Mikilvægasta starf í heimi? Skúli Helgason skrifar 15. desember 2017 07:00 Kennarar gegna einhverju þýðingarmesta hlutverki í þjóðfélaginu því þeir geta haft afdrifarík áhrif á framtíð þúsunda barna og ungmenna. Þessi mikla ábyrgð hefur þó ekki verið metin að verðleikum í okkar samfélagi. Ein alvarlegasta afleiðing þessa er að aðsókn í kennaranám hefur hrunið og er nú svo komið að einungis útskrifast innan við 50 kennarar á hverju ári frá Háskóla Íslands samanborið við rúmlega 200 á árunum 2009-2010. Ef ekkert verður að gert verður alvarlegur skortur á kennurum á Íslandi innan fárra ára. Þetta var ein kveikjan að stofnun starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fulltrúar kennara, skólastjóra, foreldra, o.fl. unnu saman að tillögum til að auka nýliðun og bæta starfsumhverfi kennara. Starfshópurinn hefur nú kynnt 31 tillögu að aðgerðum, sem tengjast bættu starfsumhverfi, breytingum á inntaki og skipulagi kennaranáms, aukinni nýliðun kennara og starfsþróun.Bætt starfsumhverfi Kennarar hafa kallað eftir betra aðgengi að sérfræðingum til að mæta auknu álagi í vinnu með nemendum. Starfshópurinn leggur til að fjölgað verði fagfólki sem starfi við hlið kennara og hefur þegar verið samþykkt að ráða hegðunarráðgjafa með sérhæfingu í atferlismótun og talmeinafræðinga í alla borgarhluta. Þá verða mótuð ný úrræði til að styðja við börn í fjölþættum vanda. Kennsluráðgjöf í upplýsingatækni verður efld og aukin ráðgjöf og stuðningur við nýja kennara í starfi. Meira fjármagn verður sett í endurbætur á húsnæði, bættan tölvukost kennara og nemenda. Þá þarf að auka svigrúm skólastjórnenda til að sinna hlutverki sem faglegir leiðtogar skólastarfsins. Reykjavíkurborg hefur þegar samþykkt að verja 627 milljónum króna til að hrinda fyrstu tillögum starfshópsins í framkvæmd á næsta ári til viðbótar þeim ríflega 670 milljónum sem bættu stöðu grunnskólanna á þessu ári. Borgin mun ekki láta sitt eftir liggja til að auka veg kennara en mikilvægt er að ríki og sveitarfélög vinni saman að lausn vandans s.s. með víðtækri vitundarvakningu sem nái til alls samfélagsins og ívilnandi aðgerðum til að fjölga kennaranemum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Kennarar gegna einhverju þýðingarmesta hlutverki í þjóðfélaginu því þeir geta haft afdrifarík áhrif á framtíð þúsunda barna og ungmenna. Þessi mikla ábyrgð hefur þó ekki verið metin að verðleikum í okkar samfélagi. Ein alvarlegasta afleiðing þessa er að aðsókn í kennaranám hefur hrunið og er nú svo komið að einungis útskrifast innan við 50 kennarar á hverju ári frá Háskóla Íslands samanborið við rúmlega 200 á árunum 2009-2010. Ef ekkert verður að gert verður alvarlegur skortur á kennurum á Íslandi innan fárra ára. Þetta var ein kveikjan að stofnun starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fulltrúar kennara, skólastjóra, foreldra, o.fl. unnu saman að tillögum til að auka nýliðun og bæta starfsumhverfi kennara. Starfshópurinn hefur nú kynnt 31 tillögu að aðgerðum, sem tengjast bættu starfsumhverfi, breytingum á inntaki og skipulagi kennaranáms, aukinni nýliðun kennara og starfsþróun.Bætt starfsumhverfi Kennarar hafa kallað eftir betra aðgengi að sérfræðingum til að mæta auknu álagi í vinnu með nemendum. Starfshópurinn leggur til að fjölgað verði fagfólki sem starfi við hlið kennara og hefur þegar verið samþykkt að ráða hegðunarráðgjafa með sérhæfingu í atferlismótun og talmeinafræðinga í alla borgarhluta. Þá verða mótuð ný úrræði til að styðja við börn í fjölþættum vanda. Kennsluráðgjöf í upplýsingatækni verður efld og aukin ráðgjöf og stuðningur við nýja kennara í starfi. Meira fjármagn verður sett í endurbætur á húsnæði, bættan tölvukost kennara og nemenda. Þá þarf að auka svigrúm skólastjórnenda til að sinna hlutverki sem faglegir leiðtogar skólastarfsins. Reykjavíkurborg hefur þegar samþykkt að verja 627 milljónum króna til að hrinda fyrstu tillögum starfshópsins í framkvæmd á næsta ári til viðbótar þeim ríflega 670 milljónum sem bættu stöðu grunnskólanna á þessu ári. Borgin mun ekki láta sitt eftir liggja til að auka veg kennara en mikilvægt er að ríki og sveitarfélög vinni saman að lausn vandans s.s. með víðtækri vitundarvakningu sem nái til alls samfélagsins og ívilnandi aðgerðum til að fjölga kennaranemum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun