Aðskiljum ríki og Bændasamtökin Gylfi Ólafsson skrifar 16. október 2017 13:30 Það hefur stundum verið sagt í gríni að áður en ráðist er í aðskilnað ríkis og kirkju, sé nærtækara að aðskilja ríki og Bændasamtökin. Sjaldan hefur sýn samtakanna á stöðu sína í stjórnkerfinu kristallast betur en á fundi sem þau héldu 19. september. Fyrir fundinum lá að taka til meðferðar tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lausn á vanda sauðfjárbænda. Eins og Bændablaðið lýsir fundinum mat forysta sauðfjárbænda málið svo að Þorgerður hefði ekki pólitískt bakland til þess að koma málinu áfram. Tóku sauðfjárbændur því málin í sínar hendur og lögðu fram sínar eigin tillögur um það hvernig verja ætti 650 milljónum af peningum skattgreiðenda. Útspil setur lausn í uppnám Þetta útspil bænda er merkilegt af tveimur ástæðum. Annars vegar setja bændur í algert uppnám þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafði þó afgreitt áður en hún sprakk. Lausn á vandanum er nú frestað að minnsta kosti fram yfir kosningar. Í öðru lagi er öfugsnúið að Bændasamtökin telji sig þess umkomin að hafna tillögum stjórnvalda og setja sjálf sína eigin leið um það hvernig skattpeningum er varið. Brýnt er að aðskilja ríki og Bændasamtökin svo þessi hringavitleysa endi sem fyrst. Fjögur markmið, bændasamtökin unnu gegn þremur Frá því í vor hafa stjórnvöld unnið að því að setja saman aðgerðapakka sem kæmi til móts við þann vanda sem steðjar að greininni, vanda sem er kominn upp áður en fyrsta sláturtíð af tíu hefst samkvæmt nýjum búvörusamningi. Meginmarkmiðin af hálfu ráðherra Viðreisnar voru fimm: 1. Styðja bændur sem hafa orðið fyrir kjaraskerðingu, en þó ekki frístundabændur 2. Ráðast á rót vandans, sem er offramleiðsla, svo ástandið endurtaki sig ekki. 3. Styðja sérstaklega bændur á viðkvæmum svæðum sem ekki hafa aðra tekjumöguleika. 4. Stuðla að því að fækkun í greininni verði frekar hjá eldri bændum en yngri. Í stuttu máli studdu bændur einungis fyrsta liðinn. Aðgerðum sem miðuðu sérstaklega að því að gera ungum bændum kleift að halda áfram búskap var hafnað, sérstökum aðgerðum fyrir bændur á veikum svæðum var hafnað, og aðgerðum sem taka á rót vandans—offramleiðslu—var hafnað. Allar tillögur sem bændur leggja fram eiga að vera á kostnað ríkisins, og leggjast ofan á þá 4,5 milljarða sem nú þegar fara árlega til sauðfjárbænda. Styðjum bændur og byggðir Hræsnin er því mikil þegar farið er strax út í fjölmiðla og því haldið fram að tillögur stjórnvalda muni leiða til byggðaröskunar og ýti yngri bændum úr búskap. Upphaflegar hugmyndir stjórnvalda voru hannaðar einmitt til að vernda yngri bændur og bændur á svæðum þar sem aðrar tekjur er ekki að fá. Spurningin hlýtur að vakna: fyrir hverja eru Bændasamtökin að berjast? Ráðherra landbúnaðar er í spennitreyju búvörusamnings, með 10 ára samning í fanginu sem strax á fyrsta ári er úr sér genginn. Bændur hafa endurskoðun samningsins í hendi sér en vilja engu breyta, nema auka það fé sem skattgreiðendur setja inn í greinina. Viðreisn segir hingað og ekki lengra. Styðjum bændur og byggðir. Aðskiljum ríki og Bændasamtökin. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Gylfi Ólafsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt í gríni að áður en ráðist er í aðskilnað ríkis og kirkju, sé nærtækara að aðskilja ríki og Bændasamtökin. Sjaldan hefur sýn samtakanna á stöðu sína í stjórnkerfinu kristallast betur en á fundi sem þau héldu 19. september. Fyrir fundinum lá að taka til meðferðar tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lausn á vanda sauðfjárbænda. Eins og Bændablaðið lýsir fundinum mat forysta sauðfjárbænda málið svo að Þorgerður hefði ekki pólitískt bakland til þess að koma málinu áfram. Tóku sauðfjárbændur því málin í sínar hendur og lögðu fram sínar eigin tillögur um það hvernig verja ætti 650 milljónum af peningum skattgreiðenda. Útspil setur lausn í uppnám Þetta útspil bænda er merkilegt af tveimur ástæðum. Annars vegar setja bændur í algert uppnám þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafði þó afgreitt áður en hún sprakk. Lausn á vandanum er nú frestað að minnsta kosti fram yfir kosningar. Í öðru lagi er öfugsnúið að Bændasamtökin telji sig þess umkomin að hafna tillögum stjórnvalda og setja sjálf sína eigin leið um það hvernig skattpeningum er varið. Brýnt er að aðskilja ríki og Bændasamtökin svo þessi hringavitleysa endi sem fyrst. Fjögur markmið, bændasamtökin unnu gegn þremur Frá því í vor hafa stjórnvöld unnið að því að setja saman aðgerðapakka sem kæmi til móts við þann vanda sem steðjar að greininni, vanda sem er kominn upp áður en fyrsta sláturtíð af tíu hefst samkvæmt nýjum búvörusamningi. Meginmarkmiðin af hálfu ráðherra Viðreisnar voru fimm: 1. Styðja bændur sem hafa orðið fyrir kjaraskerðingu, en þó ekki frístundabændur 2. Ráðast á rót vandans, sem er offramleiðsla, svo ástandið endurtaki sig ekki. 3. Styðja sérstaklega bændur á viðkvæmum svæðum sem ekki hafa aðra tekjumöguleika. 4. Stuðla að því að fækkun í greininni verði frekar hjá eldri bændum en yngri. Í stuttu máli studdu bændur einungis fyrsta liðinn. Aðgerðum sem miðuðu sérstaklega að því að gera ungum bændum kleift að halda áfram búskap var hafnað, sérstökum aðgerðum fyrir bændur á veikum svæðum var hafnað, og aðgerðum sem taka á rót vandans—offramleiðslu—var hafnað. Allar tillögur sem bændur leggja fram eiga að vera á kostnað ríkisins, og leggjast ofan á þá 4,5 milljarða sem nú þegar fara árlega til sauðfjárbænda. Styðjum bændur og byggðir Hræsnin er því mikil þegar farið er strax út í fjölmiðla og því haldið fram að tillögur stjórnvalda muni leiða til byggðaröskunar og ýti yngri bændum úr búskap. Upphaflegar hugmyndir stjórnvalda voru hannaðar einmitt til að vernda yngri bændur og bændur á svæðum þar sem aðrar tekjur er ekki að fá. Spurningin hlýtur að vakna: fyrir hverja eru Bændasamtökin að berjast? Ráðherra landbúnaðar er í spennitreyju búvörusamnings, með 10 ára samning í fanginu sem strax á fyrsta ári er úr sér genginn. Bændur hafa endurskoðun samningsins í hendi sér en vilja engu breyta, nema auka það fé sem skattgreiðendur setja inn í greinina. Viðreisn segir hingað og ekki lengra. Styðjum bændur og byggðir. Aðskiljum ríki og Bændasamtökin. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun