Bráðnun jökla ógnar drykkjarvatni milljóna manna Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2017 11:08 Hundruð milljóna manna reiða sig á drykkjarvatn úr fljótum eins og Ganges sem eiga upptök sín í fjöllum Asíu. Vísir/AFP Spár gera ráð fyrir að jöklar í fjöllum Asíu skreppi saman um þriðjung fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar. Hvarf jöklanna ógnar milljónum Asíubúa sem reiða sig á ferskvatn frá þeim. Jöklar í fjallgörðum Asíu eru stærsti forði ferskvatns á jörðinni fyrir utan heimsskautin tvö. Þeir sjá nokkrum stærstu fljótum jarðar fyrir vatni, þar á meðal Ganges, Indus og Brahmaputra sem hundruð milljóna manna reiða sig á. Í nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í síðustu viku kemur fram að jafnvel þó að miðað sé við að jarðarbúum takist á einhvern hátt að halda hlýnun innan við 1,5°C muni asísku jöklarnir missa um 36% massa síns fyrir 2100.Massatapið enn meira með meiri hlýnunMarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 2°C miðað við fyrir iðnbyltinguna og innan við 1,5°C ef mögulegt er. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir þó í að hlýnunin verði mun meiri.Hættan á flóðum eykst eftir því sem bráðnun jökla ágerist. Þegar á líður mun þó draga úr rennsli jökuláa sem sjá milljónum fyrir drykkjarvatni.Vísir/AFPNái hlýnun jarðar 3,5°C, 4°C eða jafnvel 6°C munu jöklar Asíu missa 49%, 51% eða 65% massa síns fyrir aldarlok. „Jafnvel þó að hitastigið jafnist út við núverandi gildi mun massatapið halda áfram um ókomna áratugi,“ segja vísindamennirnir sem standa að rannsókninni, að því er kemur fram í umfjöllun The Guardian. Vatnsskortur er ekki eina hættan sem bráðnun jöklanna hefur í för með sér fyrir íbúa í skugga fjallanna. Hættan á kröftugum hlaupum í jökulánum eykst þegar þeir bráðna hraðar. Sú flóðahætta bætist ofan á þá sem skapast af meiri úrkomu úr öflugari stormum í hlýnandi heimi. Varað var við djúpstæðum áhrifum bráðnunar jökla á jörðinni í annarri rannsókn sem birtist fyrr í þessum mánuði og tveir íslenskir fræðimenn áttu þátt í. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna. 6. september 2017 15:00 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Spár gera ráð fyrir að jöklar í fjöllum Asíu skreppi saman um þriðjung fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar. Hvarf jöklanna ógnar milljónum Asíubúa sem reiða sig á ferskvatn frá þeim. Jöklar í fjallgörðum Asíu eru stærsti forði ferskvatns á jörðinni fyrir utan heimsskautin tvö. Þeir sjá nokkrum stærstu fljótum jarðar fyrir vatni, þar á meðal Ganges, Indus og Brahmaputra sem hundruð milljóna manna reiða sig á. Í nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í síðustu viku kemur fram að jafnvel þó að miðað sé við að jarðarbúum takist á einhvern hátt að halda hlýnun innan við 1,5°C muni asísku jöklarnir missa um 36% massa síns fyrir 2100.Massatapið enn meira með meiri hlýnunMarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 2°C miðað við fyrir iðnbyltinguna og innan við 1,5°C ef mögulegt er. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir þó í að hlýnunin verði mun meiri.Hættan á flóðum eykst eftir því sem bráðnun jökla ágerist. Þegar á líður mun þó draga úr rennsli jökuláa sem sjá milljónum fyrir drykkjarvatni.Vísir/AFPNái hlýnun jarðar 3,5°C, 4°C eða jafnvel 6°C munu jöklar Asíu missa 49%, 51% eða 65% massa síns fyrir aldarlok. „Jafnvel þó að hitastigið jafnist út við núverandi gildi mun massatapið halda áfram um ókomna áratugi,“ segja vísindamennirnir sem standa að rannsókninni, að því er kemur fram í umfjöllun The Guardian. Vatnsskortur er ekki eina hættan sem bráðnun jöklanna hefur í för með sér fyrir íbúa í skugga fjallanna. Hættan á kröftugum hlaupum í jökulánum eykst þegar þeir bráðna hraðar. Sú flóðahætta bætist ofan á þá sem skapast af meiri úrkomu úr öflugari stormum í hlýnandi heimi. Varað var við djúpstæðum áhrifum bráðnunar jökla á jörðinni í annarri rannsókn sem birtist fyrr í þessum mánuði og tveir íslenskir fræðimenn áttu þátt í.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna. 6. september 2017 15:00 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna. 6. september 2017 15:00