Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 19:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur rétt að Alþingi kalli eftir rannsókn á síðustu kosningum og að Ríkisendurskoðun verði fengin í það verkefni. Vísaði hún þar sérstaklega til nafnlausra auglýsinga þar sem birtur var áberandi áróður gegn ákveðnum stjórnmálaflokkum á flestum samfélagsmiðlum. Þorgerður beindi spurningum um málið til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Þorgerður sagði þetta mál mun stærra en hagsmunamál hvers stjórnmálaflokks, heldur varði það framtíð Íslands, lýðræði og þjóðaröryggi.Leyndarhyggja um fjármögnun áróðurs Formaður Viðreisnar sagði að nafnlaus áróður þekktist víða í Evrópu, einnig vestanhafs, og allt sé þetta gert til að hafa áhrif á kjósendur. „Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs. Við þekkjum þetta, skatta-Kötu, myndbandið sem var beinlínis sett inn í kosningabaráttuna til þess að hafa ákveðin áhrif. Og það eru ýmis fleiri dæmi hér heima um kosningaáróður sem er fjármagnaður. Hann kostar mikla fjármuni og hefur áhrif á kosningarnar, styður frekar við suma flokka en aðra eins og gengur. Við sjáum þá umræðu, hún er líka tekin vestanhafs. Hvert er Facebook að fara með miðlun upplýsinga, söfnun upplýsinga, Google, o.s.frv.?,“ spurði Þorgerður. Þorgerður spurði Katrínu Jakobsdóttur hvort hún taki ekki undir með henni í þá veru að fara þurfi vandlega yfir þessa þætti og biðja hugsanlega Ríkisendurskoðun um að rannsaka síðustu kosningar til að velta við öllum steinum og hafa gagnsæi, ekki síst hvað varðar fjármögnum á þessum áróðri.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/ErnirNefnd fari yfir málin Katrín sagði þetta vera góða og mikilvæga umræðu sem mikilvægt væri að taka á Alþingi. Hún sagði ýmsa aðila út í heimi hafa rannsakað áhrif samskiptamiðla beinlínis á niðurstöðu kosninga, áhrif algóritma á leitarvélum á niðurstöður kosninga þar sem verið væri að kortleggja hegðun einstaklinga langt umfram það sem flestir gera sér grein fyrir í sínu daglega lífi. Hvað varðar framkvæmd síðustu kosninga og þann nafnlausa áróður sem Þorgerður vísaði til hefur Katrín í hyggju að óska eftir því við framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna að þeir setjist sjálfir, eð tilnefni aðila til þess, saman í nefnd til að fara yfir lögin um fjárreiður stjórnmálaflokka. „Hluti af því sem þar þarf að vera undir er auðvitað hvernig eigi að fara með pólitískar auglýsingar eða pólitísk skilaboð sem eru nafnlaus og fjármögnun þeirra,“ sagði Katrín. Hún sagðist opin fyrir því að eiga samtöl við formenn flokkanna, ef það er eitthvað frekar sem Alþingismenn sjá fyrir sér að sé rétt að gera í þessu, til að mynda að óska eftir aðkomu Ríkisendurskoðunar á málinu. „Ég veit að framkvæmdastjórar flokkanna hafa verið í samskiptum við Ríkisendurskoðun um nákvæmlega þessi mál og hverju þurfi að breyta og hvað þurfi að endurskoða í lögum til þess að við náum að skapa lagaramma utan um þetta. Mín fyrirætlan var að óska eftir því við flokkana að þeir settu saman nefnd til að fara yfir lögin um fjármál stjórnmálaflokka þar sem m.a. yrði tekið á því,“ sagði Katrín.Miklir hagsmunir vegna siglingaleiða og olíuleitar Þorgerður benti á að ekki megi bara líta á þessa fjármögnun innan lands. Vill hún meina að miklu stórfelldari hætta eða ógn steðji almennt að lýðræðinu. Íslendingar standi frammi fyrir því að opnaðar verði siglingaleiðir í gegnum norðurslóðirnar. „Það eru miklir hagsmunir sem því tengjast. Geta ákveðin öfl sem vilja nýta sér það farið í að fjármagna tiltekna hópa, tiltekna stjórnmálaflokka? Eða þau fyrirtæki sem vilja efna til stórtækari olíuleitar en nú er, munu þau fara í að fjármagna með einhverjum hætti, beinum eða óbeinum, stjórnmálaflokka? Þetta er það sem við verðum að upplýsa almenning um. Þess vegna fagna ég jákvæðum hug forsætisráðherra um leið og ég vil geta þess að ég mun undirstrika það að Ríkisendurskoðun fari í þessar síðustu kosningar, þær verði skoðaðar, að við reynum að læra af þeirri reynslu sem við öðluðumst þar, en líka hugsanlega í kjölfarið fylgja því eftir með skýrslubeiðni hér á Alþingi,“ sagði Þorgerður. Alþingi Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Félagasamtök geta verið smuga fram hjá eftirliti með kosningabaráttu Stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þurfa að gera grein fyrir styrktaraðilum sínum. Sömu reglur gilda ekki um félagasamtök sem geta þó beitt sér í kosningabaráttu. 3. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur rétt að Alþingi kalli eftir rannsókn á síðustu kosningum og að Ríkisendurskoðun verði fengin í það verkefni. Vísaði hún þar sérstaklega til nafnlausra auglýsinga þar sem birtur var áberandi áróður gegn ákveðnum stjórnmálaflokkum á flestum samfélagsmiðlum. Þorgerður beindi spurningum um málið til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Þorgerður sagði þetta mál mun stærra en hagsmunamál hvers stjórnmálaflokks, heldur varði það framtíð Íslands, lýðræði og þjóðaröryggi.Leyndarhyggja um fjármögnun áróðurs Formaður Viðreisnar sagði að nafnlaus áróður þekktist víða í Evrópu, einnig vestanhafs, og allt sé þetta gert til að hafa áhrif á kjósendur. „Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs. Við þekkjum þetta, skatta-Kötu, myndbandið sem var beinlínis sett inn í kosningabaráttuna til þess að hafa ákveðin áhrif. Og það eru ýmis fleiri dæmi hér heima um kosningaáróður sem er fjármagnaður. Hann kostar mikla fjármuni og hefur áhrif á kosningarnar, styður frekar við suma flokka en aðra eins og gengur. Við sjáum þá umræðu, hún er líka tekin vestanhafs. Hvert er Facebook að fara með miðlun upplýsinga, söfnun upplýsinga, Google, o.s.frv.?,“ spurði Þorgerður. Þorgerður spurði Katrínu Jakobsdóttur hvort hún taki ekki undir með henni í þá veru að fara þurfi vandlega yfir þessa þætti og biðja hugsanlega Ríkisendurskoðun um að rannsaka síðustu kosningar til að velta við öllum steinum og hafa gagnsæi, ekki síst hvað varðar fjármögnum á þessum áróðri.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/ErnirNefnd fari yfir málin Katrín sagði þetta vera góða og mikilvæga umræðu sem mikilvægt væri að taka á Alþingi. Hún sagði ýmsa aðila út í heimi hafa rannsakað áhrif samskiptamiðla beinlínis á niðurstöðu kosninga, áhrif algóritma á leitarvélum á niðurstöður kosninga þar sem verið væri að kortleggja hegðun einstaklinga langt umfram það sem flestir gera sér grein fyrir í sínu daglega lífi. Hvað varðar framkvæmd síðustu kosninga og þann nafnlausa áróður sem Þorgerður vísaði til hefur Katrín í hyggju að óska eftir því við framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna að þeir setjist sjálfir, eð tilnefni aðila til þess, saman í nefnd til að fara yfir lögin um fjárreiður stjórnmálaflokka. „Hluti af því sem þar þarf að vera undir er auðvitað hvernig eigi að fara með pólitískar auglýsingar eða pólitísk skilaboð sem eru nafnlaus og fjármögnun þeirra,“ sagði Katrín. Hún sagðist opin fyrir því að eiga samtöl við formenn flokkanna, ef það er eitthvað frekar sem Alþingismenn sjá fyrir sér að sé rétt að gera í þessu, til að mynda að óska eftir aðkomu Ríkisendurskoðunar á málinu. „Ég veit að framkvæmdastjórar flokkanna hafa verið í samskiptum við Ríkisendurskoðun um nákvæmlega þessi mál og hverju þurfi að breyta og hvað þurfi að endurskoða í lögum til þess að við náum að skapa lagaramma utan um þetta. Mín fyrirætlan var að óska eftir því við flokkana að þeir settu saman nefnd til að fara yfir lögin um fjármál stjórnmálaflokka þar sem m.a. yrði tekið á því,“ sagði Katrín.Miklir hagsmunir vegna siglingaleiða og olíuleitar Þorgerður benti á að ekki megi bara líta á þessa fjármögnun innan lands. Vill hún meina að miklu stórfelldari hætta eða ógn steðji almennt að lýðræðinu. Íslendingar standi frammi fyrir því að opnaðar verði siglingaleiðir í gegnum norðurslóðirnar. „Það eru miklir hagsmunir sem því tengjast. Geta ákveðin öfl sem vilja nýta sér það farið í að fjármagna tiltekna hópa, tiltekna stjórnmálaflokka? Eða þau fyrirtæki sem vilja efna til stórtækari olíuleitar en nú er, munu þau fara í að fjármagna með einhverjum hætti, beinum eða óbeinum, stjórnmálaflokka? Þetta er það sem við verðum að upplýsa almenning um. Þess vegna fagna ég jákvæðum hug forsætisráðherra um leið og ég vil geta þess að ég mun undirstrika það að Ríkisendurskoðun fari í þessar síðustu kosningar, þær verði skoðaðar, að við reynum að læra af þeirri reynslu sem við öðluðumst þar, en líka hugsanlega í kjölfarið fylgja því eftir með skýrslubeiðni hér á Alþingi,“ sagði Þorgerður.
Alþingi Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Félagasamtök geta verið smuga fram hjá eftirliti með kosningabaráttu Stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þurfa að gera grein fyrir styrktaraðilum sínum. Sömu reglur gilda ekki um félagasamtök sem geta þó beitt sér í kosningabaráttu. 3. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15
Félagasamtök geta verið smuga fram hjá eftirliti með kosningabaráttu Stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þurfa að gera grein fyrir styrktaraðilum sínum. Sömu reglur gilda ekki um félagasamtök sem geta þó beitt sér í kosningabaráttu. 3. nóvember 2017 14:45