Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2017 10:58 Loftslagsfundur SÞ hefst í Bonn í Þýskalandi á mánudag og stendur yfir í um tvær vikur,. Vísir/AFP Sendinefnd bandarískra stjórnvalda ætlar að kynna kol, jarðgas og kjarnorku sem lausn við loftslagsbreytingum á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku. Búist er við að sá málflutningur falli í grýttan jarðveg hjá fulltrúum annarra ríkja. New York Times segir að ríkisstjórn Donalds Trump leggi kynninguna upp sem umræðu um hvernig bandarískar orkuauðlindir, ekki síst jarðefnaeldsneyti, geti hjálpað fátækjum ríkjum að framleiða rafmagn og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti er hins vegar meginorsök loftslagsbreytinganna sem ríki heims reyna nú að takmarka. Því telur blaðið næsta víst að málflutningur Bandaríkjastjórnar muni vekja mikil viðbrögð. „Lönd eða fyrirtæki sem halda áfram að hampa áframhaldandi leit og vinnslu á kolum og jafnvel öðru jarðefnaeldsneyti héðan í frá væru vísvitandi að fremja glæp gegn mannkyninu og þau yrðu látin bera ábyrgð á því,“ hefur New York Times eftir Saleemul Huq, forstöðumanni Alþjóðlegrar miðstöðvar loftslagsbreytinga og þróunar í Bangladess sem veitir þróunarríkjum ráðgjöf í tengslum við viðræðurnar.Bandaríkin taka áfram þátt, þrátt fyrir yfirlýsingu TrumpDonald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann ætli að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Formlega getur hann hins vegar ekki gert það fyrr en haustið 2020 og í militíðinni taka Bandaríkin þátt í viðræðum á vettvangi loftslagssamningar SÞ. Markmið Parísarsamkomulagsins eru til ársins 2030 og eiga að taka við af seinna tímabili Kýótóbókunarinnar sem lýkur árið 2020. Ríkja heims ætla samkvæmt þeim að reyna að halda hlýnun jarðar innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sendinefnd bandarískra stjórnvalda ætlar að kynna kol, jarðgas og kjarnorku sem lausn við loftslagsbreytingum á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku. Búist er við að sá málflutningur falli í grýttan jarðveg hjá fulltrúum annarra ríkja. New York Times segir að ríkisstjórn Donalds Trump leggi kynninguna upp sem umræðu um hvernig bandarískar orkuauðlindir, ekki síst jarðefnaeldsneyti, geti hjálpað fátækjum ríkjum að framleiða rafmagn og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti er hins vegar meginorsök loftslagsbreytinganna sem ríki heims reyna nú að takmarka. Því telur blaðið næsta víst að málflutningur Bandaríkjastjórnar muni vekja mikil viðbrögð. „Lönd eða fyrirtæki sem halda áfram að hampa áframhaldandi leit og vinnslu á kolum og jafnvel öðru jarðefnaeldsneyti héðan í frá væru vísvitandi að fremja glæp gegn mannkyninu og þau yrðu látin bera ábyrgð á því,“ hefur New York Times eftir Saleemul Huq, forstöðumanni Alþjóðlegrar miðstöðvar loftslagsbreytinga og þróunar í Bangladess sem veitir þróunarríkjum ráðgjöf í tengslum við viðræðurnar.Bandaríkin taka áfram þátt, þrátt fyrir yfirlýsingu TrumpDonald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann ætli að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Formlega getur hann hins vegar ekki gert það fyrr en haustið 2020 og í militíðinni taka Bandaríkin þátt í viðræðum á vettvangi loftslagssamningar SÞ. Markmið Parísarsamkomulagsins eru til ársins 2030 og eiga að taka við af seinna tímabili Kýótóbókunarinnar sem lýkur árið 2020. Ríkja heims ætla samkvæmt þeim að reyna að halda hlýnun jarðar innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C ef þess er nokkur kostur.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17