Með bók í hönd Bergrún Íris Sævarsdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Læsi hrakar, íslenskukunnáttu barna og fullorðinna fer aftur, tungumálið er í stórhættu og ef ekkert er að gert töpum við móðurmálinu á næstu 50 árum. Dapurlegar fréttir og hamfaraspár blasa við okkur en hvað er hægt að gera til að sporna við þróuninni? Er þetta vandamál ríkisins og menntamálaráðuneytisins? Er það menntamálastofnunar, skólanna og kennaranna að bjarga íslenskunni? Eða geta foreldrar, frænkur og frændur, ömmur og afar, mögulega unnið stærstu sigrana með litlum og einföldum breytingum innan veggja heimilisins? Ef það er barn á heimilinu eða þú átt barn í þínu lífi sem þér þykir vænt um skaltu spyrja þig þessarar spurningar: Hvenær sá barnið þig síðast með bók í hönd? Hvenær sökktir þú þér síðast niður í bók þar sem barn sá til þín? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þegar barn sér fullorðinn einstakling lesa af áhuga, vaknar hjá þeim forvitni og löngun til að gera slíkt hið sama. Trúirðu mér ekki? Spurðu þig þá að þessu: Hvenær sá barnið / barnabarnið þitt þig síðast með síma í hönd? Dveljum aðeins við þetta. „Hann er með i-padinn á heilanum,“ segi ég um sjö ára son minn og ég skil bara ekkert í því að hann lesi ekki frekar eina af þeim hundrað bókum sem fylla hillurnar í herberginu hans. En svo lít ég niður og sé símann, samgróinn við höndina á mér og fingurnir tilbúnir að svara skilaboðum á sömu sekúndu og þau berast. Guð forði vinkonu minni frá því að bíða í nokkrar mínútur eftir að ég sendi „LOL“ við GIF-inu af fyndna kettinum sem hún sendi mér. Rétt í þessu varð ég að taka upp símann til að kíkja á nokkur snöpp og svara. Ég hætti sem sagt að skrifa þessa litlu grein til að sjá einhvern taka til á Snapchat! Ég þarf að breyta þessu, ef ekki fyrir mig þá fyrir börnin mín tvö. Ég vil frekar vera mamman sem er með nefið ofan í bók heldur en sú sem lítur ekki upp úr símanum, sérstaklega á þessum heilaga tíma eftir að börnin koma heim úr skóla og leikskóla. Næst þegar ég teygi mig eftir símanum ætla ég að taka upp bók í staðinn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Síminn getur beðið. Höfundur er rithöfundur og myndskreytir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Læsi hrakar, íslenskukunnáttu barna og fullorðinna fer aftur, tungumálið er í stórhættu og ef ekkert er að gert töpum við móðurmálinu á næstu 50 árum. Dapurlegar fréttir og hamfaraspár blasa við okkur en hvað er hægt að gera til að sporna við þróuninni? Er þetta vandamál ríkisins og menntamálaráðuneytisins? Er það menntamálastofnunar, skólanna og kennaranna að bjarga íslenskunni? Eða geta foreldrar, frænkur og frændur, ömmur og afar, mögulega unnið stærstu sigrana með litlum og einföldum breytingum innan veggja heimilisins? Ef það er barn á heimilinu eða þú átt barn í þínu lífi sem þér þykir vænt um skaltu spyrja þig þessarar spurningar: Hvenær sá barnið þig síðast með bók í hönd? Hvenær sökktir þú þér síðast niður í bók þar sem barn sá til þín? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þegar barn sér fullorðinn einstakling lesa af áhuga, vaknar hjá þeim forvitni og löngun til að gera slíkt hið sama. Trúirðu mér ekki? Spurðu þig þá að þessu: Hvenær sá barnið / barnabarnið þitt þig síðast með síma í hönd? Dveljum aðeins við þetta. „Hann er með i-padinn á heilanum,“ segi ég um sjö ára son minn og ég skil bara ekkert í því að hann lesi ekki frekar eina af þeim hundrað bókum sem fylla hillurnar í herberginu hans. En svo lít ég niður og sé símann, samgróinn við höndina á mér og fingurnir tilbúnir að svara skilaboðum á sömu sekúndu og þau berast. Guð forði vinkonu minni frá því að bíða í nokkrar mínútur eftir að ég sendi „LOL“ við GIF-inu af fyndna kettinum sem hún sendi mér. Rétt í þessu varð ég að taka upp símann til að kíkja á nokkur snöpp og svara. Ég hætti sem sagt að skrifa þessa litlu grein til að sjá einhvern taka til á Snapchat! Ég þarf að breyta þessu, ef ekki fyrir mig þá fyrir börnin mín tvö. Ég vil frekar vera mamman sem er með nefið ofan í bók heldur en sú sem lítur ekki upp úr símanum, sérstaklega á þessum heilaga tíma eftir að börnin koma heim úr skóla og leikskóla. Næst þegar ég teygi mig eftir símanum ætla ég að taka upp bók í staðinn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Síminn getur beðið. Höfundur er rithöfundur og myndskreytir.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar