Dagur plastlausrar náttúru Íslands Margrét Hugadóttir og Rannveig Magnúsdóttir skrifar 14. september 2017 07:00 Ísland er umkringt hafi. Hafi sem færir okkur golfstrauminn og gerir eyjuna okkar lífvænlega. Hafi sem færir okkur meirihluta þess súrefnis sem við öndum að okkur, hafi sem færir okkur fæðu og hagvöxt. Plastmengun ógnar nú hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2020. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Hreinasta land í heimi? Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meiri hluti þess annaðhvort grafinn í jörðu og urðaður eða endar í hafinu. Plastið sjálft eyðist ekki, heldur brotnar niður í örplast á óralöngum tíma. Það þýðir, að allt plast sem ekki hefur verið brennt frá upphafsárum plastvinnslu, er enn til. Árlega eru framleidd um 300 milljón tonn af plasti. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hversu gífurlegt magn það er en þetta samsvarar um það bil heildarþyngd allra Jarðarbúa! Plast á diskinn þinn? En hvaða áhrif hefur plastmengun á lífríkið? Sjávarlífverur eins og t.d. fuglar, fiskar og skjaldbökur geta ekki alltaf gert greinarmun á plasti og fæðu. Þær éta sig saddar af plasti, sem stíflar svo meltingarveginn. Dýr drepast þannig úr næringarskorti, pakksödd. Einnig geta dýrin flækt sig í plastnet, plasthringi af flöskum og annað plastrusl, sem dregur úr vexti og getur skorist inn í hold þeirra þegar þau stækka. Í plastinu eru einnig stundum eitruð íblöndunarefni sem leka út úr því og eitra þannig fyrir dýrum. Örplast í sjó og vatni verkar eins og segull á alls kyns eiturefni og getur þannig orðið margfalt eitraðra en vatnið sem umlykur það. Einnig geta sjúkdómsvaldandi örverur sogast að örplastinu sem gefur þessum örverum nýjar leiðir til að berast á milli staða og dreifa sér. Þegar fiskar og aðrar lífverur éta örplastið þá fylgja eiturefnin og örverurnar með í „kaupbæti“ og geta valdið þeim skaða. Það sem er sérstaklega óhugnanlegt er að þessir fiskar lenda iðulega á matardiskinum okkar. Sjórinn tekur ekki lengur við Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við“ en nú vitum við að það er alls ekki svoleiðis. Lífverur sem finnast dauðar hér við land eru alveg jafn fullar af plasti og annars staðar. Rannsókn á sjófuglum á Íslandi leiddi meðal annars í ljós að plastagnir fundust í 79 prósentum fýla sem skoðaðir voru. Hvað get ég gert? En hvað er hægt að gera í þessu? Hvað getur ein manneskja gert? Jú, við getum gert heilan helling! Til dæmis getum við notað minna plast, keypt minna plast og sóað minna af plasti. Við getum notað fjölnota burðarpoka, drukkið úr glasinu í stað þess að nota plaströr. Einnig getum við endurunnið plast og komið þannig í veg fyrir að það sé urðað. Síðast en ekki síst getum við hreinsað umhverfi okkar og fjörur landsins. Landvernd hvetur hópa, einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr plastnotkun og skipuleggja sína eigin strandhreinsun. Í ár ber Alþjóðastrandhreinsunardaginn upp á Dag íslenskrar náttúru sem haldinn er hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Það er því tilvalið að taka til hendinni í september. Hægt er að fá góð ráð og skrá eigin hreinsun á hreinsumisland.is. Margrét Hugadóttir er sérfræðingur hjá Landvernd. Dr. Rannveig Magnúsdóttir er verkefnastjóri hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Margrét Hugadóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ísland er umkringt hafi. Hafi sem færir okkur golfstrauminn og gerir eyjuna okkar lífvænlega. Hafi sem færir okkur meirihluta þess súrefnis sem við öndum að okkur, hafi sem færir okkur fæðu og hagvöxt. Plastmengun ógnar nú hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2020. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Hreinasta land í heimi? Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meiri hluti þess annaðhvort grafinn í jörðu og urðaður eða endar í hafinu. Plastið sjálft eyðist ekki, heldur brotnar niður í örplast á óralöngum tíma. Það þýðir, að allt plast sem ekki hefur verið brennt frá upphafsárum plastvinnslu, er enn til. Árlega eru framleidd um 300 milljón tonn af plasti. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hversu gífurlegt magn það er en þetta samsvarar um það bil heildarþyngd allra Jarðarbúa! Plast á diskinn þinn? En hvaða áhrif hefur plastmengun á lífríkið? Sjávarlífverur eins og t.d. fuglar, fiskar og skjaldbökur geta ekki alltaf gert greinarmun á plasti og fæðu. Þær éta sig saddar af plasti, sem stíflar svo meltingarveginn. Dýr drepast þannig úr næringarskorti, pakksödd. Einnig geta dýrin flækt sig í plastnet, plasthringi af flöskum og annað plastrusl, sem dregur úr vexti og getur skorist inn í hold þeirra þegar þau stækka. Í plastinu eru einnig stundum eitruð íblöndunarefni sem leka út úr því og eitra þannig fyrir dýrum. Örplast í sjó og vatni verkar eins og segull á alls kyns eiturefni og getur þannig orðið margfalt eitraðra en vatnið sem umlykur það. Einnig geta sjúkdómsvaldandi örverur sogast að örplastinu sem gefur þessum örverum nýjar leiðir til að berast á milli staða og dreifa sér. Þegar fiskar og aðrar lífverur éta örplastið þá fylgja eiturefnin og örverurnar með í „kaupbæti“ og geta valdið þeim skaða. Það sem er sérstaklega óhugnanlegt er að þessir fiskar lenda iðulega á matardiskinum okkar. Sjórinn tekur ekki lengur við Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við“ en nú vitum við að það er alls ekki svoleiðis. Lífverur sem finnast dauðar hér við land eru alveg jafn fullar af plasti og annars staðar. Rannsókn á sjófuglum á Íslandi leiddi meðal annars í ljós að plastagnir fundust í 79 prósentum fýla sem skoðaðir voru. Hvað get ég gert? En hvað er hægt að gera í þessu? Hvað getur ein manneskja gert? Jú, við getum gert heilan helling! Til dæmis getum við notað minna plast, keypt minna plast og sóað minna af plasti. Við getum notað fjölnota burðarpoka, drukkið úr glasinu í stað þess að nota plaströr. Einnig getum við endurunnið plast og komið þannig í veg fyrir að það sé urðað. Síðast en ekki síst getum við hreinsað umhverfi okkar og fjörur landsins. Landvernd hvetur hópa, einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr plastnotkun og skipuleggja sína eigin strandhreinsun. Í ár ber Alþjóðastrandhreinsunardaginn upp á Dag íslenskrar náttúru sem haldinn er hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Það er því tilvalið að taka til hendinni í september. Hægt er að fá góð ráð og skrá eigin hreinsun á hreinsumisland.is. Margrét Hugadóttir er sérfræðingur hjá Landvernd. Dr. Rannveig Magnúsdóttir er verkefnastjóri hjá Landvernd.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar