Viðreisn eini flokkurinn sem fékk tvöfalt hámarksframlag Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Ráðherrar Viðreisnar, Benedikt, Þorgerður og Þorsteinn. vísir/eyþór Viðreisn er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem látið hefur reyna á ákvæði sem heimilar flokkum að þiggja tvöfalda hámarksfjárhæð í framlög frá einstaklingum og lögaðilum með því að skilgreina þau sem stofnframlög. Ákvæði um að framlög frá einstaklingum og lögaðilum, sem veitt eru í beinum tengslum við stofnun stjórnmálasamtaka, megi að hámarki nema sem svarar tvöföldu hámarksframlagi, eða 800 þúsund krónum, var sett inn í lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda árið 2010. Enginn flokkur sem stofnaður hefur verið síðan þá hefur nýtt sér þessa grein, þar til Viðreisn gerði það í fyrra. Líkt og Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá gáfu fimm einstaklingar og tveir lögaðilar 800 þúsund krónur hver til Viðreisnar á stofnárinu 2016, alls 5,6 milljónir króna eða ríflega 20% af þeim 26,7 milljónum sem flokkurinn fékk frá fyrirtækjum og einstaklingum í fyrra. Umfjöllun Fréttablaðsins um að fjárfestirinn Helgi Magnússon hefði gefið alls 2,4 milljónir persónulega og í gegnum félög sem honum tengjast hefur vakið mikla athygli og spurningar um lögmæti með tilliti til hámarksframlaga tengdra aðila. Sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun sagði í blaðinu í gær að skilgreiningin á tengdum aðilum væri flókin og Sveinn Arason ríkisendurskoðandi lét hafa eftir sér á RÚV að hann teldi tilefni til að skoða hvort lög um fjármál stjórnmálasamtaka væru nógu skýr er þetta varðar. Á vef Ríkisendurskoðunar er að finna útdrætti úr ársreikningum stjórnmálasamtaka sem boðið hafa fram til Alþingis og á sveitarstjórnarstigi. Síðan breytingar voru gerðar á lögunum hafa þó nokkrir flokkar komið fram. Fréttablaðið skoðaði sérstaklega fyrstu reikninga þeirra sjö stjórnmálaflokka sem stofnaðir hafa verið frá 2010 og hafa boðið fram til Alþingis síðan og leiddi það í ljós að enginn þeirra, nema Viðreisn, þáði framlög umfram 400 þúsund krónur. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir styrkina til Viðreisnar vera í samræmi við lög og reglur Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. 23. ágúst 2017 07:00 Viðreisn fékk milljónir frá Helga Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Viðreisn er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem látið hefur reyna á ákvæði sem heimilar flokkum að þiggja tvöfalda hámarksfjárhæð í framlög frá einstaklingum og lögaðilum með því að skilgreina þau sem stofnframlög. Ákvæði um að framlög frá einstaklingum og lögaðilum, sem veitt eru í beinum tengslum við stofnun stjórnmálasamtaka, megi að hámarki nema sem svarar tvöföldu hámarksframlagi, eða 800 þúsund krónum, var sett inn í lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda árið 2010. Enginn flokkur sem stofnaður hefur verið síðan þá hefur nýtt sér þessa grein, þar til Viðreisn gerði það í fyrra. Líkt og Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá gáfu fimm einstaklingar og tveir lögaðilar 800 þúsund krónur hver til Viðreisnar á stofnárinu 2016, alls 5,6 milljónir króna eða ríflega 20% af þeim 26,7 milljónum sem flokkurinn fékk frá fyrirtækjum og einstaklingum í fyrra. Umfjöllun Fréttablaðsins um að fjárfestirinn Helgi Magnússon hefði gefið alls 2,4 milljónir persónulega og í gegnum félög sem honum tengjast hefur vakið mikla athygli og spurningar um lögmæti með tilliti til hámarksframlaga tengdra aðila. Sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun sagði í blaðinu í gær að skilgreiningin á tengdum aðilum væri flókin og Sveinn Arason ríkisendurskoðandi lét hafa eftir sér á RÚV að hann teldi tilefni til að skoða hvort lög um fjármál stjórnmálasamtaka væru nógu skýr er þetta varðar. Á vef Ríkisendurskoðunar er að finna útdrætti úr ársreikningum stjórnmálasamtaka sem boðið hafa fram til Alþingis og á sveitarstjórnarstigi. Síðan breytingar voru gerðar á lögunum hafa þó nokkrir flokkar komið fram. Fréttablaðið skoðaði sérstaklega fyrstu reikninga þeirra sjö stjórnmálaflokka sem stofnaðir hafa verið frá 2010 og hafa boðið fram til Alþingis síðan og leiddi það í ljós að enginn þeirra, nema Viðreisn, þáði framlög umfram 400 þúsund krónur.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir styrkina til Viðreisnar vera í samræmi við lög og reglur Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. 23. ágúst 2017 07:00 Viðreisn fékk milljónir frá Helga Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Segir styrkina til Viðreisnar vera í samræmi við lög og reglur Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. 23. ágúst 2017 07:00
Viðreisn fékk milljónir frá Helga Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn. 22. ágúst 2017 07:00