Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2017 19:50 Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar nú þegar stærsta atvinnurekandi bæjarfélagsins, Frostfiskur, hefur ákveðið að flytja alla starfsemina í burtu af staðnum. „Mjög sorgleg staða, ömurlegt, ljót áhrif og mjög leiðinlegt“, er það sem íbúarnir hafa meðal annars að segja. Eins og við sögðum frá í fréttum í gærkvöldi þá hefur Frostfiskur ákveðið að hætta allri starfsemi í Þorlákshöfn og flytja með fiskvinnsluna til Hafnarfjarðar. Hjá fyrirtækinu vinna um 50 starfsmenn, hluti þeirra mun alveg missa vinnuna á meðan aðrir ætla að flytja með fyrirtækinu á höfuðborgarsvæðið. Íbúar í Þorlákshöfn eru miður sín vegna lokunar Frostfisks. „Það er bara ekki gott mál. Það er mjög vont að missa þetta fyrirtæki úr bænum. Þeir eru búnir að vera flottir hérna í öll þessi ári,“ segir Baldur Þór Ragnarsson. „Þetta hefur náttúrulega áhrif á allt bæjarlífið. Leikskóla, skóla og við þurfum bara að fá kvóta,“ segir Jón Svava Karlsdóttir. „Ég held að það hafi ljót áhrif, held ég,“ segir Jón Karlsson, spurður út í hvaða áhrif brottflutningur fyrirtækisins muni hafa á samfélagið. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Það eru margir að missa vinnuna,“ segir Katrín Stefánsdóttir. Þorsteinn Lýðsson telur að einhverjir muni flytja með fyrirtækinu. „Því miður. Það er dapurlegt.“ „Mér finnst þetta frekar sorglegt. Svona fyrir ekki stærra samfélag,“ segir Ingibjörg Aðalsteinsdóttir. Ljósin verða slökkt og skellt í lás hjá Frostfiski þann fyrsta febrúar 2018, eða eftir tvo og hálfan mánuð. Sjávarútvegur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar nú þegar stærsta atvinnurekandi bæjarfélagsins, Frostfiskur, hefur ákveðið að flytja alla starfsemina í burtu af staðnum. „Mjög sorgleg staða, ömurlegt, ljót áhrif og mjög leiðinlegt“, er það sem íbúarnir hafa meðal annars að segja. Eins og við sögðum frá í fréttum í gærkvöldi þá hefur Frostfiskur ákveðið að hætta allri starfsemi í Þorlákshöfn og flytja með fiskvinnsluna til Hafnarfjarðar. Hjá fyrirtækinu vinna um 50 starfsmenn, hluti þeirra mun alveg missa vinnuna á meðan aðrir ætla að flytja með fyrirtækinu á höfuðborgarsvæðið. Íbúar í Þorlákshöfn eru miður sín vegna lokunar Frostfisks. „Það er bara ekki gott mál. Það er mjög vont að missa þetta fyrirtæki úr bænum. Þeir eru búnir að vera flottir hérna í öll þessi ári,“ segir Baldur Þór Ragnarsson. „Þetta hefur náttúrulega áhrif á allt bæjarlífið. Leikskóla, skóla og við þurfum bara að fá kvóta,“ segir Jón Svava Karlsdóttir. „Ég held að það hafi ljót áhrif, held ég,“ segir Jón Karlsson, spurður út í hvaða áhrif brottflutningur fyrirtækisins muni hafa á samfélagið. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Það eru margir að missa vinnuna,“ segir Katrín Stefánsdóttir. Þorsteinn Lýðsson telur að einhverjir muni flytja með fyrirtækinu. „Því miður. Það er dapurlegt.“ „Mér finnst þetta frekar sorglegt. Svona fyrir ekki stærra samfélag,“ segir Ingibjörg Aðalsteinsdóttir. Ljósin verða slökkt og skellt í lás hjá Frostfiski þann fyrsta febrúar 2018, eða eftir tvo og hálfan mánuð.
Sjávarútvegur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira