Aðgerðir í þágu ungs fólks á húsnæðismarkaði Guðrún Björnsdóttir og Ragna Sigurðardóttir skrifar 23. október 2017 07:00 Alþingiskosningar eru handan við hornið. Allir flokkar tala fyrir bættu húsnæðisástandi fyrir ungt fólk og aðra hópa. Jafnvel mætti segja að þverpólitísk samstaða virðist ríkja um að aðgerða sé þörf. Samkvæmt vísitölu félagslegra framfara (VVF – Social Progress Index) stendur Ísland sig ágætlega í alþjóðlegum samanburði, en aðeins Danmörk og Finnland eru ofar okkur í þeim samanburði sem birtist í ár. Þó kemur fram að við komum verr út á þremur sviðum; í menntun, umhverfisgæðum og húsnæðismálum. Ástandið í húsnæðismálum er áþreifanlegt. Á höfuðborgarsvæðinu hefur húsnæðismarkaður ekki náð að þróast þannig að framboð sé nægilegt fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði, hvort sem um er að ræða húsnæði til leigu eða sölu. Ástand hjá stúdentum sem sækja um leiguhúsnæði hjá Félagsstofnun stúdenta hefur verið afar erfitt og endurspeglar stöðu á almennum leigumarkaði. Langir biðlistar gefa til kynna að innkoma á almennan leigumarkað sé stúdentum gríðarlega erfið, bæði vegna skorts á framboði og verðlags. Um uppsafnaðan vanda er að ræða og stefnuleysi lagar hann ekki. Verðlagið stýrist m.a. af framboði. Vegna takmarkaðs framboðs hefur leigu- og söluverð hækkað síðustu ár. Ungt fólk situr fast í foreldrahúsum, jafnvel með eigin fjölskyldur. Sumir flosna upp úr námi og flytja jafnvel úr landi vegna húsnæðisskorts, enda er húsnæði forsenda þess að margir geti stundað nám hér á landi. Erfitt er að safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð án fjársterks baklands og staða leigjenda er slæm. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar vegna fyrstu íbúðarkaupa hefur verið innleidd til að stemma stigu við þessum vanda en greiningar sýna að sú leið gagnist síður þeim sem eru tekjulágir. Hærri og hagkvæmari húsnæðislán hafa verið nefnd sem önnur lausn. Ný tegund lána breytir þó litlu ef framboð er af skornum skammti. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg lagt áherslu á að gera ráð fyrir stúdentum og öðru ungu fólki við uppbyggingu borgarinnar. Til stendur að byggja um 4.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, án hagnaðarsjónarmiða, fyrir stúdenta og aðra hópa. Námsmenn og annað ungt fólk býr hins vegar víðar en í Reykjavík. Við hvetjum sveitarfélögin því til að sýna í verki að þau hafi ekki gleymt þessum hópi leigjenda. Haustið 2016 kynnti þáverandi ríkisstjórn til sögunnar stofnframlög með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi efnaminna fólks. Á vordögum kynntu fráfarandi ríkisstjórn og fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu svokallaðan húsnæðissáttmála, sem vakti von í annars dimmu umhverfi leigjenda. Um er að ræða aðgerðaráætlun í 14 skrefum sem ætlað er að koma böndum á neyðarástand á húsnæðismarkaði. Að allri þessari vinnu hefur fjöldi fólks úr flestum flokkum komið, bæði úr röðum þingsins og sveitarfélaganna. Mikilvægt er að sú vinna haldi áfram og jafnframt að unnið sé að því að einfalda ferla sem standa í vegi fyrir uppbyggingu húsnæðis, okkur öllum til heilla. Við vonumst til, hvernig sem komandi kosningar fara, að menn beri gæfu til að vinna áfram að sameiginlegri lausn í húsnæðismálum ungs fólks. Það þarf að gera þvert á flokka og með samvinnu allra þar til gerðra aðila. Hér er um stórkostlega hagsmuni stórs hóps í landinu að ræða og hún hefur áhrif á framtíð okkar allra.Höfundar eru framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar eru handan við hornið. Allir flokkar tala fyrir bættu húsnæðisástandi fyrir ungt fólk og aðra hópa. Jafnvel mætti segja að þverpólitísk samstaða virðist ríkja um að aðgerða sé þörf. Samkvæmt vísitölu félagslegra framfara (VVF – Social Progress Index) stendur Ísland sig ágætlega í alþjóðlegum samanburði, en aðeins Danmörk og Finnland eru ofar okkur í þeim samanburði sem birtist í ár. Þó kemur fram að við komum verr út á þremur sviðum; í menntun, umhverfisgæðum og húsnæðismálum. Ástandið í húsnæðismálum er áþreifanlegt. Á höfuðborgarsvæðinu hefur húsnæðismarkaður ekki náð að þróast þannig að framboð sé nægilegt fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði, hvort sem um er að ræða húsnæði til leigu eða sölu. Ástand hjá stúdentum sem sækja um leiguhúsnæði hjá Félagsstofnun stúdenta hefur verið afar erfitt og endurspeglar stöðu á almennum leigumarkaði. Langir biðlistar gefa til kynna að innkoma á almennan leigumarkað sé stúdentum gríðarlega erfið, bæði vegna skorts á framboði og verðlags. Um uppsafnaðan vanda er að ræða og stefnuleysi lagar hann ekki. Verðlagið stýrist m.a. af framboði. Vegna takmarkaðs framboðs hefur leigu- og söluverð hækkað síðustu ár. Ungt fólk situr fast í foreldrahúsum, jafnvel með eigin fjölskyldur. Sumir flosna upp úr námi og flytja jafnvel úr landi vegna húsnæðisskorts, enda er húsnæði forsenda þess að margir geti stundað nám hér á landi. Erfitt er að safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð án fjársterks baklands og staða leigjenda er slæm. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar vegna fyrstu íbúðarkaupa hefur verið innleidd til að stemma stigu við þessum vanda en greiningar sýna að sú leið gagnist síður þeim sem eru tekjulágir. Hærri og hagkvæmari húsnæðislán hafa verið nefnd sem önnur lausn. Ný tegund lána breytir þó litlu ef framboð er af skornum skammti. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg lagt áherslu á að gera ráð fyrir stúdentum og öðru ungu fólki við uppbyggingu borgarinnar. Til stendur að byggja um 4.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, án hagnaðarsjónarmiða, fyrir stúdenta og aðra hópa. Námsmenn og annað ungt fólk býr hins vegar víðar en í Reykjavík. Við hvetjum sveitarfélögin því til að sýna í verki að þau hafi ekki gleymt þessum hópi leigjenda. Haustið 2016 kynnti þáverandi ríkisstjórn til sögunnar stofnframlög með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi efnaminna fólks. Á vordögum kynntu fráfarandi ríkisstjórn og fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu svokallaðan húsnæðissáttmála, sem vakti von í annars dimmu umhverfi leigjenda. Um er að ræða aðgerðaráætlun í 14 skrefum sem ætlað er að koma böndum á neyðarástand á húsnæðismarkaði. Að allri þessari vinnu hefur fjöldi fólks úr flestum flokkum komið, bæði úr röðum þingsins og sveitarfélaganna. Mikilvægt er að sú vinna haldi áfram og jafnframt að unnið sé að því að einfalda ferla sem standa í vegi fyrir uppbyggingu húsnæðis, okkur öllum til heilla. Við vonumst til, hvernig sem komandi kosningar fara, að menn beri gæfu til að vinna áfram að sameiginlegri lausn í húsnæðismálum ungs fólks. Það þarf að gera þvert á flokka og með samvinnu allra þar til gerðra aðila. Hér er um stórkostlega hagsmuni stórs hóps í landinu að ræða og hún hefur áhrif á framtíð okkar allra.Höfundar eru framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun