Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2017 16:24 Hafísinn á norðurskautinu 13. september. Gula línan sýnir meðal lágmarksútbreiðslu hans 1981 til 2010. NASA's Scientific Visualization Studio/Helen-Nicole Kostis Mælingar á hafísnum á norðurskautinu benda til þess að hann hafi náð lágmarki eftir sumarbráðnunina í síðustu viku. Lágmarksútbreiðsla hans var þá sú áttunda minnsta frá því að mælingar hófust. Hafísinn þakti 4,64 milljónir ferkílómetra 13. september samkvæmt mælingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna. Útbreiðslan hefur aðeins sjö sinnum verið minni frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1978. Árið í fyrra var eitt þriggja verstu áranna fyrir hafísinn. Þá blésu öflugir sumarstormar sem hröðuðu bráðnun ísbreiðunnar. Slíkir stormar hefðu ekki haft eins mikil áhrif á hafísinn á árum áður þar sem hann var þykkari og breiddi úr sér yfir stærra svæði.Áratugir bráðnunar halda ísnum í lágmarkiSumarið í hefur ekki verið óvenjuhlýtt á norðurskautinu og sum svæði voru jafnvel svalari en venjulega. Þrátt fyrir það er lágmarksútbreiðsla hafíssins nú 1,58 milljónum ferkílómetrum undir meðaltali hennar á tímabilinu 1981 til 2010. „Veðuraðstæður hafa ekki verið sérlega eftirtektarverðar í sumar. Sú staðreynd að við skulum samt hafa endað með litla lágmarksútbreiðslu er vegna þess að grunnstaða íssins nú er verri en hún var fyrir 38 árum,“ segir Claire Parkinson, loftslagsvísindamaður við Goddard-geimstöð NASA í frétt á vefsíðu stofnunarinnar. Tap hafíssins endurspeglar hnattræna hlýnun sem á sér stað á jörðinni. Það magnar hins vegar einnig þá hlýnun sem er að verða vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Skjannahvítur ísinn endurvarpar geislun sólar aftur út í geim hefur þannig áhrif til kólnunar á loftslag jarðar. Þegar ísinn víkur aftur á móti fyrir dökkum sjó sem drekkur í sig varma sólargeislanna eykst hlýnun jarðar. Bráðnun hafíssins er þannig bæði afleiðing og hluti af orsök hnattrænnar hlýnunar.Myndbandið hér fyrir neðan sýnir hvernig útbreiðsla hafíssin á norðurskautinu hefur þróast í sumar. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Mælingar á hafísnum á norðurskautinu benda til þess að hann hafi náð lágmarki eftir sumarbráðnunina í síðustu viku. Lágmarksútbreiðsla hans var þá sú áttunda minnsta frá því að mælingar hófust. Hafísinn þakti 4,64 milljónir ferkílómetra 13. september samkvæmt mælingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna. Útbreiðslan hefur aðeins sjö sinnum verið minni frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1978. Árið í fyrra var eitt þriggja verstu áranna fyrir hafísinn. Þá blésu öflugir sumarstormar sem hröðuðu bráðnun ísbreiðunnar. Slíkir stormar hefðu ekki haft eins mikil áhrif á hafísinn á árum áður þar sem hann var þykkari og breiddi úr sér yfir stærra svæði.Áratugir bráðnunar halda ísnum í lágmarkiSumarið í hefur ekki verið óvenjuhlýtt á norðurskautinu og sum svæði voru jafnvel svalari en venjulega. Þrátt fyrir það er lágmarksútbreiðsla hafíssins nú 1,58 milljónum ferkílómetrum undir meðaltali hennar á tímabilinu 1981 til 2010. „Veðuraðstæður hafa ekki verið sérlega eftirtektarverðar í sumar. Sú staðreynd að við skulum samt hafa endað með litla lágmarksútbreiðslu er vegna þess að grunnstaða íssins nú er verri en hún var fyrir 38 árum,“ segir Claire Parkinson, loftslagsvísindamaður við Goddard-geimstöð NASA í frétt á vefsíðu stofnunarinnar. Tap hafíssins endurspeglar hnattræna hlýnun sem á sér stað á jörðinni. Það magnar hins vegar einnig þá hlýnun sem er að verða vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Skjannahvítur ísinn endurvarpar geislun sólar aftur út í geim hefur þannig áhrif til kólnunar á loftslag jarðar. Þegar ísinn víkur aftur á móti fyrir dökkum sjó sem drekkur í sig varma sólargeislanna eykst hlýnun jarðar. Bráðnun hafíssins er þannig bæði afleiðing og hluti af orsök hnattrænnar hlýnunar.Myndbandið hér fyrir neðan sýnir hvernig útbreiðsla hafíssin á norðurskautinu hefur þróast í sumar.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04