Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 14:44 Loftslagslíkön líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands og sólargeisla sem saman stjórna loftslagi jarðarinnar. Vísir/AFP Hermilíkön sem ná best að fanga núverandi aðstæður í loftslagi jarðar eru einnig þau sem gera sýna mesta hlýnun með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er niðurstaða nýrrari tölfræðilegrar rannsóknar á loftslagslíkönum. Loftslagsvísindamenn nota hermilíkön til að meta hvaða áhrif aukinn styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar gæti haft á meðalhita jarðar í framtíðinni. Líkönin líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands, íss og geislunar sólar með flóknum stærðfræðilegum aðferðum. Í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í gær skoðuðu vísindamenn hvaða líkön næðu best að líkja eftir þeim aðstæðum sem nú eru fyrir hendi ofarlega í lofthjúpi jarðar. Niðurstaða þeirra var að nákvæmari líkönin um þetta gerði ráð fyrir meiri hlýnun í framtíðinni en þau sem ná verr að líkja eftir núverandi aðstæðum, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Nákvæmari líkönin sýndu um 15% meiri hlýnun en hin miðað við áframhaldandi mikla losun gróðurhúsalofttegunda, um 4,8°C fyrir lok þessarar aldar á móti 4,3°C. Patrick Brown frá Carnegie-vísindastofnun Stanford-háskóla og annar höfundur rannsóknarinnar segir að niðurstöðurnar gætu þýtt að menn þyrftu að draga enn meira úr losun á gróðurhúsalofttegundum ef þeir ætla sér að ná markmiðum um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um.Óvissa um ský það sem skilur á milli Aðrir vísindamenn sem Washington Post ræddi við um rannsóknina töldu hana áhugaverða en að niðurstöður hennar væru ekki afgerandi. Óvissa um áhrif skýja á loftslagið er sögð það sem skilur á milli líkananna. Ský hafa bæði áhrif til hlýnunar og kólnunar loftslagsins. Annars vegar kæla þau yfirborð jarðar með því að endurvarpa sólargeislum aftur í geim en á hinn bóginn valda þau hlýnun með því að halda inni varmageislun nærri yfirborðinu. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að líkja eftir hegðun skýja í hermilíkönum. Þau geta engu að síður haft mikil áhrif á svörun loftslagsins við hnattrænni hlýnun. Michael Winton, loftslagslíkanasmiður hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA), segir að skýin séu veikur hlekkur í loftslagslíkönum. Ben Sanderson, loftslagsvísindamaður frá Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna, bendir á að áhrifin sem fundust í rannsókninni séu mögulega ekki raunveruleg enda byggi líkönin sem voru skoðuð mörg á sameiginlegum grunni. „Þessari nálgun er ætlað að finna tengsl á milli framtíðarhitastigs og athugana sem við gerum í dag. Vandamálið er að við erum ekki með nógu mörg líkön til að álykta að tengslin séu áreiðanleg,“ segir Sanderson. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA sem heldur utan um hitastigstölur, bendir á að loftslagslíkön framtíðarinnar gætu eytt muninum sem sést í rannsókninni nú. Þá sé munurinn á framtíðarhita sem ólík líkön spá tiltölulega lítill. Loftslagsmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Hermilíkön sem ná best að fanga núverandi aðstæður í loftslagi jarðar eru einnig þau sem gera sýna mesta hlýnun með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er niðurstaða nýrrari tölfræðilegrar rannsóknar á loftslagslíkönum. Loftslagsvísindamenn nota hermilíkön til að meta hvaða áhrif aukinn styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar gæti haft á meðalhita jarðar í framtíðinni. Líkönin líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands, íss og geislunar sólar með flóknum stærðfræðilegum aðferðum. Í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í gær skoðuðu vísindamenn hvaða líkön næðu best að líkja eftir þeim aðstæðum sem nú eru fyrir hendi ofarlega í lofthjúpi jarðar. Niðurstaða þeirra var að nákvæmari líkönin um þetta gerði ráð fyrir meiri hlýnun í framtíðinni en þau sem ná verr að líkja eftir núverandi aðstæðum, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Nákvæmari líkönin sýndu um 15% meiri hlýnun en hin miðað við áframhaldandi mikla losun gróðurhúsalofttegunda, um 4,8°C fyrir lok þessarar aldar á móti 4,3°C. Patrick Brown frá Carnegie-vísindastofnun Stanford-háskóla og annar höfundur rannsóknarinnar segir að niðurstöðurnar gætu þýtt að menn þyrftu að draga enn meira úr losun á gróðurhúsalofttegundum ef þeir ætla sér að ná markmiðum um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um.Óvissa um ský það sem skilur á milli Aðrir vísindamenn sem Washington Post ræddi við um rannsóknina töldu hana áhugaverða en að niðurstöður hennar væru ekki afgerandi. Óvissa um áhrif skýja á loftslagið er sögð það sem skilur á milli líkananna. Ský hafa bæði áhrif til hlýnunar og kólnunar loftslagsins. Annars vegar kæla þau yfirborð jarðar með því að endurvarpa sólargeislum aftur í geim en á hinn bóginn valda þau hlýnun með því að halda inni varmageislun nærri yfirborðinu. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að líkja eftir hegðun skýja í hermilíkönum. Þau geta engu að síður haft mikil áhrif á svörun loftslagsins við hnattrænni hlýnun. Michael Winton, loftslagslíkanasmiður hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA), segir að skýin séu veikur hlekkur í loftslagslíkönum. Ben Sanderson, loftslagsvísindamaður frá Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna, bendir á að áhrifin sem fundust í rannsókninni séu mögulega ekki raunveruleg enda byggi líkönin sem voru skoðuð mörg á sameiginlegum grunni. „Þessari nálgun er ætlað að finna tengsl á milli framtíðarhitastigs og athugana sem við gerum í dag. Vandamálið er að við erum ekki með nógu mörg líkön til að álykta að tengslin séu áreiðanleg,“ segir Sanderson. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA sem heldur utan um hitastigstölur, bendir á að loftslagslíkön framtíðarinnar gætu eytt muninum sem sést í rannsókninni nú. Þá sé munurinn á framtíðarhita sem ólík líkön spá tiltölulega lítill.
Loftslagsmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira