Aðeins eitt prósent af gistirými á Airbnb laust yfir áramótin: „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er uppbókaður“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. desember 2017 18:45 Aðeins eitt prósent af gistirýmu á vef gistimiðlunarinnar Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir ármótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar tæpur mánuður er til áramót. Til að mynda eru 97 prósent af öllu gistirými í Reykjavík uppbókuð á nýjársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com, einu helsta hótelbókunarfyrirtæki heims. Aðeins tíu tveggja manna gistirými eru í boði í Reykjavík þá nóttina og aðeins sex ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent af gistirýmum á lausu á vef Airbnb í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo. „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er bara uppbókaður og öll hotel uppbókuð og fullt af Íslendingum sem eru að leigja út íbúðirnar sínar yfir áramótin af því það er hægt að fá mjög góð verð þá,“ segir Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Eins og sést er verðlag klárlega í takt við eftirspurnina en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á hundruðum þúsunda á nýjársnótt. Hér er til dæmis stúdíó íbúð á Airbnb, sem hýsir tvo einstaklinga, á 1775 dollara nóttina eða tæpar 185 þúsund krónur. „Þær íbúðir sem eru núna á lausu eru yfirleitt mjög hátt verðlagðar íbúðir. Fólk vonast til þess að detta í lukkupott og er þá til í að fara til foreldra sinna eða vina,“ segir Sölvi. Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðþjónustunnar, segir að síðustu ár hafi allt verið uppbókað um áramót „Það sem er að breytast er það að bókarnir eru að fjölga yfir hátíðarnar í heild sinni, þar að segja yfir jólin líka,“ segir Helga en samtökin áætla að það verði um tuttugu þúsund ferðamenn á landinu yfir hátíðarnar og segir Helga að fyrirtæki séu nú vel í stakk búin að taka á móti fólkinu. „Og eins og fyrir þremur fjórum árum voru vel flest hotel á höfuðborgarsvæðinu lokuð yfir jólin. Þannig þetta hefur breyst mikið og ferðaþjónustuaðilar búnir í auknu mæli að bæta þjónustu sína yfir hátíðarnar.“ Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Aðeins eitt prósent af gistirýmu á vef gistimiðlunarinnar Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir ármótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar tæpur mánuður er til áramót. Til að mynda eru 97 prósent af öllu gistirými í Reykjavík uppbókuð á nýjársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com, einu helsta hótelbókunarfyrirtæki heims. Aðeins tíu tveggja manna gistirými eru í boði í Reykjavík þá nóttina og aðeins sex ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent af gistirýmum á lausu á vef Airbnb í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo. „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er bara uppbókaður og öll hotel uppbókuð og fullt af Íslendingum sem eru að leigja út íbúðirnar sínar yfir áramótin af því það er hægt að fá mjög góð verð þá,“ segir Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Eins og sést er verðlag klárlega í takt við eftirspurnina en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á hundruðum þúsunda á nýjársnótt. Hér er til dæmis stúdíó íbúð á Airbnb, sem hýsir tvo einstaklinga, á 1775 dollara nóttina eða tæpar 185 þúsund krónur. „Þær íbúðir sem eru núna á lausu eru yfirleitt mjög hátt verðlagðar íbúðir. Fólk vonast til þess að detta í lukkupott og er þá til í að fara til foreldra sinna eða vina,“ segir Sölvi. Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðþjónustunnar, segir að síðustu ár hafi allt verið uppbókað um áramót „Það sem er að breytast er það að bókarnir eru að fjölga yfir hátíðarnar í heild sinni, þar að segja yfir jólin líka,“ segir Helga en samtökin áætla að það verði um tuttugu þúsund ferðamenn á landinu yfir hátíðarnar og segir Helga að fyrirtæki séu nú vel í stakk búin að taka á móti fólkinu. „Og eins og fyrir þremur fjórum árum voru vel flest hotel á höfuðborgarsvæðinu lokuð yfir jólin. Þannig þetta hefur breyst mikið og ferðaþjónustuaðilar búnir í auknu mæli að bæta þjónustu sína yfir hátíðarnar.“
Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira