Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. desember 2017 13:53 Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Vísir/Eyþór Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórum einstaklingum hefur verið ráðinn bani á árinu. Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við í miðbæ Reykjavíkur var á 21. aldursári. Atvikið átti sér stað á fimmta tímanum, aðfaranótt sunndagsins 3. desember. Maðurinn sem lést hét Klevis Sula. Hann var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið honum að bana. Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland í gærkvöldi. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir Klevis hafa verið frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað.Fjórða manndrápsmálið Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani um miðjan janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í júní. Þá var Sanitu Brauna, 44 ára konu frá Lettlandi, ráðinn bani á heimili sínu í september. Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það hafi að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Stundum eru ár þar sem ekkert manndráp er framið. Svo koma önnur ár þar sem þau hafa farið alveg upp í fimm á einu ári. Að jafnaði eru þau í kringum tvö á ári.“ Rannveig segir að málin séu óvenju mörg í ár. „Það er í hærri kantinum, sannarlega.“ Hún segir að þó megi ekki draga of miklar ályktanir af fjölda málanna. „Það held ég að við getum ekki gert með svona stutt tímabil og sérstaklega þar sem við höfum séð svona sveiflur áður,“ segir Rannveig. Tengdar fréttir Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórum einstaklingum hefur verið ráðinn bani á árinu. Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við í miðbæ Reykjavíkur var á 21. aldursári. Atvikið átti sér stað á fimmta tímanum, aðfaranótt sunndagsins 3. desember. Maðurinn sem lést hét Klevis Sula. Hann var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið honum að bana. Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland í gærkvöldi. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir Klevis hafa verið frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað.Fjórða manndrápsmálið Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani um miðjan janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í júní. Þá var Sanitu Brauna, 44 ára konu frá Lettlandi, ráðinn bani á heimili sínu í september. Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það hafi að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Stundum eru ár þar sem ekkert manndráp er framið. Svo koma önnur ár þar sem þau hafa farið alveg upp í fimm á einu ári. Að jafnaði eru þau í kringum tvö á ári.“ Rannveig segir að málin séu óvenju mörg í ár. „Það er í hærri kantinum, sannarlega.“ Hún segir að þó megi ekki draga of miklar ályktanir af fjölda málanna. „Það held ég að við getum ekki gert með svona stutt tímabil og sérstaklega þar sem við höfum séð svona sveiflur áður,“ segir Rannveig.
Tengdar fréttir Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29