Var allt betra hér áður fyrr? Bjarni Benediktsson skrifar 9. október 2017 08:45 Í aðdraganda þessara kosninga ber á því að allt of margir tala niður þann mikla árangur sem við Íslendingar höfum sameiginlega náð. Miklu máli skiptir að fram fari opin og heiðarleg umræða um framfarir í landinu, framfarir sem eiga að gera okkur stolt af því að vera Íslendingar. Næst þegar við mætum neikvæðni og bölmóði um okkar góða land ættum við að spyrja: Ef þú gætir valið einhvern tíma frá landnámi til að setjast að á Íslandi, hvaða tíma myndir þú velja? Hvenær var langlífi meira, heilbrigðiskerfið betra eða geta okkar ríkari til að glíma við sjúkdóma, halda úti þéttriðnu velferðarneti og hjálpa þeim sem á þurfa að halda? Var áður auðveldara að afla sér þekkingar og nýta hana hér eða erlendis? Hvenær var menning í samfélagi okkar blómlegri, menntakerfið sterkara eða betra að ala upp börn? Veltum fyrir okkur ástandi auðlindanna, stöðu fiskistofnanna í hafinu og þeirri þekkingu sem við búum nú yfir til að nýta orku fallvatna og hitann í iðrum jarðar til verðmætasköpunar með sjálfbærum hætti. Höfum við lifað aðra tíma þar sem jafnrétti var meira eða frelsi einstaklingsins? Hafa samgöngur í landinu áður verið greiðari, tæknin fullkomnari eða tengingar landsins við umheiminn? Vorum við áður í betri stöðu til að leggja af mörkum til þeirra sem búa á stríðshrjáðum svæðum, glíma við fátækt, hungursneyð eða ofsóknir? Það er svo margt sem mælir með því að við mættum að vera stoltari af þeim árangri sem þjóðin hefur náð. Væri ég spurður um það hvaða tíma ég myndi velja frá landnámi til að stofna fjölskyldu, búa og starfa á Íslandi veldi ég daginn í dag. Við skipum okkur fremst meðal þjóða í lífskjörum og útlitið hefur aldrei verið betra. Verum jákvæð og bjartsýn. Grípum tækifærin.Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þessara kosninga ber á því að allt of margir tala niður þann mikla árangur sem við Íslendingar höfum sameiginlega náð. Miklu máli skiptir að fram fari opin og heiðarleg umræða um framfarir í landinu, framfarir sem eiga að gera okkur stolt af því að vera Íslendingar. Næst þegar við mætum neikvæðni og bölmóði um okkar góða land ættum við að spyrja: Ef þú gætir valið einhvern tíma frá landnámi til að setjast að á Íslandi, hvaða tíma myndir þú velja? Hvenær var langlífi meira, heilbrigðiskerfið betra eða geta okkar ríkari til að glíma við sjúkdóma, halda úti þéttriðnu velferðarneti og hjálpa þeim sem á þurfa að halda? Var áður auðveldara að afla sér þekkingar og nýta hana hér eða erlendis? Hvenær var menning í samfélagi okkar blómlegri, menntakerfið sterkara eða betra að ala upp börn? Veltum fyrir okkur ástandi auðlindanna, stöðu fiskistofnanna í hafinu og þeirri þekkingu sem við búum nú yfir til að nýta orku fallvatna og hitann í iðrum jarðar til verðmætasköpunar með sjálfbærum hætti. Höfum við lifað aðra tíma þar sem jafnrétti var meira eða frelsi einstaklingsins? Hafa samgöngur í landinu áður verið greiðari, tæknin fullkomnari eða tengingar landsins við umheiminn? Vorum við áður í betri stöðu til að leggja af mörkum til þeirra sem búa á stríðshrjáðum svæðum, glíma við fátækt, hungursneyð eða ofsóknir? Það er svo margt sem mælir með því að við mættum að vera stoltari af þeim árangri sem þjóðin hefur náð. Væri ég spurður um það hvaða tíma ég myndi velja frá landnámi til að stofna fjölskyldu, búa og starfa á Íslandi veldi ég daginn í dag. Við skipum okkur fremst meðal þjóða í lífskjörum og útlitið hefur aldrei verið betra. Verum jákvæð og bjartsýn. Grípum tækifærin.Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar