Eigið fé jókst um 50 milljarða Sveinn Arnarsson skrifar 1. nóvember 2017 11:00 Myndin tekin í Reykjavíkurhöfn þegar LÍÚ beindi flota sínum þangað til að mótmæla kvótalögum. Vísir/vilhelm Eigið fé íslenskra útgerðarfyrirtækja hækkaði um tæpa fimmtíu milljarða milli áranna 2015 og 2016. Á sama tíma segja útgerðirnar að veiðigjöld séu of há. Eigið fé útgerðarinnar fór úr 251 í 299 milljarða á þessu tímabili samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Var því árið 2015 nokkuð hagfellt útgerðum hér á landi. Þó að rekstrartekjur fyrirtækjanna hafi dregist nokkuð mikið saman milli ára er útkoma fyrirtækjanna nokkuð góð. Afkomutölur sjávarútvegsins árið 2016 líta nokkuð vel út. Langtímaskuldir fyrirtækjanna lækka um 13 milljarða. Handbært fé þeirra hækkar um tólf milljarða og eigið fé um tæplega 50 eins og áður sagði. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í atvinnuveganefnd á síðasta kjörtímabili, segir stóru útgerðirnar ekki eiga í erfiðleikum með að greiða há veiðigjöld. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður á Lex lögmannsstofu.„Stóru fyrirtækin geta auðveldlega greitt veiðigjöld. Hins vegar hefur SFS ekki horft nógu vel á litlu og meðalstóru útgerðirnar. Þau fyrirtæki gætu átt erfiðara uppdráttar með hækkandi veiðigjöldum. Því þurfum við að huga að þeim en vissulega geta stóru útgerðirnar greitt veiðigjöld,“ segir Lilja Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir fyrirtækin standa ágætlega en óveðursský sé að finna á sjóndeildarhringnum. „Skuldir eru að lækka töluvert í sjávarútvegi og á sama tíma eru fyrirtæki í fjárfestingum. Það er því ekkert óeðlilegt við að eigið fé fyrirtækjanna sé að aukast,“ segir Heiðrún Lind. „Eigið fé segir svo ekkert um reksturinn almennt. Nýleg skýrsla Deloitte hefur bent á að hagnaður af eiginlegum rekstri dregst saman í sjávarútvegi og sýnir að blikur eru á lofti.“ Heiðrún Lind segir því veiðigjöld næsta fiskveiðiárs verða of há. „Veiðigjöld eru að tvöfaldast á milli ára og það er allt of hátt. Ef við leggjum aðeins saman tekjuskatt og veiðigjöld eru sjávarútvegsfyrirtækin að greiða um 38 prósent af hagnaði sínum í skatt,“ segir Heiðrún Lind og bendir á að sú skattlagning sé mun hærri en annarra fyrirtækja á landinu. Sjávarútvegur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Eigið fé íslenskra útgerðarfyrirtækja hækkaði um tæpa fimmtíu milljarða milli áranna 2015 og 2016. Á sama tíma segja útgerðirnar að veiðigjöld séu of há. Eigið fé útgerðarinnar fór úr 251 í 299 milljarða á þessu tímabili samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Var því árið 2015 nokkuð hagfellt útgerðum hér á landi. Þó að rekstrartekjur fyrirtækjanna hafi dregist nokkuð mikið saman milli ára er útkoma fyrirtækjanna nokkuð góð. Afkomutölur sjávarútvegsins árið 2016 líta nokkuð vel út. Langtímaskuldir fyrirtækjanna lækka um 13 milljarða. Handbært fé þeirra hækkar um tólf milljarða og eigið fé um tæplega 50 eins og áður sagði. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í atvinnuveganefnd á síðasta kjörtímabili, segir stóru útgerðirnar ekki eiga í erfiðleikum með að greiða há veiðigjöld. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður á Lex lögmannsstofu.„Stóru fyrirtækin geta auðveldlega greitt veiðigjöld. Hins vegar hefur SFS ekki horft nógu vel á litlu og meðalstóru útgerðirnar. Þau fyrirtæki gætu átt erfiðara uppdráttar með hækkandi veiðigjöldum. Því þurfum við að huga að þeim en vissulega geta stóru útgerðirnar greitt veiðigjöld,“ segir Lilja Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir fyrirtækin standa ágætlega en óveðursský sé að finna á sjóndeildarhringnum. „Skuldir eru að lækka töluvert í sjávarútvegi og á sama tíma eru fyrirtæki í fjárfestingum. Það er því ekkert óeðlilegt við að eigið fé fyrirtækjanna sé að aukast,“ segir Heiðrún Lind. „Eigið fé segir svo ekkert um reksturinn almennt. Nýleg skýrsla Deloitte hefur bent á að hagnaður af eiginlegum rekstri dregst saman í sjávarútvegi og sýnir að blikur eru á lofti.“ Heiðrún Lind segir því veiðigjöld næsta fiskveiðiárs verða of há. „Veiðigjöld eru að tvöfaldast á milli ára og það er allt of hátt. Ef við leggjum aðeins saman tekjuskatt og veiðigjöld eru sjávarútvegsfyrirtækin að greiða um 38 prósent af hagnaði sínum í skatt,“ segir Heiðrún Lind og bendir á að sú skattlagning sé mun hærri en annarra fyrirtækja á landinu.
Sjávarútvegur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira