Tvílærbrotinn fluttur til legu á elliheimili fjarri fjölskyldunni Sveinn Arnarsson skrifar 24. október 2017 06:00 Staðgengill framkvæmdastjóra lækninga hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri segir skort á legurýmum þar. vísir/pjetur Í um það bil tíu skipti á ári þarf að flytja Akureyringa af Sjúkrahúsinu á Akureyri til legudvalar í öðrum sveitarfélögum. Ingvar Þóroddsson, staðgengill framkvæmdastjóra lækninga hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir ástæðuna vera skort á legurýmum á Akureyri. Forstöðumaður Öldrunarheimilis Akureyrar er ósammála því að það þurfi fleiri hjúkrunarrými. Einar Guðbjartsson, 66 ára íbúi á Akureyri, varð fyrir því óláni að tvílærbrotna í sumar. Hann var fluttur eftir aðgerð á öldrunarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði fjarri sínum nánustu og hefur engin tengsl við Ólafsfjörð.Halldór S. ?Guðmundsson. forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar„Ég er bara hérna í geymslu og hef verið síðan ágúst. Ég bíð eftir því að komast inn á Kristnes í endurhæfingu innan um aldraða sem hér búa á Hornbrekku. Þetta er löng ferð fyrir fjölskylduna ef þau vilja kíkja í kaffi til mín,“ segir Einar. Hann segir það afar undarlegt að þurfa að vera fluttur á milli sveitarfélaga vegna þessa óhapps og vill fyrir alla muni liggja á Akureyri frekar en á Ólafsfirði. „Það svo sem fer ágætlega um mig hér og ekkert við starfsfólkið hér að sakast. Það eru hins vegar bara fífl í þessari bæjarstjórn á Akureyri sem vilja frekar byggja rennibrautir en að byggja upp þjónustu í heilbrigðismálum.“ Ingvar Þóroddsson segir eina ástæðu þess að sjúklingar séu fluttir í aðrar stofnanir utan Akureyrar sé plássleysi á Akureyri. „Þegar einstaklingar eru í bið eftir því að komast í endurhæfingu og þurfa því að liggja lengi á hjúkrunarheimili er reynt eftir fremsta megni að hafa þá sem næst heimili sínu. Hins vegar gerist það að sjúklingar eru fluttir annað. Það er í sjálfu sér betra fyrir þá að vera í hjúkrunarrými en á bráðadeild þar sem erillinn er mikill,“ segir Ingvar. „Það væri auðvitað æskilegra ef hægt væri að setja upp fleiri legurými á Akureyri fyrir þennan hóp.“ Halldór Guðmundsson, forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar, segir ekki skort á dvalarrýmum. „Í raun gæti það verið að það séu of mörg hjúkrunarrými. Við þurfum heilsteypta samfellu í þjónustu fyrir þennan hóp frekar en aukna steinsteypu. Til að mynda er alltaf hópur sem á einhverjum tímapunkti þurfti á dvalarrými að halda en þarf það ekki í dag,“ segir Halldór. Einar er nú á Ólafsfirði og má ekki stíga í fótinn fyrr en í fyrsta lagi í desembermánuði. Endurhæfing hans mun fara fram á Kristnesi í Eyjafirði og því er nokkur tími þar til Einar kemst til síns heima á Akureyri. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Í um það bil tíu skipti á ári þarf að flytja Akureyringa af Sjúkrahúsinu á Akureyri til legudvalar í öðrum sveitarfélögum. Ingvar Þóroddsson, staðgengill framkvæmdastjóra lækninga hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir ástæðuna vera skort á legurýmum á Akureyri. Forstöðumaður Öldrunarheimilis Akureyrar er ósammála því að það þurfi fleiri hjúkrunarrými. Einar Guðbjartsson, 66 ára íbúi á Akureyri, varð fyrir því óláni að tvílærbrotna í sumar. Hann var fluttur eftir aðgerð á öldrunarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði fjarri sínum nánustu og hefur engin tengsl við Ólafsfjörð.Halldór S. ?Guðmundsson. forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar„Ég er bara hérna í geymslu og hef verið síðan ágúst. Ég bíð eftir því að komast inn á Kristnes í endurhæfingu innan um aldraða sem hér búa á Hornbrekku. Þetta er löng ferð fyrir fjölskylduna ef þau vilja kíkja í kaffi til mín,“ segir Einar. Hann segir það afar undarlegt að þurfa að vera fluttur á milli sveitarfélaga vegna þessa óhapps og vill fyrir alla muni liggja á Akureyri frekar en á Ólafsfirði. „Það svo sem fer ágætlega um mig hér og ekkert við starfsfólkið hér að sakast. Það eru hins vegar bara fífl í þessari bæjarstjórn á Akureyri sem vilja frekar byggja rennibrautir en að byggja upp þjónustu í heilbrigðismálum.“ Ingvar Þóroddsson segir eina ástæðu þess að sjúklingar séu fluttir í aðrar stofnanir utan Akureyrar sé plássleysi á Akureyri. „Þegar einstaklingar eru í bið eftir því að komast í endurhæfingu og þurfa því að liggja lengi á hjúkrunarheimili er reynt eftir fremsta megni að hafa þá sem næst heimili sínu. Hins vegar gerist það að sjúklingar eru fluttir annað. Það er í sjálfu sér betra fyrir þá að vera í hjúkrunarrými en á bráðadeild þar sem erillinn er mikill,“ segir Ingvar. „Það væri auðvitað æskilegra ef hægt væri að setja upp fleiri legurými á Akureyri fyrir þennan hóp.“ Halldór Guðmundsson, forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar, segir ekki skort á dvalarrýmum. „Í raun gæti það verið að það séu of mörg hjúkrunarrými. Við þurfum heilsteypta samfellu í þjónustu fyrir þennan hóp frekar en aukna steinsteypu. Til að mynda er alltaf hópur sem á einhverjum tímapunkti þurfti á dvalarrými að halda en þarf það ekki í dag,“ segir Halldór. Einar er nú á Ólafsfirði og má ekki stíga í fótinn fyrr en í fyrsta lagi í desembermánuði. Endurhæfing hans mun fara fram á Kristnesi í Eyjafirði og því er nokkur tími þar til Einar kemst til síns heima á Akureyri.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent