Nífalt fleiri karlmenn heldur en konur fyrirfóru sér í fyrra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. september 2017 06:00 Sé fólk haldið vanlíðan eða sjálfsvígshugsunum er meðal annars hægt að hringja í símanúmerið 1717. vísir/valli Alls 36 karlmenn fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa ekki verið fleiri sjálfsvíg karlmanna á einu ári, fyrir utan 2010, þegar þau voru jafn mörg, það sem af er þessari öld. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir nauðsynlegt að efla heilsugæsluna og tryggja sálfræðinga í framhaldsskólum. „Því miður fer geðheilsu ungs fólks hrakandi. Það eru nýlegar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Við verðum sérstaklega að hlúa vel að ungu fólki. Samhliða styttingu framhaldsskólanáms og aukinni pressu þá er gífurleg eftirspurn eftir ungmennum á vinnumarkaði. Ofan á þetta bætist álag frá samfélagsmiðlum.“Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. VÍSIR/GVAAnna segir nauðsynlegt að tryggja greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu frá vöggu til grafar. Heilsugæsluna verði að efla og fá sálfræðinga þangað inn sem sinna fullorðnu fólki. „Sem stendur er fyrsta þrep þjónustunnar veikt og það býr til álag á spítalana. Þeir hafa varla bolmagn til að taka á móti öllum sem leita til þeirra,“ segir Anna. Fjórar konur fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa sjálfsvíg kvenna ekki verið færri á síðustu sautján árum. Árið 2011 fyrirfóru fimm sér en á öðrum árum áratugarins hafa sjálfsvíg þeirra verið fleiri en tíu. Sé litið á tölur yfir sjálfsvíg síðustu tuttugu árin má sjá að karlmenn eru tvöfalt til þrefalt líklegri til að stytta sér aldur. Úr tölunum um sjálfsvígin má lesa að karlmenn séu líklegri til að fyrirfara sér fyrr á lífsleiðinni meðan konur gera það frekar um miðjan aldur. „Við verðum að styðja við fólk sem lendir í mótvindi, hlúa að því og byggja upp mannvænt samfélag. Við lögðumst í átakið Út með'ða árið 2015 og höfum fundið fyrir miklum velvilja í garð þess, bæði frá hinu opinbera og einstaklingum. Nú bíðum við eftir því að starfshópur um þetta málefni, sem skipa átti samkvæmt geðheilbrigðisáætlun frá árinu 2015, verði skipaður.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Alls 36 karlmenn fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa ekki verið fleiri sjálfsvíg karlmanna á einu ári, fyrir utan 2010, þegar þau voru jafn mörg, það sem af er þessari öld. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir nauðsynlegt að efla heilsugæsluna og tryggja sálfræðinga í framhaldsskólum. „Því miður fer geðheilsu ungs fólks hrakandi. Það eru nýlegar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Við verðum sérstaklega að hlúa vel að ungu fólki. Samhliða styttingu framhaldsskólanáms og aukinni pressu þá er gífurleg eftirspurn eftir ungmennum á vinnumarkaði. Ofan á þetta bætist álag frá samfélagsmiðlum.“Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. VÍSIR/GVAAnna segir nauðsynlegt að tryggja greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu frá vöggu til grafar. Heilsugæsluna verði að efla og fá sálfræðinga þangað inn sem sinna fullorðnu fólki. „Sem stendur er fyrsta þrep þjónustunnar veikt og það býr til álag á spítalana. Þeir hafa varla bolmagn til að taka á móti öllum sem leita til þeirra,“ segir Anna. Fjórar konur fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa sjálfsvíg kvenna ekki verið færri á síðustu sautján árum. Árið 2011 fyrirfóru fimm sér en á öðrum árum áratugarins hafa sjálfsvíg þeirra verið fleiri en tíu. Sé litið á tölur yfir sjálfsvíg síðustu tuttugu árin má sjá að karlmenn eru tvöfalt til þrefalt líklegri til að stytta sér aldur. Úr tölunum um sjálfsvígin má lesa að karlmenn séu líklegri til að fyrirfara sér fyrr á lífsleiðinni meðan konur gera það frekar um miðjan aldur. „Við verðum að styðja við fólk sem lendir í mótvindi, hlúa að því og byggja upp mannvænt samfélag. Við lögðumst í átakið Út með'ða árið 2015 og höfum fundið fyrir miklum velvilja í garð þess, bæði frá hinu opinbera og einstaklingum. Nú bíðum við eftir því að starfshópur um þetta málefni, sem skipa átti samkvæmt geðheilbrigðisáætlun frá árinu 2015, verði skipaður.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent