Notkun sykursýkislyfja þrefaldast frá aldamótum Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Æ fleiri hér á landi þurfa á liðsinni heilbrigðiskerfisins að halda vegna sykursýki 2 sem að langflestum er skilgreindur sem lífstílssjúkdómur. vísir/vilhelm Sykursýkislyfjanotkun Íslendinga hefur þrefaldast á þessari öld. Árið 2000 voru notaðir um 15 dagskammtar af sykursýkislyfjum á hverja þúsund íbúa hér á landi. Fimmtán árum síðar hafði þessi tala hækkað upp í 46 skammta. Þetta sýna tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum, segir sykursýki vera alheimsfaraldur. „Það er faraldur sykursýki í heiminum. Þessi faraldur hefur breiðst út í áratugi og snýr að langmestu leyti að lífsstíl okkar á Vesturlöndum,“ segir Rafn. „Við þyngjumst hratt hér á landi og hreyfingarleysi og offita fylgir gjarnan sykursýki af þessari gerð.“ Í grein í Læknablaðinu í október síðastliðnum fara sjö læknar undir stjórn Karls Andersens læknis hjá Hjartavernd yfir faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi síðustu fimmtíu ár. Þar kemur fram að fækkun ótímabærra dauðsfalla hefur verið mikil og áhættuþættir kransæðasjúkdóma hafa farið batnandi. Hins vegar hefur vaxandi offita og sykursýki dregið úr ávinningnum síðustu áratugi. „Allt bendir til þess að áframhaldandi aukning í offitu og sykursýki muni leiða til aukningar á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á komandi áratugum,“ segir í greininni. Notkun sykursýkislyfja hefur farið vaxandi í Skandinavíu undanfarin fimmtán ár. Síðustu áratugi hefur notkunin verið mun minni hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar eykst notkun hér á landi mun hraðar en í Skandinavíu. Þreföldun á fimmtán árum er mun meiri aukning en annars staðar. Á skömmum tíma er lyfjanotkun okkar Íslendinga nú ekki ósvipuð því sem gengur og gerist í Danmörku og Noregi. Birgir Jakobsson landlæknir segir þessa aukningu hér á landi vera birtingarmynd þess lífsstíls sem við lifum. „Það er hægt að fækka tilfellum af sykursýki 2 með aukinni hreyfingu og mun hollara mataræði en við neytum í dag. Því ætti það að vera keppikefli okkar allra að bættri heilsu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sykursýkislyfjanotkun Íslendinga hefur þrefaldast á þessari öld. Árið 2000 voru notaðir um 15 dagskammtar af sykursýkislyfjum á hverja þúsund íbúa hér á landi. Fimmtán árum síðar hafði þessi tala hækkað upp í 46 skammta. Þetta sýna tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum, segir sykursýki vera alheimsfaraldur. „Það er faraldur sykursýki í heiminum. Þessi faraldur hefur breiðst út í áratugi og snýr að langmestu leyti að lífsstíl okkar á Vesturlöndum,“ segir Rafn. „Við þyngjumst hratt hér á landi og hreyfingarleysi og offita fylgir gjarnan sykursýki af þessari gerð.“ Í grein í Læknablaðinu í október síðastliðnum fara sjö læknar undir stjórn Karls Andersens læknis hjá Hjartavernd yfir faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi síðustu fimmtíu ár. Þar kemur fram að fækkun ótímabærra dauðsfalla hefur verið mikil og áhættuþættir kransæðasjúkdóma hafa farið batnandi. Hins vegar hefur vaxandi offita og sykursýki dregið úr ávinningnum síðustu áratugi. „Allt bendir til þess að áframhaldandi aukning í offitu og sykursýki muni leiða til aukningar á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á komandi áratugum,“ segir í greininni. Notkun sykursýkislyfja hefur farið vaxandi í Skandinavíu undanfarin fimmtán ár. Síðustu áratugi hefur notkunin verið mun minni hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar eykst notkun hér á landi mun hraðar en í Skandinavíu. Þreföldun á fimmtán árum er mun meiri aukning en annars staðar. Á skömmum tíma er lyfjanotkun okkar Íslendinga nú ekki ósvipuð því sem gengur og gerist í Danmörku og Noregi. Birgir Jakobsson landlæknir segir þessa aukningu hér á landi vera birtingarmynd þess lífsstíls sem við lifum. „Það er hægt að fækka tilfellum af sykursýki 2 með aukinni hreyfingu og mun hollara mataræði en við neytum í dag. Því ætti það að vera keppikefli okkar allra að bættri heilsu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira