Fráfarandi þingmenn eiga rétt á 70 milljónum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. október 2017 06:00 Sextán fráfarandi þingmenn eiga rétt á biðlaunum í þrjá til sex mánuði í kjölfar kosninganna þar sem fjórtán þeirra náðu ekki endurkjöri. vísir/stefán Fjórtán sitjandi þingmenn féllu af þingi í kosningunum á laugardag en tveir þingmenn gáfu ekki kost á sér. Þrátt fyrir að kjörtímabilið nú hafi aðeins verið eitt ár í stað fjögurra þá eiga allir þessir sextán þingmenn rétt á biðlaunum í þrjá til sex mánuði. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi sem í dag nemur rúmlega 1.100 þúsund krónum. Kjörnir þingmenn þurfa ekki að uppfylla nein sérstök skilyrði til að eiga þennan rétt, engu máli skiptir hversu lengi eða stutt þeir hafa setið né hversu langt eða stutt viðkomandi kjörtímabil er. Þeir sem sitja eitt kjörtímabil, jafnvel þótt það sé aðeins eitt ár eins og raunin var núna, eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði en þeir sem hafa setið tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á sex mánuðum. Þótt það hafi væntanlega reynst mörgum þingmönnum og ráðherrum áfall að ná ekki endurkjöri í kosningunum nú þá veitir biðlaunakerfið þeim ákveðið andrými til að koma undir sig fótunum á vinnumarkaði á ný. Öryggisnetið er þó víðfeðmara en hjá hinum hefðbundna launþega, því að í lögum um þingfararkaup segir að biðlaunin falli aðeins niður að fullu á biðlaunatímanum ef þingmenn ráði sig í starf sem fylgja jöfn eða hærri laun en sem nemur biðlaununum. Ef launin í nýja starfinu eru lægri ber ríkinu að greiða þingmanninum fyrrverandi launamismuninn til loka þriggja eða sex mánaða tímabilsins. Samantekt Fréttablaðsins leiddi í ljós að sex þingmenn eiga rétt á sex mánaða biðlaunum nú, þar af þrír úr röðum Sjálfstæðisflokksins, þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir, eiga sömuleiðis rétt á sex mánuðum sem og Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem ekki gaf kost á sér núna en hafði setið á þingi á tveimur kjörtímabilum. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gaf heldur ekki kost á sér en á rétt á þremur mánuðum. Hún hafði hins vegar lýst því yfir í Fréttablaðinu í ágúst að hún myndi ekki nýta rétt sinn til biðlauna. Hinir tíu þingmennirnir sem hverfa nú af þingi voru kjörnir á þing fyrir ári og eiga því rétt á þremur mánuðum. Að biðlaunum Theodóru undanskildum er því ljóst að þeir 15 þingmenn sem ekki náðu endurkjöri eiga samtals rétt á 69,4 milljónum króna í biðlaunagreiðslur næstu mánuði. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Fjórtán sitjandi þingmenn féllu af þingi í kosningunum á laugardag en tveir þingmenn gáfu ekki kost á sér. Þrátt fyrir að kjörtímabilið nú hafi aðeins verið eitt ár í stað fjögurra þá eiga allir þessir sextán þingmenn rétt á biðlaunum í þrjá til sex mánuði. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi sem í dag nemur rúmlega 1.100 þúsund krónum. Kjörnir þingmenn þurfa ekki að uppfylla nein sérstök skilyrði til að eiga þennan rétt, engu máli skiptir hversu lengi eða stutt þeir hafa setið né hversu langt eða stutt viðkomandi kjörtímabil er. Þeir sem sitja eitt kjörtímabil, jafnvel þótt það sé aðeins eitt ár eins og raunin var núna, eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði en þeir sem hafa setið tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á sex mánuðum. Þótt það hafi væntanlega reynst mörgum þingmönnum og ráðherrum áfall að ná ekki endurkjöri í kosningunum nú þá veitir biðlaunakerfið þeim ákveðið andrými til að koma undir sig fótunum á vinnumarkaði á ný. Öryggisnetið er þó víðfeðmara en hjá hinum hefðbundna launþega, því að í lögum um þingfararkaup segir að biðlaunin falli aðeins niður að fullu á biðlaunatímanum ef þingmenn ráði sig í starf sem fylgja jöfn eða hærri laun en sem nemur biðlaununum. Ef launin í nýja starfinu eru lægri ber ríkinu að greiða þingmanninum fyrrverandi launamismuninn til loka þriggja eða sex mánaða tímabilsins. Samantekt Fréttablaðsins leiddi í ljós að sex þingmenn eiga rétt á sex mánaða biðlaunum nú, þar af þrír úr röðum Sjálfstæðisflokksins, þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir, eiga sömuleiðis rétt á sex mánuðum sem og Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem ekki gaf kost á sér núna en hafði setið á þingi á tveimur kjörtímabilum. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gaf heldur ekki kost á sér en á rétt á þremur mánuðum. Hún hafði hins vegar lýst því yfir í Fréttablaðinu í ágúst að hún myndi ekki nýta rétt sinn til biðlauna. Hinir tíu þingmennirnir sem hverfa nú af þingi voru kjörnir á þing fyrir ári og eiga því rétt á þremur mánuðum. Að biðlaunum Theodóru undanskildum er því ljóst að þeir 15 þingmenn sem ekki náðu endurkjöri eiga samtals rétt á 69,4 milljónum króna í biðlaunagreiðslur næstu mánuði.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira