Sá enga ástæðu fyrir fimm flokka stjórn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2017 06:00 Frá stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur á síðasta ári. vísir/stefán Þingflokksformaður Pírata skilur ekki að fimm flokka meirihlutastjórn hafi ekki verið alvarlega rædd áður en þing var rofið. Formaður Vinstri grænna segir að hugmyndir um minnihlutastjórn hafi komið til tals en hún hafi ekki séð ástæðu til þess að leggja til stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. „Það var rosalega erfitt að fá [Vinstri græn] til að koma og tala saman,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata. „Ég hefði viljað fá fund með öllum og í raun taldi ég það siðferðislega skyldu okkar.“ Eftir kosningar í fyrra var reynt að mynda stjórn Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar. Að mati Birgittu hefði það verið „kúl“ ef Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefði boðað sömu flokka aftur á fund og reynt að nýju. „Mér þótti við ekki hafa reynt til þrautar síðast og það hafa orðið talsvert miklar breytingar síðan þá. Nú hefði fólk mögulega verið til í að gera frekari málamiðlanir. Fyrsta skrefið hefði verið að tala saman. Það er alltaf upphafið að einhverju,“ segir Birgitta. „Ég skil ekki hví það lá svona á að boða til kosninga.“ Heimildarfólk Fréttablaðsins, úr áðurnefndum þingflokkum, segir að möguleikinn á fimm flokka stjórn hafi verið nefndur eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hafi verið talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir segir ekkert hæft í því. „Á föstudag stungum við upp á minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar sem Viðreisn og Björt framtíð hefðu varið falli. Við fengum engin svör við þeirri hugmynd og því varð það úr á fundi með forseta að við teldum kosningar eðlilegasta framhaldið,“ segir Katrín. Formaðurinn segir ekkert hæft í því að einhverjar þreifingar hafi verið í gangi með fimm flokka stjórn. Sá kostur hafi verið skoðaður af skyldurækni en í raun hafi aðeins Píratar nefnt það af fullri alvöru. „Það má líka fylgja sögunni að við sáum ekki nokkra ástæðu til að fara í stjórn með flokkum sem voru nýbúnir að leggja fram fjárlagafrumvarp sem beindist gróflega gegn okkar stefnu,“ segir Katrín. Vinstri græn standi fyrir uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfinu auk þess að bæta stöðu þeirra hópa sem verst standa. „Við sáum ekki málefnalega ástæðu fyrir slíkri stjórn og því var hún ekki rædd,“ segir Katrín. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata skilur ekki að fimm flokka meirihlutastjórn hafi ekki verið alvarlega rædd áður en þing var rofið. Formaður Vinstri grænna segir að hugmyndir um minnihlutastjórn hafi komið til tals en hún hafi ekki séð ástæðu til þess að leggja til stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. „Það var rosalega erfitt að fá [Vinstri græn] til að koma og tala saman,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata. „Ég hefði viljað fá fund með öllum og í raun taldi ég það siðferðislega skyldu okkar.“ Eftir kosningar í fyrra var reynt að mynda stjórn Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar. Að mati Birgittu hefði það verið „kúl“ ef Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefði boðað sömu flokka aftur á fund og reynt að nýju. „Mér þótti við ekki hafa reynt til þrautar síðast og það hafa orðið talsvert miklar breytingar síðan þá. Nú hefði fólk mögulega verið til í að gera frekari málamiðlanir. Fyrsta skrefið hefði verið að tala saman. Það er alltaf upphafið að einhverju,“ segir Birgitta. „Ég skil ekki hví það lá svona á að boða til kosninga.“ Heimildarfólk Fréttablaðsins, úr áðurnefndum þingflokkum, segir að möguleikinn á fimm flokka stjórn hafi verið nefndur eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hafi verið talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir segir ekkert hæft í því. „Á föstudag stungum við upp á minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar sem Viðreisn og Björt framtíð hefðu varið falli. Við fengum engin svör við þeirri hugmynd og því varð það úr á fundi með forseta að við teldum kosningar eðlilegasta framhaldið,“ segir Katrín. Formaðurinn segir ekkert hæft í því að einhverjar þreifingar hafi verið í gangi með fimm flokka stjórn. Sá kostur hafi verið skoðaður af skyldurækni en í raun hafi aðeins Píratar nefnt það af fullri alvöru. „Það má líka fylgja sögunni að við sáum ekki nokkra ástæðu til að fara í stjórn með flokkum sem voru nýbúnir að leggja fram fjárlagafrumvarp sem beindist gróflega gegn okkar stefnu,“ segir Katrín. Vinstri græn standi fyrir uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfinu auk þess að bæta stöðu þeirra hópa sem verst standa. „Við sáum ekki málefnalega ástæðu fyrir slíkri stjórn og því var hún ekki rædd,“ segir Katrín.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira