Grænlandsjökull gæti hækkað yfirborð sjávar meira og hraðar Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 11:14 Hlýnandi sjór kemst mögulega í snertingu við allt að 55% Grænlandsjökuls. Vísir/AFP Stærri hluti Grænlandsjökuls er berskjaldaður fyrir hlýjum sjó en áætlað hefur verið fram að þessu. Ný kortlagning á sjávarbotninum við eyjuna bendir einnig til að enn meira magn íss sé ofan sjávar en talið var. Hvoru tveggja hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar á hlýnandi jörðu. Þessar niðurstöður eru afrakstur viðamikillar tilraunar til að kortleggja sjávarbotninn við Grænland. Vísindamennirnir sem stóðu að henni söfnuðu saman miklu magni gagna til að draga upp mynd af dýpt og útlínum sjávarbotnsins við vogskornar strandir eyjunnar, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Í ljós kom að magn íss sem er ofan sjávar á Grænlandi og getur þar að leiðandi hækkað sjávarstöðu þegar hann bráðnar er nokkuð meiri en menn höfðu talið. Þannig telja vísindamennirnir að allur ísinn á Grænlandi gæti hækkað yfirborð sjávar um rúma sjö metra ef hann bráðnaði allur. Það er um 7,6 sentímetrum meira en í fyrri áætlunum.Þýðir líklega að spár um hækkun sjávarborðs munu hækkaMeira aðsteðjandi áhyggjuefni er hins vegar hversu stór hluti jökulsins er í snertingu við hlýjan sjó sem nær að teygja sig undir rætur íshellunnar. Vísindamennirnir telja að allt frá 30-100% meira af jöklinum komist í snertingu við sjó sem hraðar bráðnun hans en fyrri kort af hafsbotninum hafa bent til. Það þýðir að allt að 55% jökulsins sé í snertingu við eða flæði yfir svæði þar sem hlýnandi sjór nær til hans. Niðurstöðurnar birtust í grein í vísindaritinu Geophysical Research Letters. „Dæmigert fyrir niðurstöðurnar er að við komumst að því að firðirnir eru miklu dýpri en fyrri kort hafa gert ráð fyrir. Þeir eru dýpri vegna þess að hringrásir jökla hafa sorfið þá trekk í trekk,“ segir Eric Rignot, vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Kaliforníuháskóla. Eftir að þessum niðurstöðum verður bætt við loftslagslíkön má gera ráð fyrir að mat á hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld og til lengri framtíðar vegna bráðnunar Grænlandsjökuls muni hækka. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43 Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Stærri hluti Grænlandsjökuls er berskjaldaður fyrir hlýjum sjó en áætlað hefur verið fram að þessu. Ný kortlagning á sjávarbotninum við eyjuna bendir einnig til að enn meira magn íss sé ofan sjávar en talið var. Hvoru tveggja hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar á hlýnandi jörðu. Þessar niðurstöður eru afrakstur viðamikillar tilraunar til að kortleggja sjávarbotninn við Grænland. Vísindamennirnir sem stóðu að henni söfnuðu saman miklu magni gagna til að draga upp mynd af dýpt og útlínum sjávarbotnsins við vogskornar strandir eyjunnar, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Í ljós kom að magn íss sem er ofan sjávar á Grænlandi og getur þar að leiðandi hækkað sjávarstöðu þegar hann bráðnar er nokkuð meiri en menn höfðu talið. Þannig telja vísindamennirnir að allur ísinn á Grænlandi gæti hækkað yfirborð sjávar um rúma sjö metra ef hann bráðnaði allur. Það er um 7,6 sentímetrum meira en í fyrri áætlunum.Þýðir líklega að spár um hækkun sjávarborðs munu hækkaMeira aðsteðjandi áhyggjuefni er hins vegar hversu stór hluti jökulsins er í snertingu við hlýjan sjó sem nær að teygja sig undir rætur íshellunnar. Vísindamennirnir telja að allt frá 30-100% meira af jöklinum komist í snertingu við sjó sem hraðar bráðnun hans en fyrri kort af hafsbotninum hafa bent til. Það þýðir að allt að 55% jökulsins sé í snertingu við eða flæði yfir svæði þar sem hlýnandi sjór nær til hans. Niðurstöðurnar birtust í grein í vísindaritinu Geophysical Research Letters. „Dæmigert fyrir niðurstöðurnar er að við komumst að því að firðirnir eru miklu dýpri en fyrri kort hafa gert ráð fyrir. Þeir eru dýpri vegna þess að hringrásir jökla hafa sorfið þá trekk í trekk,“ segir Eric Rignot, vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Kaliforníuháskóla. Eftir að þessum niðurstöðum verður bætt við loftslagslíkön má gera ráð fyrir að mat á hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld og til lengri framtíðar vegna bráðnunar Grænlandsjökuls muni hækka.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43 Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43
Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30