Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 08:42 Theodóra S. Þorsteinsdóttir segir hjarta sitt slá í Kópavogi. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Frá þessu greinir Theódóra í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist í dag. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi. Í samtali við Kópavogsblaðið segir Theódóra að hún telji krafta sína betur nýtast á sveitarstjórnarstiginu. Hún hafi verið formaður bæjarráðs og haft eftirlit með fjármálstjórn og stjórnsýslu Kópavogs. Segist hún því vera komin með „mikla þekkingu“ á öllum sviðum stjórnsýslunnar.Þingið óskilvirk málstofa Ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu - en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. „Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ segir Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið og bætir við að hún telji þingið mjög óskilvirkt. „Ég vil frekar vinna með fulltrúum fleiri aðila að því að finna lausnir á þeim verkefnum sem blasa við, eins og við gerum í Kópavogi þar sem við reynum að vinna hlutina í sem mestri sátt við íbúa og í þverpólitískri sátt. Ég sé það því miður ekki gerast í þinginu á næstu misserum. Þar er of langt í land með þessa menningu.“ Hún muni þó áfram vinna með Bjartri framtíð í þeim málaflokkum sem flokkurinn beri ábyrgð á í ríkisstjórn.Hjartað slær fyrir KópavogTheódóra var gagnrýnd fyrir að sitja bæði sem alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi á sama tíma en hún tók sæti á Alþingi síðastliðið haust. Þrátt fyrir að hafa fundist umræðan á köflum vera harkaleg og hafa tekið hana nærri sér er ekki að sjá af svörum hennar að gagnrýnin hafi haft eitthvað með ákvörðun hennar að gera. „Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin.“ Aðspurð hvort hún sé farin að huga að sveitarstjórnarkosningunum næsta vor segist Theódóra svo ekki vera. Hún geri þó ráð fyrir því að gefa kost á sér áfram sem oddviti Bjartar framtíðar í Kópavogi. Alþingi Tengdar fréttir Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Frá þessu greinir Theódóra í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist í dag. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi. Í samtali við Kópavogsblaðið segir Theódóra að hún telji krafta sína betur nýtast á sveitarstjórnarstiginu. Hún hafi verið formaður bæjarráðs og haft eftirlit með fjármálstjórn og stjórnsýslu Kópavogs. Segist hún því vera komin með „mikla þekkingu“ á öllum sviðum stjórnsýslunnar.Þingið óskilvirk málstofa Ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu - en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. „Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ segir Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið og bætir við að hún telji þingið mjög óskilvirkt. „Ég vil frekar vinna með fulltrúum fleiri aðila að því að finna lausnir á þeim verkefnum sem blasa við, eins og við gerum í Kópavogi þar sem við reynum að vinna hlutina í sem mestri sátt við íbúa og í þverpólitískri sátt. Ég sé það því miður ekki gerast í þinginu á næstu misserum. Þar er of langt í land með þessa menningu.“ Hún muni þó áfram vinna með Bjartri framtíð í þeim málaflokkum sem flokkurinn beri ábyrgð á í ríkisstjórn.Hjartað slær fyrir KópavogTheódóra var gagnrýnd fyrir að sitja bæði sem alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi á sama tíma en hún tók sæti á Alþingi síðastliðið haust. Þrátt fyrir að hafa fundist umræðan á köflum vera harkaleg og hafa tekið hana nærri sér er ekki að sjá af svörum hennar að gagnrýnin hafi haft eitthvað með ákvörðun hennar að gera. „Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin.“ Aðspurð hvort hún sé farin að huga að sveitarstjórnarkosningunum næsta vor segist Theódóra svo ekki vera. Hún geri þó ráð fyrir því að gefa kost á sér áfram sem oddviti Bjartar framtíðar í Kópavogi.
Alþingi Tengdar fréttir Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00