Katrín segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2017 13:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. vísir/ernir Forsætisráðherra segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram á fimmtudag. Útgjaldatillögur þess verði hóflegar. En Samtök atvinnulífsins hafa áhyggjur af því að boginn sé spenntur of hátt og ekki verði hugað nóg að greiðslu skulda ríkissjóðs. Samtök atvinnulífsins birtu á heimasíðu síðu sinni í gær greiningu á markmiðum stjórnarsáttmálans. Samtökin telja að nái öll markmið hans fram að ganga muni útgjöld ríkisins aukast um 90 milljarða á ári en nú þegar séu þau um 40 prósent af landsframleiðslu sem sé með því mesta sem þekkist inna Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ástæðu til að óttast stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Það tel ég nú ekki ekki vera. Ég tel þær tillögur sem verða lagðar fram í fjárlagafrumvarpinu mjög hófstilltar. Og í raun og veru taka bara á því brýnasta sem lýtur að hinum samfélagslegu innviðum. Í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngumálum,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin afgreiddi fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti á fundi á þriðjudag og sama dag voru drög að frumvarpinu lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fer síðan fram á Alþingi á fimmtudag í næstu viku og umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verður þá um kvöldið. „Síðan munum við eins og ég hef áður sagt leggja fram langtímasýn inn í fjármálaáætlun. En það liggur algerlega fyrir að þessi ríkisstjórn einsetur sér að hin efnahagslega hagsæld sem hér hefur verið skili sér í auknum mæli annars vegar inn í samfélagið og og hins vegar betur til almennings í landinu. Það er okkar verkefni á þessu kjörtímabili. Það gerum við að sjálfsögðu með það í huga að viðhalda hér stöðugleika í efnahagslífinu og þannig með ábyrgri stjórn ríkisfjármála,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin óttast að með auknum útgjöldum ríkissjóðs, sem geti orðið allt að 90 milljarðar á ári samkvæmt stjórnarsáttmálanum gangi allt eftir, verði ekki hugað nægjanlega að lækkun skulda ríkissjóðs. „Það sem við verðum að hafa í huga er að útgjöld ríkissjóðs eru núna með því hæsta sem gerist innan OECD. Eða rétt um 40% af landsframleiðslu. Í mínum huga blasir því við að núna er ekki rétti tíminn til að auka verulega umsvif ríkissjóðs í hagkerfinu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Forsætisráðherra segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram á fimmtudag. Útgjaldatillögur þess verði hóflegar. En Samtök atvinnulífsins hafa áhyggjur af því að boginn sé spenntur of hátt og ekki verði hugað nóg að greiðslu skulda ríkissjóðs. Samtök atvinnulífsins birtu á heimasíðu síðu sinni í gær greiningu á markmiðum stjórnarsáttmálans. Samtökin telja að nái öll markmið hans fram að ganga muni útgjöld ríkisins aukast um 90 milljarða á ári en nú þegar séu þau um 40 prósent af landsframleiðslu sem sé með því mesta sem þekkist inna Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ástæðu til að óttast stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Það tel ég nú ekki ekki vera. Ég tel þær tillögur sem verða lagðar fram í fjárlagafrumvarpinu mjög hófstilltar. Og í raun og veru taka bara á því brýnasta sem lýtur að hinum samfélagslegu innviðum. Í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngumálum,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin afgreiddi fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti á fundi á þriðjudag og sama dag voru drög að frumvarpinu lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fer síðan fram á Alþingi á fimmtudag í næstu viku og umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verður þá um kvöldið. „Síðan munum við eins og ég hef áður sagt leggja fram langtímasýn inn í fjármálaáætlun. En það liggur algerlega fyrir að þessi ríkisstjórn einsetur sér að hin efnahagslega hagsæld sem hér hefur verið skili sér í auknum mæli annars vegar inn í samfélagið og og hins vegar betur til almennings í landinu. Það er okkar verkefni á þessu kjörtímabili. Það gerum við að sjálfsögðu með það í huga að viðhalda hér stöðugleika í efnahagslífinu og þannig með ábyrgri stjórn ríkisfjármála,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin óttast að með auknum útgjöldum ríkissjóðs, sem geti orðið allt að 90 milljarðar á ári samkvæmt stjórnarsáttmálanum gangi allt eftir, verði ekki hugað nægjanlega að lækkun skulda ríkissjóðs. „Það sem við verðum að hafa í huga er að útgjöld ríkissjóðs eru núna með því hæsta sem gerist innan OECD. Eða rétt um 40% af landsframleiðslu. Í mínum huga blasir því við að núna er ekki rétti tíminn til að auka verulega umsvif ríkissjóðs í hagkerfinu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00
Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00
Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45