Lögreglan hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum MDMA : „Við þurfum að koma þessum efnum úr umferð“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2017 19:37 Neysla ungs fólks á eiturlyfjum virðist vera að færast í aukana að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa. Lögreglan leitar nú að ungum manni sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni á fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Áhyggjur eru af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Stúlkurnar, sem eru fimmtán ára gamlar, fundust meðvitundarlausar á tröppum á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær gerði lögreglan húsleit í nágrenni við Grettisgötu vegna málsins. Stúlkurnar voru hætt komnar þegar þær fundust og lagðar inn á gjörgæslu. Talið er að þær hafi misst meðvitund eftir að hafa tekið inn fíkniefnið MDMA. Þá leikur grunur á að stúlkurnar hafi einnig tekið önnur lyf. Stúlkurnar komust báðar til meðvitundar en önnur þurfti að fara í öndunarvél á gjörgæslu og komst til meðvitundar daginn eftir að hún fannst.Færist í aukana að yngri einstaklingar séu farnir að selja eiturlyfLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Þar eru tveir rannsakarar að vinna að málinu í þessum töluðu orðum við að reyna hafa uppi á þessum manni, salanum,“ segir Guðmundur en maðurinn fannst ekki við húsleitina sem gerð var í gær. „Við fengum úrskurð og fórum í húsleit til þess grunaða en þar fundum við fíkniefni og lyf,“ segir Guðmundur Páll. Hann segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Hún hafi verið töluverð undanfarið. Þá séu yngri einstaklingar farnir að selja eiturlyf. „Það virðist því miður færast í aukana og þessi söluaðili sem við erum að leita af er eitthvað um tvítugt,“ segir Guðmundur Páll.Telur efnið hafa verið eitrað Hann segir að efnið sem selt er sem MDMA sé mismunandi og missterkt og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. „Við þurfum að ná þessum manni úr umferð og koma þessum efnum úr umferð sem hann hefur verið að selja,“ segir Guðmundur og bætir við að áhyggjur séu af því að hann hafi selt fleirum efnið. „Hann veit greinilega ekki hvaða lyf hann er með í höndunum. Og þarna voru tvær stúlkur nærri látnar eftir að hafa tekið lyf frá þessum sala og við viljum ekki að fleiri lendi í þessu,“ segir Guðmundur Páll. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Neysla ungs fólks á eiturlyfjum virðist vera að færast í aukana að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa. Lögreglan leitar nú að ungum manni sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni á fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Áhyggjur eru af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Stúlkurnar, sem eru fimmtán ára gamlar, fundust meðvitundarlausar á tröppum á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær gerði lögreglan húsleit í nágrenni við Grettisgötu vegna málsins. Stúlkurnar voru hætt komnar þegar þær fundust og lagðar inn á gjörgæslu. Talið er að þær hafi misst meðvitund eftir að hafa tekið inn fíkniefnið MDMA. Þá leikur grunur á að stúlkurnar hafi einnig tekið önnur lyf. Stúlkurnar komust báðar til meðvitundar en önnur þurfti að fara í öndunarvél á gjörgæslu og komst til meðvitundar daginn eftir að hún fannst.Færist í aukana að yngri einstaklingar séu farnir að selja eiturlyfLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Þar eru tveir rannsakarar að vinna að málinu í þessum töluðu orðum við að reyna hafa uppi á þessum manni, salanum,“ segir Guðmundur en maðurinn fannst ekki við húsleitina sem gerð var í gær. „Við fengum úrskurð og fórum í húsleit til þess grunaða en þar fundum við fíkniefni og lyf,“ segir Guðmundur Páll. Hann segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Hún hafi verið töluverð undanfarið. Þá séu yngri einstaklingar farnir að selja eiturlyf. „Það virðist því miður færast í aukana og þessi söluaðili sem við erum að leita af er eitthvað um tvítugt,“ segir Guðmundur Páll.Telur efnið hafa verið eitrað Hann segir að efnið sem selt er sem MDMA sé mismunandi og missterkt og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. „Við þurfum að ná þessum manni úr umferð og koma þessum efnum úr umferð sem hann hefur verið að selja,“ segir Guðmundur og bætir við að áhyggjur séu af því að hann hafi selt fleirum efnið. „Hann veit greinilega ekki hvaða lyf hann er með í höndunum. Og þarna voru tvær stúlkur nærri látnar eftir að hafa tekið lyf frá þessum sala og við viljum ekki að fleiri lendi í þessu,“ segir Guðmundur Páll.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira