Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. nóvember 2017 18:33 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli sem hún hefur til rannsóknar. Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. Greint var frá því á þriðjudag að par, karl og kona, á fertugs og fimmtugsaldri hefði verið handtekið fyrr um daginn vegna gruns um umfangsmikla vændisstarfsemi. Karlinn er Íslendingur en konan af erlendu bergi brotin. Gerð var húsleit í þremur íbúðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og hald lagt á milljónir í reiðfé. Í tveimur íbúðanna voru þrjár konur á þrítugsaldri sem grunur leikur á að Parið hafi gert út í vændi. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 6. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi, segir að grunur leiki á að umrædd starfsemi hafi átt sér stað í einhvern tíma. „Við erum að tala um nokkra mánuði en það voru ákveðnar ástæður fyrir því að við ákváðum að grípa inn í á þriðjudaginn,“ segir Snorri en rannsókn lögreglu hafði staðið yfir í um þrjár vikur fyrir þann tíma. Í vikunni hefur lögreglan yfirheyrt sakborningana og vitni í málinu sem eru konurnar þrjár. Til rannsóknar er hvort þær séu þolendur mansals en þeim hefur öllum verið komið í viðeigandi úrræði. Þá er lögreglan einnig að rannsaka kaupendur í málinu. „Við teljum að fjöldi kaupenda hlaupi á tugum en við getum ekki farið nánar út í þær tölur og það verður bara að koma í ljós,“ segir Snorri og bætir við að þeir megi eiga von á því að vera boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu á næstunni en samkvæmt lögum er refsivert greiða eða heita greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi og geta kaupendur átt von á því að sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Það verður borið undir vitni eða sakborninga, þau gögn sem lögreglan hefur,“ segir Snorri. Snorri segir að málið sé umfangsmikið og óvenjulegt en þetta er fyrsta mál sinnar tegundar hérlendis frá því árið 2009 þegar Catalina Nocogo var sakfelld fyrir milligöngu vændis. Þá segir hann að mikil aukning hafi orðið í framboði vændis í Reykjavík. „Við höfum fengið upplýsingar um fleiri tilfelli það er staðreynd og við munum fylgja eftir því sem við teljum líklegt til árangurs í rannsóknum en ég vil ekki tjá mig um það hvort það séu fleiri svona mál til rannsóknar í dag,“ segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Par handtekið vegna gruns um vændisstarfsemi Gerð var húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag. 21. nóvember 2017 16:45 Grunur um umfangsmikla vændisstarfsemi: Lögreglan telur sig vita um kaupendur Lögreglan telur sig vita um einhverja kaupendur í máli þar sem grunur leikur á að par hafi staðið í umfangsmikilli vændisstarfsemi. 21. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli sem hún hefur til rannsóknar. Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. Greint var frá því á þriðjudag að par, karl og kona, á fertugs og fimmtugsaldri hefði verið handtekið fyrr um daginn vegna gruns um umfangsmikla vændisstarfsemi. Karlinn er Íslendingur en konan af erlendu bergi brotin. Gerð var húsleit í þremur íbúðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og hald lagt á milljónir í reiðfé. Í tveimur íbúðanna voru þrjár konur á þrítugsaldri sem grunur leikur á að Parið hafi gert út í vændi. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 6. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi, segir að grunur leiki á að umrædd starfsemi hafi átt sér stað í einhvern tíma. „Við erum að tala um nokkra mánuði en það voru ákveðnar ástæður fyrir því að við ákváðum að grípa inn í á þriðjudaginn,“ segir Snorri en rannsókn lögreglu hafði staðið yfir í um þrjár vikur fyrir þann tíma. Í vikunni hefur lögreglan yfirheyrt sakborningana og vitni í málinu sem eru konurnar þrjár. Til rannsóknar er hvort þær séu þolendur mansals en þeim hefur öllum verið komið í viðeigandi úrræði. Þá er lögreglan einnig að rannsaka kaupendur í málinu. „Við teljum að fjöldi kaupenda hlaupi á tugum en við getum ekki farið nánar út í þær tölur og það verður bara að koma í ljós,“ segir Snorri og bætir við að þeir megi eiga von á því að vera boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu á næstunni en samkvæmt lögum er refsivert greiða eða heita greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi og geta kaupendur átt von á því að sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Það verður borið undir vitni eða sakborninga, þau gögn sem lögreglan hefur,“ segir Snorri. Snorri segir að málið sé umfangsmikið og óvenjulegt en þetta er fyrsta mál sinnar tegundar hérlendis frá því árið 2009 þegar Catalina Nocogo var sakfelld fyrir milligöngu vændis. Þá segir hann að mikil aukning hafi orðið í framboði vændis í Reykjavík. „Við höfum fengið upplýsingar um fleiri tilfelli það er staðreynd og við munum fylgja eftir því sem við teljum líklegt til árangurs í rannsóknum en ég vil ekki tjá mig um það hvort það séu fleiri svona mál til rannsóknar í dag,“ segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi.
Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Par handtekið vegna gruns um vændisstarfsemi Gerð var húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag. 21. nóvember 2017 16:45 Grunur um umfangsmikla vændisstarfsemi: Lögreglan telur sig vita um kaupendur Lögreglan telur sig vita um einhverja kaupendur í máli þar sem grunur leikur á að par hafi staðið í umfangsmikilli vændisstarfsemi. 21. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30
Par handtekið vegna gruns um vændisstarfsemi Gerð var húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag. 21. nóvember 2017 16:45
Grunur um umfangsmikla vændisstarfsemi: Lögreglan telur sig vita um kaupendur Lögreglan telur sig vita um einhverja kaupendur í máli þar sem grunur leikur á að par hafi staðið í umfangsmikilli vændisstarfsemi. 21. nóvember 2017 19:58
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent