AlþingiÞeirra á meðal er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem bendir á að sem stjórnarmeirihlutaþingmaður í stjórn með eins manns meirihluta hafi Theodóra „gríðarlegt vald“ til að ná fram breytingum og bæta skilvirkni þingsins - „en hún kýs þess í stað að kvarta undan því án þess að leggja neitt til í krafti stöðu sinnar, og gefast upp,“ segir Smára sem þykir það „dapurlegt.“ Samflokksmaður hans, Viktor Orri Valgarðsson, tekur í sama streng. „Er hún ekki þingmaður meirihlutans, í fjögurra manna þingflokki með tveimur ráðherrum? Hefur þingflokkur BF semsagt enga aðkomu að stefnumótun meirihlutans eða ríkisstjórnarinnar, frekar en minnihlutinn?“ spyr Viktor um leið og hann tekur undir gagnrýni Theodóru á störf þingsins og valdaleysi almennra þingmanna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skilur að sama skapi ekki af hverju Theódóra hafi í hyggju að sitja til áramóta. „Af hverju ekki að hætta strax, það væri skilvirkara!“ segir Sigríður Ingibjörg og vísar þar til orða Theodóru.Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er jafn gáttuð. „Nýtt þing að hefjast og hún ætlar ekki að hleypa varamanninum inn heldur láta hann byrja á miðjum þingvetri,“ skrifar Margrét við færslu Sigríðar. „Þetta er ansi magnað.“ Alþingi Tengdar fréttir Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Theodóra að hún teldi krafta sína nýtast betur á sveitarstjórnarstiginu - ekki síst í ljósi þess að Alþingi sé óskilvirkur vinnustaður. Störf þingsins hafi komið henni á óvart, Alþingi væri meira eins og málstofa í stað þess að einbeita sér að stefnumótun og framkvæmd verkefna. „Ég er ekkert endilega góð í því - ég er betri í öðru. Svo að ég sé sátt í mínum störfum þá vil ég vera þar sem ég er betri,“ sagði Theodóra við Bylgjuna nú í hádeginu. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi frá og með janúar næstkomandi. Nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn hafa lýst furðu á ákvörðun Theodóru nú í dag.Sjá einnig: Theodóra hættir á „óskilvirku“ AlþingiÞeirra á meðal er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem bendir á að sem stjórnarmeirihlutaþingmaður í stjórn með eins manns meirihluta hafi Theodóra „gríðarlegt vald“ til að ná fram breytingum og bæta skilvirkni þingsins - „en hún kýs þess í stað að kvarta undan því án þess að leggja neitt til í krafti stöðu sinnar, og gefast upp,“ segir Smára sem þykir það „dapurlegt.“ Samflokksmaður hans, Viktor Orri Valgarðsson, tekur í sama streng. „Er hún ekki þingmaður meirihlutans, í fjögurra manna þingflokki með tveimur ráðherrum? Hefur þingflokkur BF semsagt enga aðkomu að stefnumótun meirihlutans eða ríkisstjórnarinnar, frekar en minnihlutinn?“ spyr Viktor um leið og hann tekur undir gagnrýni Theodóru á störf þingsins og valdaleysi almennra þingmanna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skilur að sama skapi ekki af hverju Theódóra hafi í hyggju að sitja til áramóta. „Af hverju ekki að hætta strax, það væri skilvirkara!“ segir Sigríður Ingibjörg og vísar þar til orða Theodóru.Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er jafn gáttuð. „Nýtt þing að hefjast og hún ætlar ekki að hleypa varamanninum inn heldur láta hann byrja á miðjum þingvetri,“ skrifar Margrét við færslu Sigríðar. „Þetta er ansi magnað.“
Alþingi Tengdar fréttir Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Sjá meira
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“