Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2017 11:57 Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Vísir/Ernir Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. Stefnt er að því að hlé verði gert á þingstörfum seint á föstudag. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. „Við erum að taka til okkar gesti náttúrlega frá morgni til kvölds. Vorum að til að ganga níu í gærkvöldi. Starfið gengur bara ágætlega og ég held að við getum vonandi reiknað með því að taka málið út (úr nefnd) annað kvöld ef fram heldur sem horfir,“ segir Bjarkey. Bjarkey segir þó hæpið að önnur umræða geti hafist strax á fimmtudag. Bæði stjórn og stjórnarandstaða þurfi tíma til að skrifa nefndarálit eftir að yfirferð nefndarinnar lýkur. „Þannig að ég ætla ekkert að fullyrða um það. Enda er það bara í samkomulagi við þingflokksformenn hvernig þeirri umræðu verður háttað.“Er reiknað með að þing starfi á laugardag? „Það verður tekin ákvörðun um það á morgun á fundi með forseta. Þannig að það liggur ekki fyrir niðurstaða í því enn þá. Ég hugsa að það sé kannski vilji fólks almennt ef nokkur möguleiki er til að reyna nú að klára á föstudeginum. Hafa Þorláksmessu lausa. En það liggur ekki fyrir,“ segir Bjarkey.Tvennar sérstakar umræður á Alþingi í dag Nokkur önnur mikilvæg mál liggja fyrir Alþingi fyrir utan fjárlagafrumvarpið og frumvörp sem tengjast því. Í dag hefst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna verða allir til svara ásamt fleiri ráðherrum. Þá verða sérstakar umræður um ný vinnubrögð á Alþingi að beiðni Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata og önnur um meetoo átakið að frumkvæði Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Samstaða er um að gera frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð að lögum ásamt nokkrum öðrum málum sem flest þurfa afgreiðslu vegna tímasetninga um áramót. Alþingi gerir að öllum líkindum hlé á störfum sínum seint á föstudag en kemur síðan saman aftur á þriðja í jólum til að ljúka afgreiðslu mála fyrir áramótin. Bjarkey reiknar með að einhverjar breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með 35 milljarða afgangi. „Ég geri ráð fyrir því, eins og vanalegt er. Það er ekkert nýtt í því. Fjárlaganefnd gerir gjarnan breytingar á milli umræðna á hverju einasta ári. Þannig að ég held að við breytum ekkert út af þeirri venju núna,“ segir Bjarkey. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort meirihluti og minnihluti nefndarmanna nái saman um helstu breytingar á frumvarpinu. Fjárlaganefnd fundi fram að þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag og haldi síðan áfram að taka á móti gestum fram undir hádegi á morgun. „Þannig að við getum reynt að koma þessu frá okkur þannig að minnihlutinn hafi einhver tækifæri til að bregðast við. Hugsanlega getum við þá sameinast um einhverjar tillögur ef svo ber undir,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. Stefnt er að því að hlé verði gert á þingstörfum seint á föstudag. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. „Við erum að taka til okkar gesti náttúrlega frá morgni til kvölds. Vorum að til að ganga níu í gærkvöldi. Starfið gengur bara ágætlega og ég held að við getum vonandi reiknað með því að taka málið út (úr nefnd) annað kvöld ef fram heldur sem horfir,“ segir Bjarkey. Bjarkey segir þó hæpið að önnur umræða geti hafist strax á fimmtudag. Bæði stjórn og stjórnarandstaða þurfi tíma til að skrifa nefndarálit eftir að yfirferð nefndarinnar lýkur. „Þannig að ég ætla ekkert að fullyrða um það. Enda er það bara í samkomulagi við þingflokksformenn hvernig þeirri umræðu verður háttað.“Er reiknað með að þing starfi á laugardag? „Það verður tekin ákvörðun um það á morgun á fundi með forseta. Þannig að það liggur ekki fyrir niðurstaða í því enn þá. Ég hugsa að það sé kannski vilji fólks almennt ef nokkur möguleiki er til að reyna nú að klára á föstudeginum. Hafa Þorláksmessu lausa. En það liggur ekki fyrir,“ segir Bjarkey.Tvennar sérstakar umræður á Alþingi í dag Nokkur önnur mikilvæg mál liggja fyrir Alþingi fyrir utan fjárlagafrumvarpið og frumvörp sem tengjast því. Í dag hefst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna verða allir til svara ásamt fleiri ráðherrum. Þá verða sérstakar umræður um ný vinnubrögð á Alþingi að beiðni Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata og önnur um meetoo átakið að frumkvæði Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Samstaða er um að gera frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð að lögum ásamt nokkrum öðrum málum sem flest þurfa afgreiðslu vegna tímasetninga um áramót. Alþingi gerir að öllum líkindum hlé á störfum sínum seint á föstudag en kemur síðan saman aftur á þriðja í jólum til að ljúka afgreiðslu mála fyrir áramótin. Bjarkey reiknar með að einhverjar breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með 35 milljarða afgangi. „Ég geri ráð fyrir því, eins og vanalegt er. Það er ekkert nýtt í því. Fjárlaganefnd gerir gjarnan breytingar á milli umræðna á hverju einasta ári. Þannig að ég held að við breytum ekkert út af þeirri venju núna,“ segir Bjarkey. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort meirihluti og minnihluti nefndarmanna nái saman um helstu breytingar á frumvarpinu. Fjárlaganefnd fundi fram að þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag og haldi síðan áfram að taka á móti gestum fram undir hádegi á morgun. „Þannig að við getum reynt að koma þessu frá okkur þannig að minnihlutinn hafi einhver tækifæri til að bregðast við. Hugsanlega getum við þá sameinast um einhverjar tillögur ef svo ber undir,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira