Breyting á útlendingalögum gæti tryggt ganversku fjölskyldunni dvalarleyfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2017 20:22 Alþingi ræðir nú breytingu á útlendingalögum sem rýmkar heimildir til að veita barnafólki dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Sú breyting mun meðal annars hafa áhrif á fimm manna fjölskyldu frá Gana sem fjallað var um í fréttum í gær en úrskurðarnefnd útlendingamála hefur úrskurðað að ekki komi til greina að veita þeim dvalarleyfi þrátt fyrir að móðirin sé talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu og að fjölskyldan eigi að fara úr landi innan 30 daga. „Samkvæmt núgildandi lögum þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef stjórnvöld hafa verið lengi að taka málið til meðferðar. Það hefur verið miðað við 18 mánuði, þannig að ef stjórnvöld hafa verið lengur en 18 mánuði að komast að endanlegri niðurstöðu þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á þessum forsendum. Til stendur að breyta þessu og stytta þennan tíma þannig að þetta verði fimmtán mánuðir, sem er jákvætt. Þetta rýmkar heimildir til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við fréttastofu. Álitaefni er hversu langur málsmeðferðartíminn hefur verið hjá fjölskyldunni. „En ef við miðum við úrskurðinn sem féll í mars þá eru þetta 17 mánuðir, þannig að fjölskyldan fellur milli skips og bryggju. En eftir þessa breytingu, verði hún að veruleika þá mun fjölskyldan geta sótt um endurupptöku á sínu máli og þá væntanleg, að mínum dómi, hlotið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.“Hinn almenni borgari vilji ekki vísa fólki úr landi Hann segir mikilvægt að horfa út fyrir þetta staka mál og önnur stök mál og að endurskoða þurfi málaflokkinn í heild sinni. „Ég held að Íslendingar allir, hinn almenni borgari, vill ekki senda fjölskyldu eins og þessa út á guð og gaddinn með eins mánaðar gamalt barn og móðirin í sjálfsvígshugleiðingum. Mögulega einhverjir rasistar á kommentakerfum en hinn almenni borgari? Nei. Þannig að þessu þarf að breyta. Við þurfum að standa okkur betur í þessum málum, við þurfum að taka betur á móti þessu fólki. Við þurfum að afgreiða þessi mál hraðar og það er vonandi að það náist samstaða um það á næsta þingi að breyta þessu.“ Hann segist vongóður fyrir hönd fjölskyldunnar verði breytingin samþykkt. „Ég ræddi við þau og það er náttúrulega alltaf mikilvægt að halda í vonina. Auðvitað er þetta ekkert í hús en vissulega, verði þessi breyting að veruleika, þá er ég mjög vongóður. Verði þetta ekki að veruleika þá munum við grípa til allra mögulegra úrræða en þetta eru vissulega góðar fréttir,“ segir Magnús. „Það er náttúrulega ómanneskjulegt að leyfa fólki að koma hingað og aðlagast íslensku kerfi, skólakerfi, leikskólum og svo framvegis, bara til að rífa það upp með rótum og senda það úr landi. Það eru ekki rétt vinnubrögð að mínum dómi.“ Alþingi Tengdar fréttir Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Alþingi ræðir nú breytingu á útlendingalögum sem rýmkar heimildir til að veita barnafólki dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Sú breyting mun meðal annars hafa áhrif á fimm manna fjölskyldu frá Gana sem fjallað var um í fréttum í gær en úrskurðarnefnd útlendingamála hefur úrskurðað að ekki komi til greina að veita þeim dvalarleyfi þrátt fyrir að móðirin sé talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu og að fjölskyldan eigi að fara úr landi innan 30 daga. „Samkvæmt núgildandi lögum þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef stjórnvöld hafa verið lengi að taka málið til meðferðar. Það hefur verið miðað við 18 mánuði, þannig að ef stjórnvöld hafa verið lengur en 18 mánuði að komast að endanlegri niðurstöðu þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á þessum forsendum. Til stendur að breyta þessu og stytta þennan tíma þannig að þetta verði fimmtán mánuðir, sem er jákvætt. Þetta rýmkar heimildir til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við fréttastofu. Álitaefni er hversu langur málsmeðferðartíminn hefur verið hjá fjölskyldunni. „En ef við miðum við úrskurðinn sem féll í mars þá eru þetta 17 mánuðir, þannig að fjölskyldan fellur milli skips og bryggju. En eftir þessa breytingu, verði hún að veruleika þá mun fjölskyldan geta sótt um endurupptöku á sínu máli og þá væntanleg, að mínum dómi, hlotið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.“Hinn almenni borgari vilji ekki vísa fólki úr landi Hann segir mikilvægt að horfa út fyrir þetta staka mál og önnur stök mál og að endurskoða þurfi málaflokkinn í heild sinni. „Ég held að Íslendingar allir, hinn almenni borgari, vill ekki senda fjölskyldu eins og þessa út á guð og gaddinn með eins mánaðar gamalt barn og móðirin í sjálfsvígshugleiðingum. Mögulega einhverjir rasistar á kommentakerfum en hinn almenni borgari? Nei. Þannig að þessu þarf að breyta. Við þurfum að standa okkur betur í þessum málum, við þurfum að taka betur á móti þessu fólki. Við þurfum að afgreiða þessi mál hraðar og það er vonandi að það náist samstaða um það á næsta þingi að breyta þessu.“ Hann segist vongóður fyrir hönd fjölskyldunnar verði breytingin samþykkt. „Ég ræddi við þau og það er náttúrulega alltaf mikilvægt að halda í vonina. Auðvitað er þetta ekkert í hús en vissulega, verði þessi breyting að veruleika, þá er ég mjög vongóður. Verði þetta ekki að veruleika þá munum við grípa til allra mögulegra úrræða en þetta eru vissulega góðar fréttir,“ segir Magnús. „Það er náttúrulega ómanneskjulegt að leyfa fólki að koma hingað og aðlagast íslensku kerfi, skólakerfi, leikskólum og svo framvegis, bara til að rífa það upp með rótum og senda það úr landi. Það eru ekki rétt vinnubrögð að mínum dómi.“
Alþingi Tengdar fréttir Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30