Meðalhiti jarðar var sá annar mesti í ágústmánuði frá því að mælingar hófust fyrir 137 árum samkvæmt nýjum tölum bandarískum geimvísindastofnunarinnar NASA.
Ágústmánuður var 0,85°C hlýrri en miðgildi hitastigs þess mánaðar frá 1951 til 1980.
Aðeins ágúst í fyrra var hlýrri en ágústmánuður í ár. Þá var hitafar jarðar enn undir áhrifum frá veðurfyrirbrigðinu El Niño sem hafði staðið yfir frá árinu áður og var óvenjuöflugt. Meðalhiti mánaðarins var þá 0,99°C hærri en á tímabilinu 1951-1980.
Í greiningu Goddad-geimrannsóknastofnunar NASA (GISS) kemur einnig fram að ágúst í ár var 0,2°C hlýrri en ágústmánuður eftir síðasta öfluga El Niño sem stóð yfir frá 1997 til 1998.
Næsthlýjasti ágúst frá upphafi mælinga

Tengdar fréttir

Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey
Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey.

Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega
Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft.