Skattagrýla gamla á stjái Ari Trausti Guðmundsson skrifar 24. október 2017 07:00 Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings og 338 milljarða heildartekjur til handa ríflega 20.000 manns. Fleira kemur þarna fram sem er í raun fjarri stefnumörkun flokka; þar á meðal VG. Hverjir tafsa sífellt um skattaálögur á alla gjaldendur, jafnt launamenn sem aðra, og lítt burðug fyrirtæki sem stór og hagnaðarsæl? Það gerir einn flokkur í ákveðnum tilgangi. Sjálfstæðismenn vekja upp gömlu Skattagrýlu til þess að hræða fólk frá að kjósa félagshyggjuflokka, einkum VG. Bent skal á að þeir hafa t.d. sjálfir hækkað matarskatt, hugðust hækka virðisaukaskatt í ferðaþjónustu og setja á vegtolla. Og af hverju? Af því að allir vita að slíkar tekjur eru nýttar í eitthvað jákvætt í augum skattheimtumannsins. Til að mynda vilja sjálfstæðismenn vegtolla til að flýta framkvæmdum í samvinnu ríkis og einkaaðila. Benda má á að gjald- og skattahækkanir frá 2013 og áfram lentu aðallega á 90% gjaldenda en hlífðu efnuðustu 10% þeirra. VG leggur áherslu á að leita margra leiða til að afla lágmarksupphæðar í brýnustu lagfæringar á helstu sviðum en hlífa um leið nær öllum tekjuhópum við skattaálögum. Við skulum íhuga hvort efnuðustu 10% landsmanna (sem eiga 2/3 hluta allra eigna), hópurinn í 10. tekjuflokki og 1-2% fjármagnstekjueigenda (sem eiga upp undir 50% fjármagnstekna) teljist aflögufær. Til viðbótar mætti horfa til hærri arðgreiðslna úr bönkum sem ríkið ræður yfir, til hluta af 43 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu og til auðlindagjalda stórra fyrirtækja með þéttan hagnað. Skattagrýla greyið er úrelt en þó reynt að telja fólki trú um að hún búi í samneyslunni. Höfundur er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings og 338 milljarða heildartekjur til handa ríflega 20.000 manns. Fleira kemur þarna fram sem er í raun fjarri stefnumörkun flokka; þar á meðal VG. Hverjir tafsa sífellt um skattaálögur á alla gjaldendur, jafnt launamenn sem aðra, og lítt burðug fyrirtæki sem stór og hagnaðarsæl? Það gerir einn flokkur í ákveðnum tilgangi. Sjálfstæðismenn vekja upp gömlu Skattagrýlu til þess að hræða fólk frá að kjósa félagshyggjuflokka, einkum VG. Bent skal á að þeir hafa t.d. sjálfir hækkað matarskatt, hugðust hækka virðisaukaskatt í ferðaþjónustu og setja á vegtolla. Og af hverju? Af því að allir vita að slíkar tekjur eru nýttar í eitthvað jákvætt í augum skattheimtumannsins. Til að mynda vilja sjálfstæðismenn vegtolla til að flýta framkvæmdum í samvinnu ríkis og einkaaðila. Benda má á að gjald- og skattahækkanir frá 2013 og áfram lentu aðallega á 90% gjaldenda en hlífðu efnuðustu 10% þeirra. VG leggur áherslu á að leita margra leiða til að afla lágmarksupphæðar í brýnustu lagfæringar á helstu sviðum en hlífa um leið nær öllum tekjuhópum við skattaálögum. Við skulum íhuga hvort efnuðustu 10% landsmanna (sem eiga 2/3 hluta allra eigna), hópurinn í 10. tekjuflokki og 1-2% fjármagnstekjueigenda (sem eiga upp undir 50% fjármagnstekna) teljist aflögufær. Til viðbótar mætti horfa til hærri arðgreiðslna úr bönkum sem ríkið ræður yfir, til hluta af 43 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu og til auðlindagjalda stórra fyrirtækja með þéttan hagnað. Skattagrýla greyið er úrelt en þó reynt að telja fólki trú um að hún búi í samneyslunni. Höfundur er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun