Hvíta húsið reynir að gera lítið úr meiriháttar loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2017 11:06 Loftslagsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif loftslagsbreytinga á Bandaríkin. Vísir/AFP Talsmenn Hvíta hússins hafa gripið til hefðbundins fyrirsláttar þeirra sem afneita loftslagsvísindum til þess að gera lítið úr niðurstöðum yfirgripsmikillar skýrslu um loftslagsbreytingar sem þrettán alríkisstofnanir tóku saman og birt var í gær. Vísa þeir þannig til þess að „loftslagið sé alltaf að breytast“. Skýrslan sem gerð var opinber í gær er afrakstur vinnu vísindamanna og sérfræðinga við stofnanir bandarísku alríkisstjórnarinnar en niðurstöður hennar ganga þvert á fullyrðingar Donalds Trump forseta og margra liðsmanna ríkisstjórnar hans um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó að ríkisstjórn Trump hafi leyft birtingu skýrslunnar hafa talsmenn Hvíta hússins reynt að gera sem minnst úr niðurstöðum hennar um að menn beri ábyrgð á hnattrænni hlýnun með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Sjá einnig:Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump „Loftslagið hefur breyst og er alltaf að breytast,“ sagði í yfirlýsingu sem það sendi hjá sér. Sú mantra hefur verið vinsælt viðkvæði þeirra sem hafna niðurstöðum vísindamanna um orsakir loftslagsbreytinga. Þá rangtúlkaði Hvíta húsið mat skýrsluhöfunda á óvissu um niðurstöðurnar. Raj Shah, einn talsmanna Hvíta hússins, sagði þannig að óvissa ríkti um hversu viðkvæmt loftslag jarðar væri fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, að því er segir í frétt BBC. Óvissan er hins vegar um hversu mikil hlýnun hefst af tiltekinni losun gróðurhúsalofttegunda en ekki hvort að hlýnunin muni eiga sér stað.Ítrekar niðurstöður um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytingaWashington Post segir að skýrslan gæti torveldað stjórn Trump að afnema loftslagsaðgerðir sem samþykktar voru í forsetatíð Baracks Obama. Hún renni nýjum og sterkari stoðum undir niðurstöðu Umhverfisstofnunarinnar um að hún þurfi að semja reglur um losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda sem var grundvöllur áætlunar Obama um að takmarka losun frá orkuverum í Bandaríkjunum og var hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum stjórnar hans. Staðhæfing Hvíta hússins og þeirra sem afneita loftslagsvísindum um að loftslag jarðar hafi breyst áður er rétt en loftslagsbreytingar hafa átt sér stað margoft í gegnum jarðsöguna. Það segir hins vegar ekkert um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Niðurstaða vísindamanna af fjölda ólíkra fræðisviði eftir viðamiklar ahuganar af fjölbreyttum toga er að menn valdi hnattrænni hlýnun með losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Í skýrslu alríkisstofnannana þrettán er þetta staðfest enn og aftur. Þar segir ennfremur að engin önnur sannfærandi skýring sé til staðar. Þar er einnig varað við afleiðingum loftslagsbreytinga, þar á meðal hækkandi yfirborð sjávar og rísandi meðalhiti jarðar með auknum veðuröfgum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Talsmenn Hvíta hússins hafa gripið til hefðbundins fyrirsláttar þeirra sem afneita loftslagsvísindum til þess að gera lítið úr niðurstöðum yfirgripsmikillar skýrslu um loftslagsbreytingar sem þrettán alríkisstofnanir tóku saman og birt var í gær. Vísa þeir þannig til þess að „loftslagið sé alltaf að breytast“. Skýrslan sem gerð var opinber í gær er afrakstur vinnu vísindamanna og sérfræðinga við stofnanir bandarísku alríkisstjórnarinnar en niðurstöður hennar ganga þvert á fullyrðingar Donalds Trump forseta og margra liðsmanna ríkisstjórnar hans um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó að ríkisstjórn Trump hafi leyft birtingu skýrslunnar hafa talsmenn Hvíta hússins reynt að gera sem minnst úr niðurstöðum hennar um að menn beri ábyrgð á hnattrænni hlýnun með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Sjá einnig:Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump „Loftslagið hefur breyst og er alltaf að breytast,“ sagði í yfirlýsingu sem það sendi hjá sér. Sú mantra hefur verið vinsælt viðkvæði þeirra sem hafna niðurstöðum vísindamanna um orsakir loftslagsbreytinga. Þá rangtúlkaði Hvíta húsið mat skýrsluhöfunda á óvissu um niðurstöðurnar. Raj Shah, einn talsmanna Hvíta hússins, sagði þannig að óvissa ríkti um hversu viðkvæmt loftslag jarðar væri fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, að því er segir í frétt BBC. Óvissan er hins vegar um hversu mikil hlýnun hefst af tiltekinni losun gróðurhúsalofttegunda en ekki hvort að hlýnunin muni eiga sér stað.Ítrekar niðurstöður um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytingaWashington Post segir að skýrslan gæti torveldað stjórn Trump að afnema loftslagsaðgerðir sem samþykktar voru í forsetatíð Baracks Obama. Hún renni nýjum og sterkari stoðum undir niðurstöðu Umhverfisstofnunarinnar um að hún þurfi að semja reglur um losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda sem var grundvöllur áætlunar Obama um að takmarka losun frá orkuverum í Bandaríkjunum og var hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum stjórnar hans. Staðhæfing Hvíta hússins og þeirra sem afneita loftslagsvísindum um að loftslag jarðar hafi breyst áður er rétt en loftslagsbreytingar hafa átt sér stað margoft í gegnum jarðsöguna. Það segir hins vegar ekkert um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Niðurstaða vísindamanna af fjölda ólíkra fræðisviði eftir viðamiklar ahuganar af fjölbreyttum toga er að menn valdi hnattrænni hlýnun með losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Í skýrslu alríkisstofnannana þrettán er þetta staðfest enn og aftur. Þar segir ennfremur að engin önnur sannfærandi skýring sé til staðar. Þar er einnig varað við afleiðingum loftslagsbreytinga, þar á meðal hækkandi yfirborð sjávar og rísandi meðalhiti jarðar með auknum veðuröfgum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58