4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2017 10:31 "Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. Vísir/Getty Rúmlega 4.400 konur sem starfa við lögmennsku eða innan dómskerfisins í Svíþjóð hafa lýst kynferðisbrotum og áreitni sem þær hafa orðið fyrir og hinni karllægu menningu innan stéttarinnar í grein sem birtist í Svenska Dagbladet í morgun. „Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. SVT segir frá því að konur sem starfa innan sænska dómskerfisins hafi ákveðið að stofna hóp á samfélagsmiðlum eftir að fjöldi kvenna innan stéttarinnar vildu segja frá reynslu sinni í kjölfar #metoo-umræðunnar. Á annan tug þúsunda kvenna eru nú í hópnum. Ein konan greinir frá því að annar eigandi á lögfræðistofu sinni hafi verið dæmdur fyrir kaup á vændi. Hann hafi ekki greint samstarfsfélögum sínum frá brotum sínum en að konurnar á stofunni hafi afhjúpað brot mannsins. „Hinir eigendurnir þögguðu málið. Hinn dæmdi eigandi aflaði jú mest allra á stofunni. Ég lét mig hverfa við fyrsta tækifæri,“ segir konan. Áreitt af saksóknara Önnur kona segist hafa verið áreitt af saksóknara nokkrum. Sá hafi hringt í hana á nóttunni, sent henni smáskilaboð og skilið eftir skilaboð í talhólfi hennar þrátt fyrir að hún hafi greint manninum frá því að hún hefði engan áhuga á honum. Eftir að hún hafnaði honum kallaði saksóknarinn konuna „helvítis hóru“, sagðist munu sverta mannorð hennar innan geirans og sjá til þess að hún myndi aldrei aftur geta starfað sem lögmaður. Þá segir kona frá því þegar hún sat fund með dómara, sem nú er á eftirlaunum, sem var með nauðgunarmál til umfjöllunar. Dómarinn hafi þá sýnt konunni myndir af þremur mönnum sem ákærðir voru í málinu og spurt hana hvern mannanna hún myndi helst vilja nauðga sér. Alls skrifa 4.446 konur undir yfirlýsinguna. Svíþjóð MeToo Tengdar fréttir 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Verið að bera konuna út Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Rúmlega 4.400 konur sem starfa við lögmennsku eða innan dómskerfisins í Svíþjóð hafa lýst kynferðisbrotum og áreitni sem þær hafa orðið fyrir og hinni karllægu menningu innan stéttarinnar í grein sem birtist í Svenska Dagbladet í morgun. „Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. SVT segir frá því að konur sem starfa innan sænska dómskerfisins hafi ákveðið að stofna hóp á samfélagsmiðlum eftir að fjöldi kvenna innan stéttarinnar vildu segja frá reynslu sinni í kjölfar #metoo-umræðunnar. Á annan tug þúsunda kvenna eru nú í hópnum. Ein konan greinir frá því að annar eigandi á lögfræðistofu sinni hafi verið dæmdur fyrir kaup á vændi. Hann hafi ekki greint samstarfsfélögum sínum frá brotum sínum en að konurnar á stofunni hafi afhjúpað brot mannsins. „Hinir eigendurnir þögguðu málið. Hinn dæmdi eigandi aflaði jú mest allra á stofunni. Ég lét mig hverfa við fyrsta tækifæri,“ segir konan. Áreitt af saksóknara Önnur kona segist hafa verið áreitt af saksóknara nokkrum. Sá hafi hringt í hana á nóttunni, sent henni smáskilaboð og skilið eftir skilaboð í talhólfi hennar þrátt fyrir að hún hafi greint manninum frá því að hún hefði engan áhuga á honum. Eftir að hún hafnaði honum kallaði saksóknarinn konuna „helvítis hóru“, sagðist munu sverta mannorð hennar innan geirans og sjá til þess að hún myndi aldrei aftur geta starfað sem lögmaður. Þá segir kona frá því þegar hún sat fund með dómara, sem nú er á eftirlaunum, sem var með nauðgunarmál til umfjöllunar. Dómarinn hafi þá sýnt konunni myndir af þremur mönnum sem ákærðir voru í málinu og spurt hana hvern mannanna hún myndi helst vilja nauðga sér. Alls skrifa 4.446 konur undir yfirlýsinguna.
Svíþjóð MeToo Tengdar fréttir 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Verið að bera konuna út Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10