Ösku frá brennandi skógum rignir yfir Seattle Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 17:51 Loftgæði hafa verið lítil í Seattle vegna elda í Washington og víðar í sumar. Í byrjun ágúst lá þoka yfir borginni vegna elda sem brunnu í Bresku Kólumbíu norðan landamæranna að Kanada. Vísir/AFP Miklir skógar- og kjarreldar í norðvestanverðum Bandaríkjunum hafa valdið öskufalli í kringum borgina Seattle í Washington-ríki og víðar. Reykur hefur legið yfir ríkinu undanfarið en mikil hitabylgja hefur geisað í vestanverðum Bandaríkjunum síðustu vikur. Skógar brenna í nokkrum ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna, þar á meðal í Washington- og Oregon-ríkjum. Reykinn hefur lagt yfir borgir allt frá Denver til Seattle, að sögn Washington Post. Fyrr í sumar loguðu eldar í Bresku Kólumbíu í Kanada og hefur reykinn lagt suður yfir landamærin. Veðuraðstæður ollu því svo að aska byrjaði að falla af himnum ofan í Seattle í Washington og Portland í Oregon í gær. Slíkt hefur ekki gerst frá því að eldgos varð í St. Helens í suðvesturhluta Washington-ríkis árið 1980. Nú er ástæðan hins vegar leifar brennandi gróðurs sem vindurinn ber með sér. Að sögn Seattle Times ætti öskufallinu að ljúka á morgun þegar vindur snýst þar. Þá gæti úrkoma hreinsað loftið.WA awoke to ash-covered cars and smokey skies. Air quality is unhealthy in many areas. Check health info & forecast: https://t.co/Bo1FSbcqln pic.twitter.com/YsSaoEWJuJ— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 5, 2017 Ár veðurfarsöfgaReykurinn frá skógareldunum hefur leitt til þess að þjóðvegi var lokað í Oregon, atburðum utandyra hefur verið aflýst og heilsuviðvaranir hafa verið gefnir út til íbúa í Seattle. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, lýsti yfir neyðarástandi á laugardag í öllu ríkinu. Hermenn hafa verið sendir til að berjast við eldana í Oregon. Inslee boðið hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, að heimsækja Washington til að þefa af reyknum og sjá öskuna. „Fólk er að tala um fellibylji. Við sjáum loftslagsbreytingar í skógunum okkar, það er kominn tími til að horfast í augu við raunverulega vandamálið,“ sagði Inslee en skammt er síðan fellibylurinn Harvey skall á Texas-ríki og nú stefnir Irma á Flórída. Talað hefur verið um að hnattræn hlýnun hafi veitt fellibyljunum aukinn styrk.Almost all of WA is awash in wildfire smoke today. https://t.co/VTMXMwAHaO pic.twitter.com/pKVjhmmnwu— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 4, 2017 Skógar og kjarr hefur brunnið í Washington og fleiri ríkjum Bandaríkjanna í sumar. Reykur frá eldunum hefur legið yfir ríkinu undanfarið.Vísir/GettyHitabylgja gekk yfir norðvestanverð Bandaríkin í ágúst. Síðustu dagar hafa einnig verið sérstaklega heitir og um helgina er aftur spáð miklum hlýindum, þó ekki eins miklum og í síðasta mánuði. Veðurfræðingurinn Dana Felton segir við Seattle Times að þetta hafi verið ár öfga í Seattle. „Við höfum aldrei áður upplifað fimm daga í röð með hæsta hita yfir 29°C í septembermánuði í þau 120 ár sem mælingar hafa verið gerðar. Við höfum fengið okkar skerf af öfgum frá úrkomusömustu til þurrustu og heitustu. Við höfum brotið öll met,“ segir hann. Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Miklir skógar- og kjarreldar í norðvestanverðum Bandaríkjunum hafa valdið öskufalli í kringum borgina Seattle í Washington-ríki og víðar. Reykur hefur legið yfir ríkinu undanfarið en mikil hitabylgja hefur geisað í vestanverðum Bandaríkjunum síðustu vikur. Skógar brenna í nokkrum ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna, þar á meðal í Washington- og Oregon-ríkjum. Reykinn hefur lagt yfir borgir allt frá Denver til Seattle, að sögn Washington Post. Fyrr í sumar loguðu eldar í Bresku Kólumbíu í Kanada og hefur reykinn lagt suður yfir landamærin. Veðuraðstæður ollu því svo að aska byrjaði að falla af himnum ofan í Seattle í Washington og Portland í Oregon í gær. Slíkt hefur ekki gerst frá því að eldgos varð í St. Helens í suðvesturhluta Washington-ríkis árið 1980. Nú er ástæðan hins vegar leifar brennandi gróðurs sem vindurinn ber með sér. Að sögn Seattle Times ætti öskufallinu að ljúka á morgun þegar vindur snýst þar. Þá gæti úrkoma hreinsað loftið.WA awoke to ash-covered cars and smokey skies. Air quality is unhealthy in many areas. Check health info & forecast: https://t.co/Bo1FSbcqln pic.twitter.com/YsSaoEWJuJ— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 5, 2017 Ár veðurfarsöfgaReykurinn frá skógareldunum hefur leitt til þess að þjóðvegi var lokað í Oregon, atburðum utandyra hefur verið aflýst og heilsuviðvaranir hafa verið gefnir út til íbúa í Seattle. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, lýsti yfir neyðarástandi á laugardag í öllu ríkinu. Hermenn hafa verið sendir til að berjast við eldana í Oregon. Inslee boðið hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, að heimsækja Washington til að þefa af reyknum og sjá öskuna. „Fólk er að tala um fellibylji. Við sjáum loftslagsbreytingar í skógunum okkar, það er kominn tími til að horfast í augu við raunverulega vandamálið,“ sagði Inslee en skammt er síðan fellibylurinn Harvey skall á Texas-ríki og nú stefnir Irma á Flórída. Talað hefur verið um að hnattræn hlýnun hafi veitt fellibyljunum aukinn styrk.Almost all of WA is awash in wildfire smoke today. https://t.co/VTMXMwAHaO pic.twitter.com/pKVjhmmnwu— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 4, 2017 Skógar og kjarr hefur brunnið í Washington og fleiri ríkjum Bandaríkjanna í sumar. Reykur frá eldunum hefur legið yfir ríkinu undanfarið.Vísir/GettyHitabylgja gekk yfir norðvestanverð Bandaríkin í ágúst. Síðustu dagar hafa einnig verið sérstaklega heitir og um helgina er aftur spáð miklum hlýindum, þó ekki eins miklum og í síðasta mánuði. Veðurfræðingurinn Dana Felton segir við Seattle Times að þetta hafi verið ár öfga í Seattle. „Við höfum aldrei áður upplifað fimm daga í röð með hæsta hita yfir 29°C í septembermánuði í þau 120 ár sem mælingar hafa verið gerðar. Við höfum fengið okkar skerf af öfgum frá úrkomusömustu til þurrustu og heitustu. Við höfum brotið öll met,“ segir hann.
Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira