Innlent

Air Berlin búið að greiða skuldina við Isavia

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þýska flugfélagið Air Berlin var úrskurðað gjaldþrota í ágúst síðastliðnum.
Þýska flugfélagið Air Berlin var úrskurðað gjaldþrota í ágúst síðastliðnum. Vísir/EPA
Þýska flugfélagði Air Berlin hefur greitt skuld sína við Isavia og er því Airbus 320 farþegaþota flugfélagsins ekki lengur kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Víkurfrétta.

Isavia kyrrsetti vélina á Keflavíkurflugvelli þann 20. október síðastliðinn vegna skuldar Air Berlin en flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í ágúst.

Guðni segir að vélin sé nú laus en flugfélagið á eftir að sækja hana. Hún sé því ennþá á flugvellinum og kveðst Guðni ekki vita hvenær hún verður sótt.

Aðspurður segir Guðni að Isavia fari ekkert út í skuldastöðu viðskiptavina fyrirtækisins, hvort sem um er að ræða tilfelli á borð við Air Berlin eða almennt. Því fæst það ekki uppgefið hversu mikið flugfélagið skuldaði Isavia.


Tengdar fréttir

Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík

Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×