Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 08:42 Theodóra S. Þorsteinsdóttir segir hjarta sitt slá í Kópavogi. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Frá þessu greinir Theódóra í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist í dag. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi. Í samtali við Kópavogsblaðið segir Theódóra að hún telji krafta sína betur nýtast á sveitarstjórnarstiginu. Hún hafi verið formaður bæjarráðs og haft eftirlit með fjármálstjórn og stjórnsýslu Kópavogs. Segist hún því vera komin með „mikla þekkingu“ á öllum sviðum stjórnsýslunnar.Þingið óskilvirk málstofa Ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu - en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. „Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ segir Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið og bætir við að hún telji þingið mjög óskilvirkt. „Ég vil frekar vinna með fulltrúum fleiri aðila að því að finna lausnir á þeim verkefnum sem blasa við, eins og við gerum í Kópavogi þar sem við reynum að vinna hlutina í sem mestri sátt við íbúa og í þverpólitískri sátt. Ég sé það því miður ekki gerast í þinginu á næstu misserum. Þar er of langt í land með þessa menningu.“ Hún muni þó áfram vinna með Bjartri framtíð í þeim málaflokkum sem flokkurinn beri ábyrgð á í ríkisstjórn.Hjartað slær fyrir KópavogTheódóra var gagnrýnd fyrir að sitja bæði sem alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi á sama tíma en hún tók sæti á Alþingi síðastliðið haust. Þrátt fyrir að hafa fundist umræðan á köflum vera harkaleg og hafa tekið hana nærri sér er ekki að sjá af svörum hennar að gagnrýnin hafi haft eitthvað með ákvörðun hennar að gera. „Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin.“ Aðspurð hvort hún sé farin að huga að sveitarstjórnarkosningunum næsta vor segist Theódóra svo ekki vera. Hún geri þó ráð fyrir því að gefa kost á sér áfram sem oddviti Bjartar framtíðar í Kópavogi. Alþingi Tengdar fréttir Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Frá þessu greinir Theódóra í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist í dag. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi. Í samtali við Kópavogsblaðið segir Theódóra að hún telji krafta sína betur nýtast á sveitarstjórnarstiginu. Hún hafi verið formaður bæjarráðs og haft eftirlit með fjármálstjórn og stjórnsýslu Kópavogs. Segist hún því vera komin með „mikla þekkingu“ á öllum sviðum stjórnsýslunnar.Þingið óskilvirk málstofa Ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu - en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. „Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ segir Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið og bætir við að hún telji þingið mjög óskilvirkt. „Ég vil frekar vinna með fulltrúum fleiri aðila að því að finna lausnir á þeim verkefnum sem blasa við, eins og við gerum í Kópavogi þar sem við reynum að vinna hlutina í sem mestri sátt við íbúa og í þverpólitískri sátt. Ég sé það því miður ekki gerast í þinginu á næstu misserum. Þar er of langt í land með þessa menningu.“ Hún muni þó áfram vinna með Bjartri framtíð í þeim málaflokkum sem flokkurinn beri ábyrgð á í ríkisstjórn.Hjartað slær fyrir KópavogTheódóra var gagnrýnd fyrir að sitja bæði sem alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi á sama tíma en hún tók sæti á Alþingi síðastliðið haust. Þrátt fyrir að hafa fundist umræðan á köflum vera harkaleg og hafa tekið hana nærri sér er ekki að sjá af svörum hennar að gagnrýnin hafi haft eitthvað með ákvörðun hennar að gera. „Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin.“ Aðspurð hvort hún sé farin að huga að sveitarstjórnarkosningunum næsta vor segist Theódóra svo ekki vera. Hún geri þó ráð fyrir því að gefa kost á sér áfram sem oddviti Bjartar framtíðar í Kópavogi.
Alþingi Tengdar fréttir Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00