Fjórði stærsti dagur ársins á bráðamóttökunni í gær Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 19:00 Mikið hefur verið um hálkuslys síðustu daga. Vísir/Daníel Síðustu dagar hafa verið annasamir á bráðadeild landspítalans. Alls komu 157 sjúklingar á deildina í gær og er það langt yfir meðaltali. Deildarstjóri bráða- og göngudeildar segir að mikið hafi verið um beinbrot og hálkuslys. Á venjulegum degi koma um 100 sjúklingar á bráða- og göngudeild landspítalans. Í gær voru þeir 157 og milli 8 og 16 í dag komu 88 manns. „Það er búið að vera mikið um hálkuslys. Þetta var fjórði stærsti dagurinn á árinu hjá okkur í gær í aðkomutölum. Það var mikið um brot og áverka. Einhverjir sem þurftu í aðgerð og það hélt bara áfram í dag,“ segir Bryndís Guðjónsdóttir, deildastjóri bráða- og göngudeildar, í samtali við Vísi.Er fólk að slasa sig alvarlega? „Já það er hægt að segja það. Það eru beinbrot og mikið um úlnliðsbrot. Mörg af þeim þarf að toga í og setja í réttar skorður. Þetta er heilmikið inngrip og mikið tjón fyrir fólk.“Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri bráða- og göngudeildar.Vísir/PjeturBryndís segir að komutölur á bráðadeildina taki alltaf kipp þegar hálkan lætur kræla á sér. Nánast sé hægt að sjá hversu annasamur dagurinn verður á veðurspám dagsins. „Sérstaklega þessir fyrstu hálkudagar. Það var strax núna í október þegar fyrsta hálkan kom, þá var mjög stór dagur. Þá voru yfir 130 manns að koma til okkar dag eftir dag. 160 var það mesta en eins og ég segi, þetta er alltaf þegar hálkan kemur.“ Hún segir að bæði sé um að ræða bílslys, aftanákeyrslur sem og slys þar sem fólk hreinlega dettur í hálku. „Það er bara að brýna fyrir fólki að nota mannbrodda, á svona dögum þá er það hreinlega það eina sem virkar.“ Heilbrigðismál Veður Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið annasamir á bráðadeild landspítalans. Alls komu 157 sjúklingar á deildina í gær og er það langt yfir meðaltali. Deildarstjóri bráða- og göngudeildar segir að mikið hafi verið um beinbrot og hálkuslys. Á venjulegum degi koma um 100 sjúklingar á bráða- og göngudeild landspítalans. Í gær voru þeir 157 og milli 8 og 16 í dag komu 88 manns. „Það er búið að vera mikið um hálkuslys. Þetta var fjórði stærsti dagurinn á árinu hjá okkur í gær í aðkomutölum. Það var mikið um brot og áverka. Einhverjir sem þurftu í aðgerð og það hélt bara áfram í dag,“ segir Bryndís Guðjónsdóttir, deildastjóri bráða- og göngudeildar, í samtali við Vísi.Er fólk að slasa sig alvarlega? „Já það er hægt að segja það. Það eru beinbrot og mikið um úlnliðsbrot. Mörg af þeim þarf að toga í og setja í réttar skorður. Þetta er heilmikið inngrip og mikið tjón fyrir fólk.“Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri bráða- og göngudeildar.Vísir/PjeturBryndís segir að komutölur á bráðadeildina taki alltaf kipp þegar hálkan lætur kræla á sér. Nánast sé hægt að sjá hversu annasamur dagurinn verður á veðurspám dagsins. „Sérstaklega þessir fyrstu hálkudagar. Það var strax núna í október þegar fyrsta hálkan kom, þá var mjög stór dagur. Þá voru yfir 130 manns að koma til okkar dag eftir dag. 160 var það mesta en eins og ég segi, þetta er alltaf þegar hálkan kemur.“ Hún segir að bæði sé um að ræða bílslys, aftanákeyrslur sem og slys þar sem fólk hreinlega dettur í hálku. „Það er bara að brýna fyrir fólki að nota mannbrodda, á svona dögum þá er það hreinlega það eina sem virkar.“
Heilbrigðismál Veður Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira