Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 15:08 Á annað þúsund íbúðar- og verslunarhúsa hafa orðið eldunum að bráð í norðanverðri Kaliforníu. Vísir/AFP Tilkynnt hefur verið um að minnsta kosti 150 manns sem er saknað til viðbótar við þá ellefu sem staðfest er að hafi farist í skógareldunum í norðanverðri Kaliforníu. Ríkisyfirvöld gera ráð fyrir að tala látinna eigi eftir að hækka. Alls hafa 433 ferkílómetrar lands í norðanverðri Kaliforníu brunnið og valdið gífurlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Slökkviliðsmenn eru vongóðir um að þeim takist að ná betri tökum á eldunum í dag þegar vindur sem hefur kynt undir þeim gengur niður. Áætlað er að um 1.500 íbúðarhús og verslunarbyggginar hafi eyðilagst og að um tuttugu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín, að því er segir í frétt Washington Post.NOAA's #GOES16 shows #wildfires (in Geo & Natural Fire Color) raging in parts of #California yesterday. More loops: https://t.co/8l5NGSMGLx pic.twitter.com/WKXhLgorcf— NOAA Satellites (@NOAASatellites) October 10, 2017 Staðfest er að sjö manns hafi farist í Sonoma-sýslu. Þar hafa sýsluyfirvöld fengið tilkynningar um á annað hundrað manns sem er saknað. „Við erum viss um að margt af þessu fólki finnist heilt á húfi og finni ástvini sína aftur en því miður búum við okkur undir frekari mannskaða,“ segir sýslumaðurinn í Sonoma-sýslu. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Miklir skógarelda hafa geisað í vestanverðum Bandaríkjunum. Alls hafa rúmlega 32.000 ferkílómetrar lands í fjórum ríkjum brunnið. Eldarnir í Washington- og Oregon-ríkjum urðu meðal ananrs til þess að ösku rigndi yfir Seattle-borg. Loftslagsmál Tengdar fréttir Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um að minnsta kosti 150 manns sem er saknað til viðbótar við þá ellefu sem staðfest er að hafi farist í skógareldunum í norðanverðri Kaliforníu. Ríkisyfirvöld gera ráð fyrir að tala látinna eigi eftir að hækka. Alls hafa 433 ferkílómetrar lands í norðanverðri Kaliforníu brunnið og valdið gífurlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Slökkviliðsmenn eru vongóðir um að þeim takist að ná betri tökum á eldunum í dag þegar vindur sem hefur kynt undir þeim gengur niður. Áætlað er að um 1.500 íbúðarhús og verslunarbyggginar hafi eyðilagst og að um tuttugu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín, að því er segir í frétt Washington Post.NOAA's #GOES16 shows #wildfires (in Geo & Natural Fire Color) raging in parts of #California yesterday. More loops: https://t.co/8l5NGSMGLx pic.twitter.com/WKXhLgorcf— NOAA Satellites (@NOAASatellites) October 10, 2017 Staðfest er að sjö manns hafi farist í Sonoma-sýslu. Þar hafa sýsluyfirvöld fengið tilkynningar um á annað hundrað manns sem er saknað. „Við erum viss um að margt af þessu fólki finnist heilt á húfi og finni ástvini sína aftur en því miður búum við okkur undir frekari mannskaða,“ segir sýslumaðurinn í Sonoma-sýslu. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Miklir skógarelda hafa geisað í vestanverðum Bandaríkjunum. Alls hafa rúmlega 32.000 ferkílómetrar lands í fjórum ríkjum brunnið. Eldarnir í Washington- og Oregon-ríkjum urðu meðal ananrs til þess að ösku rigndi yfir Seattle-borg.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37
Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32