Tók sjúkrabíl klukkutíma að komast á Ólafsfjörð: „Þetta er ófremdarástand“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 22:26 Sjúkrabíllinn þurfti að koma frá Dalvík, sækja sjúklinginn á Ólafsfjörð og flytja hann svo til Siglufjarðar. Það tók því rúman klukkutíma frá því að hringt var á Neyðarlínuna og þar til sjúklingurinn var kominn undir læknishendur. loftmyndir.is Það tók sjúkrabíl heilan klukkutíma að komast í útkall á Ólafsfirði í hádeginu í dag en bakvakt sjúkrabíls í bænum var lögð af í sumar. Sjúkrabílar eru nú tiltækir á Siglufirði og Dalvík. Nanna Árnadóttir, íbúi á Ólafsfirði, hringdi klukkan 12:39 í dag í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl fyrir bakveikan föður sinn sem var kvalinn af verkjum. „Við biðum og biðum og svo klukkan 13:10 þá hringir læknirinn í föður minn og spyr hann út í hvernig hann er og segir að það verði sendur bíll. En ég vissi að það myndi taka tíma því við vorum búin að sjá að bíllinn sem er staðsettur á Siglufirði fór í gegnum bæinn hjá okkur en hann var ekki að koma til okkar heldur að fara með annan sjúkling á Akureyri,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Sjúkrabíllinn þurfti því að koma frá Dalvík og því leið klukkutími þar til hann kom og náði í föður Nönnu. Þá átti síðan eftir að keyra honum á heilbrigðisstofnunina á Siglufirði en 17 kílómetrar eru frá Ólafsfirði til Siglufjarðar. Því leið í raun meira en klukkutími frá því að Nanna hringdi á sjúkrabílinn og þar til faðir hennar var kominn undir læknishendur. „Þetta er ófremdarástand og fólk hér í bænum er mjög reitt og sárt yfir því að bílnum skuli hafa verið lagt. Þetta er örugglega ekkert einsdæmi því heilbrigðiskerfinu okkar er alltaf að hraka. Bæjarbúar eru frekar óttaslegnir og bíða bara eftir því að eitthvað komi upp á,“ segir Nanna og bendir á að fyrsti vetur íbúa Ólafsfjarðar án sjúkrabíls sé framundan.Klukkutími alls ekki ásættanlegur tími Jón Valgeir Baldursson er einn í minnihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar og íbúi á Ólafsfirði. Hann segir það leggjast mjög illa í bæjarbúa að enginn sjúkrabíll sé í bænum og þó að hann geti ekki talað fyrir meirihlutann í bæjarstjórn þá viti hann að þetta leggist heldur ekki vel í bæjarfulltrúana. Upphaflega átti að leggja sjúkrabílnum á Ólafsfirði á seinasta ári en íbúar mótmæltu því harðlega og söfnuðu undirskriftum gegn þeirri ákvörðun. Nú er bíllinn hins vegar farinn og segir Jón Valgeir ákvörðunin liggja hjá stjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör varðandi það hvers vegna bílnum var lagt. „Við fáum ekki þau svör að þetta sé til þess að spara pening heldur að þetta hafi með menntun sjúkraflutningamannanna að gera. Ég var einn af þeim sem var í sjúkraflutningunum og er með grunnmenntunina auk fleiri manna og svo voru aðrir sem voru að bíða eftir því að taka grunnmenntunina til að geta sinnt þessu starfi. Forstjóri HSN bar samt menntun sjúkraflutningamanna fyrir sig en það er bara ekki rétt þannig að við fengum aldrei nein skýr svör um þetta,“ segir Jón Valgeir. Þá hafi hann leitað til heilbrigðisráðherra vegna málsins en ekki fengið nein svör þaðan. Jón Valgeir segir það alls ekki ásættanlegt að það taki sjúkrabíl klukkutíma að komast á staðinn og að málið varði allan Tröllaskaga. „Þegar við vorum í þessu þá var okkur sagt að ásættanlegur tími væri tíu mínútur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Það tók sjúkrabíl heilan klukkutíma að komast í útkall á Ólafsfirði í hádeginu í dag en bakvakt sjúkrabíls í bænum var lögð af í sumar. Sjúkrabílar eru nú tiltækir á Siglufirði og Dalvík. Nanna Árnadóttir, íbúi á Ólafsfirði, hringdi klukkan 12:39 í dag í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl fyrir bakveikan föður sinn sem var kvalinn af verkjum. „Við biðum og biðum og svo klukkan 13:10 þá hringir læknirinn í föður minn og spyr hann út í hvernig hann er og segir að það verði sendur bíll. En ég vissi að það myndi taka tíma því við vorum búin að sjá að bíllinn sem er staðsettur á Siglufirði fór í gegnum bæinn hjá okkur en hann var ekki að koma til okkar heldur að fara með annan sjúkling á Akureyri,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Sjúkrabíllinn þurfti því að koma frá Dalvík og því leið klukkutími þar til hann kom og náði í föður Nönnu. Þá átti síðan eftir að keyra honum á heilbrigðisstofnunina á Siglufirði en 17 kílómetrar eru frá Ólafsfirði til Siglufjarðar. Því leið í raun meira en klukkutími frá því að Nanna hringdi á sjúkrabílinn og þar til faðir hennar var kominn undir læknishendur. „Þetta er ófremdarástand og fólk hér í bænum er mjög reitt og sárt yfir því að bílnum skuli hafa verið lagt. Þetta er örugglega ekkert einsdæmi því heilbrigðiskerfinu okkar er alltaf að hraka. Bæjarbúar eru frekar óttaslegnir og bíða bara eftir því að eitthvað komi upp á,“ segir Nanna og bendir á að fyrsti vetur íbúa Ólafsfjarðar án sjúkrabíls sé framundan.Klukkutími alls ekki ásættanlegur tími Jón Valgeir Baldursson er einn í minnihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar og íbúi á Ólafsfirði. Hann segir það leggjast mjög illa í bæjarbúa að enginn sjúkrabíll sé í bænum og þó að hann geti ekki talað fyrir meirihlutann í bæjarstjórn þá viti hann að þetta leggist heldur ekki vel í bæjarfulltrúana. Upphaflega átti að leggja sjúkrabílnum á Ólafsfirði á seinasta ári en íbúar mótmæltu því harðlega og söfnuðu undirskriftum gegn þeirri ákvörðun. Nú er bíllinn hins vegar farinn og segir Jón Valgeir ákvörðunin liggja hjá stjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör varðandi það hvers vegna bílnum var lagt. „Við fáum ekki þau svör að þetta sé til þess að spara pening heldur að þetta hafi með menntun sjúkraflutningamannanna að gera. Ég var einn af þeim sem var í sjúkraflutningunum og er með grunnmenntunina auk fleiri manna og svo voru aðrir sem voru að bíða eftir því að taka grunnmenntunina til að geta sinnt þessu starfi. Forstjóri HSN bar samt menntun sjúkraflutningamanna fyrir sig en það er bara ekki rétt þannig að við fengum aldrei nein skýr svör um þetta,“ segir Jón Valgeir. Þá hafi hann leitað til heilbrigðisráðherra vegna málsins en ekki fengið nein svör þaðan. Jón Valgeir segir það alls ekki ásættanlegt að það taki sjúkrabíl klukkutíma að komast á staðinn og að málið varði allan Tröllaskaga. „Þegar við vorum í þessu þá var okkur sagt að ásættanlegur tími væri tíu mínútur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent