Óbreytt staða í skattamálum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Jafnréttismál og kjör kvennastétta eru áberandi í viðræðum flokkanna um komandi kjaraviðræður. vísir/anton Ekki verður ráðist í skattahækkanir af hálfu þeirrar ríkisstjórnar sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn leitast nú við að mynda. Viðræður flokkanna um málefni eru mjög langt komnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum verða lagðar til hliðar að mestu en breytingar í skattamálum þó áformaðar í tengslum við kjaraviðræður til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins með áherslu á stöðugleika og jöfnuð. Stórátak í jafnréttismálum er einnig rætt af alvöru í tengslum við kjaraviðræðurnar, með áherslu á kjör kvennastétta. Eins og komið hefur ítrekað fram er lögð áhersla á það meðal flokkanna þriggja að einblína á stóru málin og reynt að finna sameiginlegan flöt á þeim en hvorki verður ráðist í grundvallarbreytingar á sjávarútvegs- né landbúnaðarmálum. Stjórnarskrárbreytingar verða ræddar út frá því sem samstaða getur náðst um og viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt þjóðaratkvæðagreiðslur og umhverfis- og auðlindaákvæði. Beðið er með formlegar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þeim verður skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái saman um málefnin. Ljóst er hins vegar að ekki er einhugur um hve mörg ráðuneyti hver og einn flokkur fær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Framsóknarflokkurinn ekki sætta sig við tvö ráðuneyti, enda með helmingi stærri þingflokk en Björt framtíð hafði á síðasta kjörtímabili. Sátt ríkir um að bæði Framsóknarflokkurinn fái þrjú ráðuneyti og Vinstri græn fái þrjú, þar á meðal forsætisráðuneytið. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á óbreyttan ráðherrafjölda, það eru sex ráðuneyti, enda eru þeir að gefa eftir forsætisráðuneytið og leggja höfuðáherslu á að þingstyrkur þeirra umfram hina flokkana endurspeglist með einhverjum hætti í stjórninni. Þó herma heimildir blaðsins að Sjálfstæðismenn muni sætta sig við fimm ráðuneyti, fái þeir þau ráðuneyti sem þeir leggja mesta áherslu á. Helst er að vænta ágreinings um ráðherrastóla milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Báðir flokkarnir leggja til að mynda áherslu á að fá utanríkismálin. Framsóknarmenn vilja setja Lilju í utanríkismálin þar sem fjármálaráðuneytið er frátekið fyrir Bjarna. Sjálfstæðismenn leggja hins vegar mikla áherslu á að vera málsvari þjóðarinnar á erlendri grundu með einhverjum hætti og fái þeir hvorki forsætið né embætti forseta Alþingis verði þeir að fá utanríkismálin. Búast má við að viðræður flokkanna gangi hratt næstu daga. Formið á viðræðunum verður þannig að málefnin verða tekin fyrir með skipulegri hætti og kallaðir verða til sérfræðingar úr ráðuneytum og stjórnsýslu til aðstoðar og ráðgjafar í hverju máli fyrir sig. Skipt verður í vinnuhópa þegar stóru línurnar hafa verið dregnar. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins er haldinn um næstu helgi, samkvæmt löngu boðaðri dagskrá og heimildir blaðsins herma að málefnavinnan í viðræðunum sé það langt komin að stefnt sé að því að stjórnarsáttmáli verði borinn undir atkvæði þar, eins og lög flokksins kveða á um, náist saman með forystumönnum á annað borð. Flokksráð hinna flokkanna tveggja verða einnig kölluð saman um leið og þingflokkar hafa tekið afstöðu til stjórnarsáttmála. Þá má búast við að nýrri ríkisstjórn verði gefið nokkurra daga svigrúm til að setja mark sitt á fjárlög áður en þing verður kallað saman, líklega upp úr næstu mánaðamótum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Ekki verður ráðist í skattahækkanir af hálfu þeirrar ríkisstjórnar sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn leitast nú við að mynda. Viðræður flokkanna um málefni eru mjög langt komnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum verða lagðar til hliðar að mestu en breytingar í skattamálum þó áformaðar í tengslum við kjaraviðræður til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins með áherslu á stöðugleika og jöfnuð. Stórátak í jafnréttismálum er einnig rætt af alvöru í tengslum við kjaraviðræðurnar, með áherslu á kjör kvennastétta. Eins og komið hefur ítrekað fram er lögð áhersla á það meðal flokkanna þriggja að einblína á stóru málin og reynt að finna sameiginlegan flöt á þeim en hvorki verður ráðist í grundvallarbreytingar á sjávarútvegs- né landbúnaðarmálum. Stjórnarskrárbreytingar verða ræddar út frá því sem samstaða getur náðst um og viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt þjóðaratkvæðagreiðslur og umhverfis- og auðlindaákvæði. Beðið er með formlegar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þeim verður skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái saman um málefnin. Ljóst er hins vegar að ekki er einhugur um hve mörg ráðuneyti hver og einn flokkur fær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Framsóknarflokkurinn ekki sætta sig við tvö ráðuneyti, enda með helmingi stærri þingflokk en Björt framtíð hafði á síðasta kjörtímabili. Sátt ríkir um að bæði Framsóknarflokkurinn fái þrjú ráðuneyti og Vinstri græn fái þrjú, þar á meðal forsætisráðuneytið. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á óbreyttan ráðherrafjölda, það eru sex ráðuneyti, enda eru þeir að gefa eftir forsætisráðuneytið og leggja höfuðáherslu á að þingstyrkur þeirra umfram hina flokkana endurspeglist með einhverjum hætti í stjórninni. Þó herma heimildir blaðsins að Sjálfstæðismenn muni sætta sig við fimm ráðuneyti, fái þeir þau ráðuneyti sem þeir leggja mesta áherslu á. Helst er að vænta ágreinings um ráðherrastóla milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Báðir flokkarnir leggja til að mynda áherslu á að fá utanríkismálin. Framsóknarmenn vilja setja Lilju í utanríkismálin þar sem fjármálaráðuneytið er frátekið fyrir Bjarna. Sjálfstæðismenn leggja hins vegar mikla áherslu á að vera málsvari þjóðarinnar á erlendri grundu með einhverjum hætti og fái þeir hvorki forsætið né embætti forseta Alþingis verði þeir að fá utanríkismálin. Búast má við að viðræður flokkanna gangi hratt næstu daga. Formið á viðræðunum verður þannig að málefnin verða tekin fyrir með skipulegri hætti og kallaðir verða til sérfræðingar úr ráðuneytum og stjórnsýslu til aðstoðar og ráðgjafar í hverju máli fyrir sig. Skipt verður í vinnuhópa þegar stóru línurnar hafa verið dregnar. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins er haldinn um næstu helgi, samkvæmt löngu boðaðri dagskrá og heimildir blaðsins herma að málefnavinnan í viðræðunum sé það langt komin að stefnt sé að því að stjórnarsáttmáli verði borinn undir atkvæði þar, eins og lög flokksins kveða á um, náist saman með forystumönnum á annað borð. Flokksráð hinna flokkanna tveggja verða einnig kölluð saman um leið og þingflokkar hafa tekið afstöðu til stjórnarsáttmála. Þá má búast við að nýrri ríkisstjórn verði gefið nokkurra daga svigrúm til að setja mark sitt á fjárlög áður en þing verður kallað saman, líklega upp úr næstu mánaðamótum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18