Notkun sykursýkislyfja þrefaldast frá aldamótum Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Æ fleiri hér á landi þurfa á liðsinni heilbrigðiskerfisins að halda vegna sykursýki 2 sem að langflestum er skilgreindur sem lífstílssjúkdómur. vísir/vilhelm Sykursýkislyfjanotkun Íslendinga hefur þrefaldast á þessari öld. Árið 2000 voru notaðir um 15 dagskammtar af sykursýkislyfjum á hverja þúsund íbúa hér á landi. Fimmtán árum síðar hafði þessi tala hækkað upp í 46 skammta. Þetta sýna tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum, segir sykursýki vera alheimsfaraldur. „Það er faraldur sykursýki í heiminum. Þessi faraldur hefur breiðst út í áratugi og snýr að langmestu leyti að lífsstíl okkar á Vesturlöndum,“ segir Rafn. „Við þyngjumst hratt hér á landi og hreyfingarleysi og offita fylgir gjarnan sykursýki af þessari gerð.“ Í grein í Læknablaðinu í október síðastliðnum fara sjö læknar undir stjórn Karls Andersens læknis hjá Hjartavernd yfir faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi síðustu fimmtíu ár. Þar kemur fram að fækkun ótímabærra dauðsfalla hefur verið mikil og áhættuþættir kransæðasjúkdóma hafa farið batnandi. Hins vegar hefur vaxandi offita og sykursýki dregið úr ávinningnum síðustu áratugi. „Allt bendir til þess að áframhaldandi aukning í offitu og sykursýki muni leiða til aukningar á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á komandi áratugum,“ segir í greininni. Notkun sykursýkislyfja hefur farið vaxandi í Skandinavíu undanfarin fimmtán ár. Síðustu áratugi hefur notkunin verið mun minni hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar eykst notkun hér á landi mun hraðar en í Skandinavíu. Þreföldun á fimmtán árum er mun meiri aukning en annars staðar. Á skömmum tíma er lyfjanotkun okkar Íslendinga nú ekki ósvipuð því sem gengur og gerist í Danmörku og Noregi. Birgir Jakobsson landlæknir segir þessa aukningu hér á landi vera birtingarmynd þess lífsstíls sem við lifum. „Það er hægt að fækka tilfellum af sykursýki 2 með aukinni hreyfingu og mun hollara mataræði en við neytum í dag. Því ætti það að vera keppikefli okkar allra að bættri heilsu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Sykursýkislyfjanotkun Íslendinga hefur þrefaldast á þessari öld. Árið 2000 voru notaðir um 15 dagskammtar af sykursýkislyfjum á hverja þúsund íbúa hér á landi. Fimmtán árum síðar hafði þessi tala hækkað upp í 46 skammta. Þetta sýna tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum, segir sykursýki vera alheimsfaraldur. „Það er faraldur sykursýki í heiminum. Þessi faraldur hefur breiðst út í áratugi og snýr að langmestu leyti að lífsstíl okkar á Vesturlöndum,“ segir Rafn. „Við þyngjumst hratt hér á landi og hreyfingarleysi og offita fylgir gjarnan sykursýki af þessari gerð.“ Í grein í Læknablaðinu í október síðastliðnum fara sjö læknar undir stjórn Karls Andersens læknis hjá Hjartavernd yfir faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi síðustu fimmtíu ár. Þar kemur fram að fækkun ótímabærra dauðsfalla hefur verið mikil og áhættuþættir kransæðasjúkdóma hafa farið batnandi. Hins vegar hefur vaxandi offita og sykursýki dregið úr ávinningnum síðustu áratugi. „Allt bendir til þess að áframhaldandi aukning í offitu og sykursýki muni leiða til aukningar á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á komandi áratugum,“ segir í greininni. Notkun sykursýkislyfja hefur farið vaxandi í Skandinavíu undanfarin fimmtán ár. Síðustu áratugi hefur notkunin verið mun minni hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar eykst notkun hér á landi mun hraðar en í Skandinavíu. Þreföldun á fimmtán árum er mun meiri aukning en annars staðar. Á skömmum tíma er lyfjanotkun okkar Íslendinga nú ekki ósvipuð því sem gengur og gerist í Danmörku og Noregi. Birgir Jakobsson landlæknir segir þessa aukningu hér á landi vera birtingarmynd þess lífsstíls sem við lifum. „Það er hægt að fækka tilfellum af sykursýki 2 með aukinni hreyfingu og mun hollara mataræði en við neytum í dag. Því ætti það að vera keppikefli okkar allra að bættri heilsu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira