6,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 17:03 Uppsögnin olli mikilli ólgu í FV á sínum tíma. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hafliða Páli Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarskólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands, 6,5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar haustið 2015. Forsaga málsins er sú að Hafliði var ráðinn tímabundið í starf aðstoðarskólameistara FV þann 15. júní 2015 en samningurinn átti að renna út sumarið 2020. Þann 8. október barst Hafliða bréf frá skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem honum var vikið úr starfi fyrirvaralaust en í dóminum kemur fram að borið hafði á samstarfsörðugleikum milli Hafliða og Ágústu nokkru fyrr. Reynt var að greiða úr ágreininginum á þremur fundum sem haldnir voru í september 2015 en án árangurs. Í grein Vísis frá árinu 2015 er fjallað um mál Hafliða en þar kemur fram að ólga hafi ríkt í Fjölbrautaskóla Vesturlands í kjölfar uppsagnar Hafliða og að andinn á vinnustaðnum væri slæmur. Í greininni var rætt við Lúðvík Bergvinsson, lögmann Hafliða, en hann kvaðst undrandi á því að honum hafi verið vikið úr starfi án fyrirvara. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp,“ staðhæfði Lúðvík. Í forsendum héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að uppsögn Hafliða hafi verið ólögmæt og að mati dómsins hefði uppsögnin falið í sér meingerð gegn persónu stefnanda í skilningi b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga og miskabætur dæmdar 500.000 krónur. Þá voru bætur að andvirði 6 milljóna króna dæmdar að álitum vegna fjártjóns sem stefnandi varð fyrir vegna uppsagnarinnar. Dómsmál Tengdar fréttir Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hafliða Páli Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarskólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands, 6,5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar haustið 2015. Forsaga málsins er sú að Hafliði var ráðinn tímabundið í starf aðstoðarskólameistara FV þann 15. júní 2015 en samningurinn átti að renna út sumarið 2020. Þann 8. október barst Hafliða bréf frá skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem honum var vikið úr starfi fyrirvaralaust en í dóminum kemur fram að borið hafði á samstarfsörðugleikum milli Hafliða og Ágústu nokkru fyrr. Reynt var að greiða úr ágreininginum á þremur fundum sem haldnir voru í september 2015 en án árangurs. Í grein Vísis frá árinu 2015 er fjallað um mál Hafliða en þar kemur fram að ólga hafi ríkt í Fjölbrautaskóla Vesturlands í kjölfar uppsagnar Hafliða og að andinn á vinnustaðnum væri slæmur. Í greininni var rætt við Lúðvík Bergvinsson, lögmann Hafliða, en hann kvaðst undrandi á því að honum hafi verið vikið úr starfi án fyrirvara. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp,“ staðhæfði Lúðvík. Í forsendum héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að uppsögn Hafliða hafi verið ólögmæt og að mati dómsins hefði uppsögnin falið í sér meingerð gegn persónu stefnanda í skilningi b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga og miskabætur dæmdar 500.000 krónur. Þá voru bætur að andvirði 6 milljóna króna dæmdar að álitum vegna fjártjóns sem stefnandi varð fyrir vegna uppsagnarinnar.
Dómsmál Tengdar fréttir Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24