Sá enga ástæðu fyrir fimm flokka stjórn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2017 06:00 Frá stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur á síðasta ári. vísir/stefán Þingflokksformaður Pírata skilur ekki að fimm flokka meirihlutastjórn hafi ekki verið alvarlega rædd áður en þing var rofið. Formaður Vinstri grænna segir að hugmyndir um minnihlutastjórn hafi komið til tals en hún hafi ekki séð ástæðu til þess að leggja til stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. „Það var rosalega erfitt að fá [Vinstri græn] til að koma og tala saman,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata. „Ég hefði viljað fá fund með öllum og í raun taldi ég það siðferðislega skyldu okkar.“ Eftir kosningar í fyrra var reynt að mynda stjórn Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar. Að mati Birgittu hefði það verið „kúl“ ef Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefði boðað sömu flokka aftur á fund og reynt að nýju. „Mér þótti við ekki hafa reynt til þrautar síðast og það hafa orðið talsvert miklar breytingar síðan þá. Nú hefði fólk mögulega verið til í að gera frekari málamiðlanir. Fyrsta skrefið hefði verið að tala saman. Það er alltaf upphafið að einhverju,“ segir Birgitta. „Ég skil ekki hví það lá svona á að boða til kosninga.“ Heimildarfólk Fréttablaðsins, úr áðurnefndum þingflokkum, segir að möguleikinn á fimm flokka stjórn hafi verið nefndur eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hafi verið talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir segir ekkert hæft í því. „Á föstudag stungum við upp á minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar sem Viðreisn og Björt framtíð hefðu varið falli. Við fengum engin svör við þeirri hugmynd og því varð það úr á fundi með forseta að við teldum kosningar eðlilegasta framhaldið,“ segir Katrín. Formaðurinn segir ekkert hæft í því að einhverjar þreifingar hafi verið í gangi með fimm flokka stjórn. Sá kostur hafi verið skoðaður af skyldurækni en í raun hafi aðeins Píratar nefnt það af fullri alvöru. „Það má líka fylgja sögunni að við sáum ekki nokkra ástæðu til að fara í stjórn með flokkum sem voru nýbúnir að leggja fram fjárlagafrumvarp sem beindist gróflega gegn okkar stefnu,“ segir Katrín. Vinstri græn standi fyrir uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfinu auk þess að bæta stöðu þeirra hópa sem verst standa. „Við sáum ekki málefnalega ástæðu fyrir slíkri stjórn og því var hún ekki rædd,“ segir Katrín. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata skilur ekki að fimm flokka meirihlutastjórn hafi ekki verið alvarlega rædd áður en þing var rofið. Formaður Vinstri grænna segir að hugmyndir um minnihlutastjórn hafi komið til tals en hún hafi ekki séð ástæðu til þess að leggja til stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. „Það var rosalega erfitt að fá [Vinstri græn] til að koma og tala saman,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata. „Ég hefði viljað fá fund með öllum og í raun taldi ég það siðferðislega skyldu okkar.“ Eftir kosningar í fyrra var reynt að mynda stjórn Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar. Að mati Birgittu hefði það verið „kúl“ ef Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefði boðað sömu flokka aftur á fund og reynt að nýju. „Mér þótti við ekki hafa reynt til þrautar síðast og það hafa orðið talsvert miklar breytingar síðan þá. Nú hefði fólk mögulega verið til í að gera frekari málamiðlanir. Fyrsta skrefið hefði verið að tala saman. Það er alltaf upphafið að einhverju,“ segir Birgitta. „Ég skil ekki hví það lá svona á að boða til kosninga.“ Heimildarfólk Fréttablaðsins, úr áðurnefndum þingflokkum, segir að möguleikinn á fimm flokka stjórn hafi verið nefndur eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hafi verið talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir segir ekkert hæft í því. „Á föstudag stungum við upp á minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar sem Viðreisn og Björt framtíð hefðu varið falli. Við fengum engin svör við þeirri hugmynd og því varð það úr á fundi með forseta að við teldum kosningar eðlilegasta framhaldið,“ segir Katrín. Formaðurinn segir ekkert hæft í því að einhverjar þreifingar hafi verið í gangi með fimm flokka stjórn. Sá kostur hafi verið skoðaður af skyldurækni en í raun hafi aðeins Píratar nefnt það af fullri alvöru. „Það má líka fylgja sögunni að við sáum ekki nokkra ástæðu til að fara í stjórn með flokkum sem voru nýbúnir að leggja fram fjárlagafrumvarp sem beindist gróflega gegn okkar stefnu,“ segir Katrín. Vinstri græn standi fyrir uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfinu auk þess að bæta stöðu þeirra hópa sem verst standa. „Við sáum ekki málefnalega ástæðu fyrir slíkri stjórn og því var hún ekki rædd,“ segir Katrín.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira