Var allt betra hér áður fyrr? Bjarni Benediktsson skrifar 9. október 2017 08:45 Í aðdraganda þessara kosninga ber á því að allt of margir tala niður þann mikla árangur sem við Íslendingar höfum sameiginlega náð. Miklu máli skiptir að fram fari opin og heiðarleg umræða um framfarir í landinu, framfarir sem eiga að gera okkur stolt af því að vera Íslendingar. Næst þegar við mætum neikvæðni og bölmóði um okkar góða land ættum við að spyrja: Ef þú gætir valið einhvern tíma frá landnámi til að setjast að á Íslandi, hvaða tíma myndir þú velja? Hvenær var langlífi meira, heilbrigðiskerfið betra eða geta okkar ríkari til að glíma við sjúkdóma, halda úti þéttriðnu velferðarneti og hjálpa þeim sem á þurfa að halda? Var áður auðveldara að afla sér þekkingar og nýta hana hér eða erlendis? Hvenær var menning í samfélagi okkar blómlegri, menntakerfið sterkara eða betra að ala upp börn? Veltum fyrir okkur ástandi auðlindanna, stöðu fiskistofnanna í hafinu og þeirri þekkingu sem við búum nú yfir til að nýta orku fallvatna og hitann í iðrum jarðar til verðmætasköpunar með sjálfbærum hætti. Höfum við lifað aðra tíma þar sem jafnrétti var meira eða frelsi einstaklingsins? Hafa samgöngur í landinu áður verið greiðari, tæknin fullkomnari eða tengingar landsins við umheiminn? Vorum við áður í betri stöðu til að leggja af mörkum til þeirra sem búa á stríðshrjáðum svæðum, glíma við fátækt, hungursneyð eða ofsóknir? Það er svo margt sem mælir með því að við mættum að vera stoltari af þeim árangri sem þjóðin hefur náð. Væri ég spurður um það hvaða tíma ég myndi velja frá landnámi til að stofna fjölskyldu, búa og starfa á Íslandi veldi ég daginn í dag. Við skipum okkur fremst meðal þjóða í lífskjörum og útlitið hefur aldrei verið betra. Verum jákvæð og bjartsýn. Grípum tækifærin.Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þessara kosninga ber á því að allt of margir tala niður þann mikla árangur sem við Íslendingar höfum sameiginlega náð. Miklu máli skiptir að fram fari opin og heiðarleg umræða um framfarir í landinu, framfarir sem eiga að gera okkur stolt af því að vera Íslendingar. Næst þegar við mætum neikvæðni og bölmóði um okkar góða land ættum við að spyrja: Ef þú gætir valið einhvern tíma frá landnámi til að setjast að á Íslandi, hvaða tíma myndir þú velja? Hvenær var langlífi meira, heilbrigðiskerfið betra eða geta okkar ríkari til að glíma við sjúkdóma, halda úti þéttriðnu velferðarneti og hjálpa þeim sem á þurfa að halda? Var áður auðveldara að afla sér þekkingar og nýta hana hér eða erlendis? Hvenær var menning í samfélagi okkar blómlegri, menntakerfið sterkara eða betra að ala upp börn? Veltum fyrir okkur ástandi auðlindanna, stöðu fiskistofnanna í hafinu og þeirri þekkingu sem við búum nú yfir til að nýta orku fallvatna og hitann í iðrum jarðar til verðmætasköpunar með sjálfbærum hætti. Höfum við lifað aðra tíma þar sem jafnrétti var meira eða frelsi einstaklingsins? Hafa samgöngur í landinu áður verið greiðari, tæknin fullkomnari eða tengingar landsins við umheiminn? Vorum við áður í betri stöðu til að leggja af mörkum til þeirra sem búa á stríðshrjáðum svæðum, glíma við fátækt, hungursneyð eða ofsóknir? Það er svo margt sem mælir með því að við mættum að vera stoltari af þeim árangri sem þjóðin hefur náð. Væri ég spurður um það hvaða tíma ég myndi velja frá landnámi til að stofna fjölskyldu, búa og starfa á Íslandi veldi ég daginn í dag. Við skipum okkur fremst meðal þjóða í lífskjörum og útlitið hefur aldrei verið betra. Verum jákvæð og bjartsýn. Grípum tækifærin.Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun