Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2017 10:22 Þingmenn úr sex flokkum af átta eru á bak við frumvarpið, öllum flokkum nema Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Vísir/GVA 23 þingmenn allra flokka nema Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. Samkvæmt frumvarpinu bætist svohljóðandi 210.gr.c við þann kafla laganna sem snýr að banni á klámi: Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum.Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að með tækniframförum síðastliðinna ára og áratuga hafi það færst verulega í aukana að mynd- og hljóðefni sem inniheldur nekt eða kynlífsathafnir einstaklinga sé dreift á netinu, án þess að efnið hafi verið ætlað til dreifingar, án leyfis þeirra sem koma fram í efninu og jafnvel án þeirra vitundar.Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Vísir/Stefán„Slíkt efni hefur stundum verið kallað „hefndarklám“ eða „hrelliklám“. Sú orðanotkun verður þó ekki talin lýsandi fyrir þann verknað sem henni er ætlað að lýsa, m.a. vegna þess að verknaðurinn felur ekki endilega í sér þann tilgang að hefna eða hrella, sem og að hugmyndir fólks um hvað teljist til kláms eru æði misjafnar. Því er hér fjallað um verknaðinn sem stafrænt kynferðisofbeldi.“Núgildandi refsirammi of lágur Þar segir jafnframt að í íslenskum lögum hefur verið í gildi bann við dreifingu kláms. Dreifing á efni sem innihaldi kynlífsathafnir án leyfis þeirra sem fram í því koma sé strangt til tekið brot á 210. grein almennra hegningarlaga en beiting ákvæðisins sé þó vandkvæðum háð. Í fyrsta lagi sé skilgreining hugtaksins klám óljós. Í öðru lagi feli stafrænt kynferðisofbeldi ekki endilega í sér eiginlegt klám samkvæmt neinni af þeim fjölmörgu skilgreiningum sem finna má. „Þótt erfitt hafi reynst að skilgreina hugtakið ríkir víðast hvar samhugur um að myndefni sem sýnir nekt án kynlífsathafna teljist vart til kláms nú á dögum jafnvel þótt nekt hafi eflaust í fyrri tíð þótt klámfengin í eðli sínu. Þó telja flutningsmenn þessa frumvarps við hæfi að dreifing efnis sem sýnir nekt einstaklinga án kynlífsathafna verði refsiverð ef efnið var ekki ætlað til dreifingar af þeim sem fram í því koma,“ segir í greinargerðinni. Þá segir jafnframt að refsiramminn í gildandi ákvæði sé of lágur til að endurspegla alvarleika brotsins. „Mikil vitundarvakning hefur orðið undanfarin misseri vegna slíks ofbeldis, sem áður var nefnt „hefndarklám“ eða „hrelliklám“. Af þeirri umræðu sem hefur farið fram verður að telja ljóst að framleiðsla, birting og dreifing slíks hljóð- eða myndefnis sé ekki klám í nútímalegum skilningi flests fólks, heldur form kynferðisofbeldis. Það er skylda samfélagsins að viðurkenna ofbeldið og að tryggja að við beitingu þess séu í gildi viðurlög. Í því felst viðurkenning á stöðu brotaþola og fordæming á háttsemi brotamanna.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og ásamt honum flytja Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Inga Sæland, Jón Steindór Valdimarsson, Jón Þór Ólafsson, Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy, Steinunn Þóra Árnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir málið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er fram frumvarp sem gerir slíkt ofbeldi refsivert. Þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu tvisvar fram frumvarp um breytingu á 210. grein almennra hegningarlaga. Þar var þó talað um hrelliklám og var lagt til að hámarksrefsing yrði tveggja ára fangelsi. Alþingi Tengdar fréttir Engar tölur til um stafrænt kynferðisofbeldi Engin tölfræði er til hjá hinu opinbera um stafræn kynferðisbrot, sem skýrist af því að löggjöfin afmarkar þessa tegund kynferðisbrota ekki nægilega vel. 27. júlí 2017 07:00 Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45 Stjórnvöld þurfi að beita sér frekar gegn stafrænum kynferðisbrotum Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. 25. júlí 2017 20:30 Stafrænt ofbeldi eltir fólk út lífið Júlía Birgisdóttir vill auka skilning á því hvað felst í stafrænu kynferðisofbeldi og afleiðingum þess. Myndband var tekið upp af henni án hennar vitundar og samþykkis og sett í umferð. Hún segir stafrænt kynferðisofbeldi elta fólk út lífið. Netið gleymi engu. 9. desember 2017 11:00 Stafrænt kynferðisofbeldi: Notast við refsiákvæði sem var upphaflega ætlað að ná böndum yfir flassara Dómsmálaráðherra segir ekki vera þörf á því að skilgreina slíkt ofbeldi og varahéraðssaksóknari tekur í sama streng. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir málin afar vandmeðfarin. 3. apríl 2017 08:45 „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
23 þingmenn allra flokka nema Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. Samkvæmt frumvarpinu bætist svohljóðandi 210.gr.c við þann kafla laganna sem snýr að banni á klámi: Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum.Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að með tækniframförum síðastliðinna ára og áratuga hafi það færst verulega í aukana að mynd- og hljóðefni sem inniheldur nekt eða kynlífsathafnir einstaklinga sé dreift á netinu, án þess að efnið hafi verið ætlað til dreifingar, án leyfis þeirra sem koma fram í efninu og jafnvel án þeirra vitundar.Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Vísir/Stefán„Slíkt efni hefur stundum verið kallað „hefndarklám“ eða „hrelliklám“. Sú orðanotkun verður þó ekki talin lýsandi fyrir þann verknað sem henni er ætlað að lýsa, m.a. vegna þess að verknaðurinn felur ekki endilega í sér þann tilgang að hefna eða hrella, sem og að hugmyndir fólks um hvað teljist til kláms eru æði misjafnar. Því er hér fjallað um verknaðinn sem stafrænt kynferðisofbeldi.“Núgildandi refsirammi of lágur Þar segir jafnframt að í íslenskum lögum hefur verið í gildi bann við dreifingu kláms. Dreifing á efni sem innihaldi kynlífsathafnir án leyfis þeirra sem fram í því koma sé strangt til tekið brot á 210. grein almennra hegningarlaga en beiting ákvæðisins sé þó vandkvæðum háð. Í fyrsta lagi sé skilgreining hugtaksins klám óljós. Í öðru lagi feli stafrænt kynferðisofbeldi ekki endilega í sér eiginlegt klám samkvæmt neinni af þeim fjölmörgu skilgreiningum sem finna má. „Þótt erfitt hafi reynst að skilgreina hugtakið ríkir víðast hvar samhugur um að myndefni sem sýnir nekt án kynlífsathafna teljist vart til kláms nú á dögum jafnvel þótt nekt hafi eflaust í fyrri tíð þótt klámfengin í eðli sínu. Þó telja flutningsmenn þessa frumvarps við hæfi að dreifing efnis sem sýnir nekt einstaklinga án kynlífsathafna verði refsiverð ef efnið var ekki ætlað til dreifingar af þeim sem fram í því koma,“ segir í greinargerðinni. Þá segir jafnframt að refsiramminn í gildandi ákvæði sé of lágur til að endurspegla alvarleika brotsins. „Mikil vitundarvakning hefur orðið undanfarin misseri vegna slíks ofbeldis, sem áður var nefnt „hefndarklám“ eða „hrelliklám“. Af þeirri umræðu sem hefur farið fram verður að telja ljóst að framleiðsla, birting og dreifing slíks hljóð- eða myndefnis sé ekki klám í nútímalegum skilningi flests fólks, heldur form kynferðisofbeldis. Það er skylda samfélagsins að viðurkenna ofbeldið og að tryggja að við beitingu þess séu í gildi viðurlög. Í því felst viðurkenning á stöðu brotaþola og fordæming á háttsemi brotamanna.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og ásamt honum flytja Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Inga Sæland, Jón Steindór Valdimarsson, Jón Þór Ólafsson, Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy, Steinunn Þóra Árnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir málið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er fram frumvarp sem gerir slíkt ofbeldi refsivert. Þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu tvisvar fram frumvarp um breytingu á 210. grein almennra hegningarlaga. Þar var þó talað um hrelliklám og var lagt til að hámarksrefsing yrði tveggja ára fangelsi.
Alþingi Tengdar fréttir Engar tölur til um stafrænt kynferðisofbeldi Engin tölfræði er til hjá hinu opinbera um stafræn kynferðisbrot, sem skýrist af því að löggjöfin afmarkar þessa tegund kynferðisbrota ekki nægilega vel. 27. júlí 2017 07:00 Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45 Stjórnvöld þurfi að beita sér frekar gegn stafrænum kynferðisbrotum Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. 25. júlí 2017 20:30 Stafrænt ofbeldi eltir fólk út lífið Júlía Birgisdóttir vill auka skilning á því hvað felst í stafrænu kynferðisofbeldi og afleiðingum þess. Myndband var tekið upp af henni án hennar vitundar og samþykkis og sett í umferð. Hún segir stafrænt kynferðisofbeldi elta fólk út lífið. Netið gleymi engu. 9. desember 2017 11:00 Stafrænt kynferðisofbeldi: Notast við refsiákvæði sem var upphaflega ætlað að ná böndum yfir flassara Dómsmálaráðherra segir ekki vera þörf á því að skilgreina slíkt ofbeldi og varahéraðssaksóknari tekur í sama streng. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir málin afar vandmeðfarin. 3. apríl 2017 08:45 „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Engar tölur til um stafrænt kynferðisofbeldi Engin tölfræði er til hjá hinu opinbera um stafræn kynferðisbrot, sem skýrist af því að löggjöfin afmarkar þessa tegund kynferðisbrota ekki nægilega vel. 27. júlí 2017 07:00
Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45
Stjórnvöld þurfi að beita sér frekar gegn stafrænum kynferðisbrotum Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. 25. júlí 2017 20:30
Stafrænt ofbeldi eltir fólk út lífið Júlía Birgisdóttir vill auka skilning á því hvað felst í stafrænu kynferðisofbeldi og afleiðingum þess. Myndband var tekið upp af henni án hennar vitundar og samþykkis og sett í umferð. Hún segir stafrænt kynferðisofbeldi elta fólk út lífið. Netið gleymi engu. 9. desember 2017 11:00
Stafrænt kynferðisofbeldi: Notast við refsiákvæði sem var upphaflega ætlað að ná böndum yfir flassara Dómsmálaráðherra segir ekki vera þörf á því að skilgreina slíkt ofbeldi og varahéraðssaksóknari tekur í sama streng. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir málin afar vandmeðfarin. 3. apríl 2017 08:45
„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?