Samfélagsleg ábyrgð gagnvart fötluðum börnum Sigrún Birgisdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Dagur mannréttinda barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur um allan heim 20. nóvember sl. og 3. desember nk. er alþjóðadagur fatlaðs fólks og af því tilefni verður hér á landi eins og hvarvetna í heiminum minnt á mannréttindi fatlaðs fólks sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í báðum þessum mikilvægu mannréttindasamningum sem Ísland hefur undirgengist, eins og langflest ríki í heiminum, er mjög mikil áhersla lögð á skyldu samfélaga til að veita fötluðum börnum tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við önnur börn og með öðrum börnum. Þetta eru ekki að ástæðulausu sérstök áhersluatriði í samningunum. Fötluð börn hafa þurft og þurfa enn alls staðar að þola margvíslega og mikla mismunun og aðgreiningu á nánast öllum sviðum samfélagsins. Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn. Það er mjög mikið til í því. Í þeim samfélögum þar sem þannig er búið að börnum að þau njóta þroskavænlegra aðstæðna, lífsgæða og tækifæra forgangsraða stjórnvöld í þágu barna og hagsmuna þeirra. Fólkið og fyrirtækin líta þar svo á að þau beri einnig mikla ábyrgð á því að öll börn og þar með talið fötluð börn fái þessi tækifæri til að þroskast og njóta lífsins, samfélags við aðra og hæfileika sinna. Mikil vonbrigði Hér á landi er ýmislegt vel gert í þessum efnum og sumt mjög vel þó að margt megi þar betur fara og sumt miklu betur. Mörg fyrirtæki sýna t.a.m. samfélagslega ábyrgð gagnvart börnum með því að leggja með ýmsum hætti áherslu á jákvætt viðmót gagnvart þeim og ekki aðeins í orði, heldur í verki og ekki bara til að græða meiri peninga. IKEA er þannig fyrirtæki og hefur og ekki að ástæðulausu jákvæða ímynd að þessu leyti. Það kom því á óvart og urðu okkur mikil vonbrigði að þetta öfluga og heimþekkta fyrirtæki skuli ekki sjá sér fært að gera viðeigandi ráðstafanir til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í „Smálandi“ í IKEA-versluninni hér á landi eins og önnur börn, þrátt fyrir óskir samtaka okkar um það og skýr tilmæli umboðsmanns barna til fyrirtækisins um að gera það. En eins og flestir vita hefur umboðsmaður barna það hlutverk lögum samkvæmt að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna. Þegar fötluð börn fá ekki tækifæri til til að leika sér eins og önnur börn og með öðrum börnum verða þau ekki aðeins fyrir mismunun vegna fötlunar sinnar til afþreyingar og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem hún veitir. Slík mismunun er einnig afar sár fyrir börnin, dregur úr sjálfstrausti þeirra og vekur tilfinningar um höfnun og útilokun. Við viljum því enn beina þeirri eindregnu ósk til forsvarsfólks IKEA á Íslandi að gera það sem gera þarf til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í verslun fyrirtækisins eins og önnur börn og án aðgreiningar frá öðrum börnum. Þannig getur fyrirtækið sýnt vilja sinn til samfélagslegrar ábyrgðar í verki og lagt sitt lóð á vogarskál til að stuðla að því að mannréttindasamningarnir um réttindi barna og réttindi fatlaðs fólks nái þeim tilgangi sínum að auka tækifæri og bæta lífsgæði fatlaðra barna. Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Árni Múli Jónasson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur um allan heim 20. nóvember sl. og 3. desember nk. er alþjóðadagur fatlaðs fólks og af því tilefni verður hér á landi eins og hvarvetna í heiminum minnt á mannréttindi fatlaðs fólks sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í báðum þessum mikilvægu mannréttindasamningum sem Ísland hefur undirgengist, eins og langflest ríki í heiminum, er mjög mikil áhersla lögð á skyldu samfélaga til að veita fötluðum börnum tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við önnur börn og með öðrum börnum. Þetta eru ekki að ástæðulausu sérstök áhersluatriði í samningunum. Fötluð börn hafa þurft og þurfa enn alls staðar að þola margvíslega og mikla mismunun og aðgreiningu á nánast öllum sviðum samfélagsins. Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn. Það er mjög mikið til í því. Í þeim samfélögum þar sem þannig er búið að börnum að þau njóta þroskavænlegra aðstæðna, lífsgæða og tækifæra forgangsraða stjórnvöld í þágu barna og hagsmuna þeirra. Fólkið og fyrirtækin líta þar svo á að þau beri einnig mikla ábyrgð á því að öll börn og þar með talið fötluð börn fái þessi tækifæri til að þroskast og njóta lífsins, samfélags við aðra og hæfileika sinna. Mikil vonbrigði Hér á landi er ýmislegt vel gert í þessum efnum og sumt mjög vel þó að margt megi þar betur fara og sumt miklu betur. Mörg fyrirtæki sýna t.a.m. samfélagslega ábyrgð gagnvart börnum með því að leggja með ýmsum hætti áherslu á jákvætt viðmót gagnvart þeim og ekki aðeins í orði, heldur í verki og ekki bara til að græða meiri peninga. IKEA er þannig fyrirtæki og hefur og ekki að ástæðulausu jákvæða ímynd að þessu leyti. Það kom því á óvart og urðu okkur mikil vonbrigði að þetta öfluga og heimþekkta fyrirtæki skuli ekki sjá sér fært að gera viðeigandi ráðstafanir til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í „Smálandi“ í IKEA-versluninni hér á landi eins og önnur börn, þrátt fyrir óskir samtaka okkar um það og skýr tilmæli umboðsmanns barna til fyrirtækisins um að gera það. En eins og flestir vita hefur umboðsmaður barna það hlutverk lögum samkvæmt að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna. Þegar fötluð börn fá ekki tækifæri til til að leika sér eins og önnur börn og með öðrum börnum verða þau ekki aðeins fyrir mismunun vegna fötlunar sinnar til afþreyingar og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem hún veitir. Slík mismunun er einnig afar sár fyrir börnin, dregur úr sjálfstrausti þeirra og vekur tilfinningar um höfnun og útilokun. Við viljum því enn beina þeirri eindregnu ósk til forsvarsfólks IKEA á Íslandi að gera það sem gera þarf til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í verslun fyrirtækisins eins og önnur börn og án aðgreiningar frá öðrum börnum. Þannig getur fyrirtækið sýnt vilja sinn til samfélagslegrar ábyrgðar í verki og lagt sitt lóð á vogarskál til að stuðla að því að mannréttindasamningarnir um réttindi barna og réttindi fatlaðs fólks nái þeim tilgangi sínum að auka tækifæri og bæta lífsgæði fatlaðra barna. Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna þroskahjálpar.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun