Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. desember 2017 13:53 Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Vísir/Eyþór Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórum einstaklingum hefur verið ráðinn bani á árinu. Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við í miðbæ Reykjavíkur var á 21. aldursári. Atvikið átti sér stað á fimmta tímanum, aðfaranótt sunndagsins 3. desember. Maðurinn sem lést hét Klevis Sula. Hann var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið honum að bana. Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland í gærkvöldi. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir Klevis hafa verið frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað.Fjórða manndrápsmálið Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani um miðjan janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í júní. Þá var Sanitu Brauna, 44 ára konu frá Lettlandi, ráðinn bani á heimili sínu í september. Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það hafi að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Stundum eru ár þar sem ekkert manndráp er framið. Svo koma önnur ár þar sem þau hafa farið alveg upp í fimm á einu ári. Að jafnaði eru þau í kringum tvö á ári.“ Rannveig segir að málin séu óvenju mörg í ár. „Það er í hærri kantinum, sannarlega.“ Hún segir að þó megi ekki draga of miklar ályktanir af fjölda málanna. „Það held ég að við getum ekki gert með svona stutt tímabil og sérstaklega þar sem við höfum séð svona sveiflur áður,“ segir Rannveig. Tengdar fréttir Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórum einstaklingum hefur verið ráðinn bani á árinu. Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við í miðbæ Reykjavíkur var á 21. aldursári. Atvikið átti sér stað á fimmta tímanum, aðfaranótt sunndagsins 3. desember. Maðurinn sem lést hét Klevis Sula. Hann var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið honum að bana. Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland í gærkvöldi. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir Klevis hafa verið frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað.Fjórða manndrápsmálið Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani um miðjan janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í júní. Þá var Sanitu Brauna, 44 ára konu frá Lettlandi, ráðinn bani á heimili sínu í september. Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það hafi að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Stundum eru ár þar sem ekkert manndráp er framið. Svo koma önnur ár þar sem þau hafa farið alveg upp í fimm á einu ári. Að jafnaði eru þau í kringum tvö á ári.“ Rannveig segir að málin séu óvenju mörg í ár. „Það er í hærri kantinum, sannarlega.“ Hún segir að þó megi ekki draga of miklar ályktanir af fjölda málanna. „Það held ég að við getum ekki gert með svona stutt tímabil og sérstaklega þar sem við höfum séð svona sveiflur áður,“ segir Rannveig.
Tengdar fréttir Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29