Innlent

Telja fjölda ferðamanna ofmetinn um fjórtán þúsund

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjöldi ferðamanna sem fer í gegnum Keflavíkurflugvöll hefur aukist gríðarlega undanfarin ár.
Fjöldi ferðamanna sem fer í gegnum Keflavíkurflugvöll hefur aukist gríðarlega undanfarin ár. Vísir/Eyþór
Isavia og Ferðamálastofa telja að fjöldi ferðamanna sem hingað kom til lands í júlí hafi verið ofmetinn um fjórtán þúsund ferðamenn. Ákveðið var að framkvæma könnun á meðal brottfararfarþega eftir að umræða skapaðist í vor um áreiðanleika fjöldatalningu á Keflavíkurflugvelli.

Gerð varð úrtakskönnun á tímabilinu 24. júlí til 6. ágúst á meðal brottfararfarþega til að meta vægi þeirra sem tengja á eigin vegum í gegnum flugvöllinn en lenda í brottfarartalningum. Var það gert til að meta vægi þessara ferðamanna í í heildarfjölda ferðamanna samkvæmt talningum.

Í tilkynningu frá Isavia og Ferðamálastofu segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að fimm prósent brottfararfarþega nota flugvöllinn eingöngu til millilendingar. Er það því mat Isavia og Ferðamálastofu að af þeim 272 ferðamönnum sem hingað komu í júlí hafi fjórtán þúsund verið sjálftengifarþegar og teljist þar með ekki til ferðamanna.



Niðurstöður könnunarinnarVísir/Aðsend
Athygli vekur þó að samkvæmt könnuninni er þrjú prósent brottfararfarþega sjálftengifarþegar erlendir ríkisborgarar sem búa á Íslandi til skemmri eða lengri tíma. Þá nýttu sex prósent þeirra farþega sem millilentu á Keflavíkurflugvelli tækifærið til þess að skoða sig um, án þess að gista.

Þessir tveir hópar hafa ávallt verið taldir með í ferðamannatalningum en séu þeir undanskildir má reikna með að fjöldi ferðamanna hafi verið ofmetinn um átta til fjórtán prósent eða 21 þúsund til 38 þúsund farþega.

Í tilkynningunni segir þó að brottfarartalningar á Keflavíkurflugvelli hafa frá upphafi verið birtar með ákveðnum fyrirvörum og taka niðurstöður mið af þeirri aðferðafræði sem viðhöfð. Gert er ráð fyrir að gerð verði önnur úrtakskönnun að vetri til svo sjá hvort munir sé á milli árstíða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×