Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara! Björgvin Guðmundsson skrifar 21. september 2017 06:00 Ríkisstjórnin var búin að vera við völd í 8 mánuði. Hún lofaði að bæta aðstöðu og kjör aldraðra; m.a. að gera það auðveldara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að bæta aðstöðu og kjör aldraðra? Svarið er: Ekkert. Ríkisstjórnin gerði ekki eitt einasta atriði fyrir eldri borgara á þessu tímabili. Þvert á móti: Hún gerði það erfiðara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Og raunar gerði hún það nær ókleift. Það hefði verið eðlilegt, að ríkisstjórnin hækkaði eitthvað lífeyri aldraðra og öryrkja. En það gerði hún ekki. Enda þótt lífeyrir þeirra, sem eingöngu fá lífeyri frá almannatryggingum, sé svo lágur,að hann dugi ekki til framfærslu gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að hækka hann. Hún hélt lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk og bannaði þeim að vinna. Hún torveldaði þeim einnig að spara, þar eð vextir af sparifé eru skattlagðir með 20% skatti; fjármagnstekjur skerða einnig ellilífeyri. Eldri borgarar eiga til dæmis erfitt með að minnka við sig húsnæði; ef þeir leggja einhverja peninga í banka er lífeyrir þeirra hjá Tryggingastofnun umsvifalaust skertur. Sama gildir, ef eldri borgari vill selja sumarbústað og nota andvirðið til efri áranna. Ef hann leggur andvirðið í banka er lífeyrir hans hjá Tryggingastofnun strax felldur niður. Það má því segja, að öldruðum séu allar bjargir bannaðar: Þeir mega ekki vinna og þeir mega ekki spara. Margir telja, að eldri borgarar fái lífeyri frá TR skattfrjálst. En svo er ekki. Lífeyrir þeirra er skattlagður að fullu. Lífeyrir aldraðra frá Tryggingastofnun á að vera skattfrjáls. Það er ekkert vit í því að skammta öldruðum mjög nauman lífeyri og kóróna svo ósómann með því að taka skatt af hungurlúsinni. Ríkisstjórnin talaði mikið um að hún verði mörgum milljörðum til almannatrygginga. Það skiptir litlu máli þótt svo hefði verið á meðan lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu. Það eina sem skiptir máli er, að lífeyrir á einstakling sé nægilega hár. Annars staðar á Norðurlöndunum er lífeyrir ýmist skattfrjáls eða lágt skattaður. Greiðslur ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema um 10% af vergri þjóðarframleiðslu hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér nema þær aðeins um 5% eða helmingi minna. Ef athugað er hvað eingöngu ríkið greiðir mikið til eftirlauna á Norðurlöndum er munurinn meiri. Á Íslandi ver ríkið rúmlega 2% af vergri þjóðarframleiðslu til eftirlauna en í Danmörku greiðir ríkið um 8% til eftirlauna. Auk þess er lífeyrir aldraðra og öryrkja miklu hærri í hinum norrænu ríkjunum en hér. Það er því sama hvar er borið niður í samanburði í málefnum almannatrygginga og í lífeyrismálum. Ísland rekur alls staðar lestina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin var búin að vera við völd í 8 mánuði. Hún lofaði að bæta aðstöðu og kjör aldraðra; m.a. að gera það auðveldara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að bæta aðstöðu og kjör aldraðra? Svarið er: Ekkert. Ríkisstjórnin gerði ekki eitt einasta atriði fyrir eldri borgara á þessu tímabili. Þvert á móti: Hún gerði það erfiðara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Og raunar gerði hún það nær ókleift. Það hefði verið eðlilegt, að ríkisstjórnin hækkaði eitthvað lífeyri aldraðra og öryrkja. En það gerði hún ekki. Enda þótt lífeyrir þeirra, sem eingöngu fá lífeyri frá almannatryggingum, sé svo lágur,að hann dugi ekki til framfærslu gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að hækka hann. Hún hélt lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk og bannaði þeim að vinna. Hún torveldaði þeim einnig að spara, þar eð vextir af sparifé eru skattlagðir með 20% skatti; fjármagnstekjur skerða einnig ellilífeyri. Eldri borgarar eiga til dæmis erfitt með að minnka við sig húsnæði; ef þeir leggja einhverja peninga í banka er lífeyrir þeirra hjá Tryggingastofnun umsvifalaust skertur. Sama gildir, ef eldri borgari vill selja sumarbústað og nota andvirðið til efri áranna. Ef hann leggur andvirðið í banka er lífeyrir hans hjá Tryggingastofnun strax felldur niður. Það má því segja, að öldruðum séu allar bjargir bannaðar: Þeir mega ekki vinna og þeir mega ekki spara. Margir telja, að eldri borgarar fái lífeyri frá TR skattfrjálst. En svo er ekki. Lífeyrir þeirra er skattlagður að fullu. Lífeyrir aldraðra frá Tryggingastofnun á að vera skattfrjáls. Það er ekkert vit í því að skammta öldruðum mjög nauman lífeyri og kóróna svo ósómann með því að taka skatt af hungurlúsinni. Ríkisstjórnin talaði mikið um að hún verði mörgum milljörðum til almannatrygginga. Það skiptir litlu máli þótt svo hefði verið á meðan lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu. Það eina sem skiptir máli er, að lífeyrir á einstakling sé nægilega hár. Annars staðar á Norðurlöndunum er lífeyrir ýmist skattfrjáls eða lágt skattaður. Greiðslur ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema um 10% af vergri þjóðarframleiðslu hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér nema þær aðeins um 5% eða helmingi minna. Ef athugað er hvað eingöngu ríkið greiðir mikið til eftirlauna á Norðurlöndum er munurinn meiri. Á Íslandi ver ríkið rúmlega 2% af vergri þjóðarframleiðslu til eftirlauna en í Danmörku greiðir ríkið um 8% til eftirlauna. Auk þess er lífeyrir aldraðra og öryrkja miklu hærri í hinum norrænu ríkjunum en hér. Það er því sama hvar er borið niður í samanburði í málefnum almannatrygginga og í lífeyrismálum. Ísland rekur alls staðar lestina.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun