6,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 17:03 Uppsögnin olli mikilli ólgu í FV á sínum tíma. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hafliða Páli Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarskólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands, 6,5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar haustið 2015. Forsaga málsins er sú að Hafliði var ráðinn tímabundið í starf aðstoðarskólameistara FV þann 15. júní 2015 en samningurinn átti að renna út sumarið 2020. Þann 8. október barst Hafliða bréf frá skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem honum var vikið úr starfi fyrirvaralaust en í dóminum kemur fram að borið hafði á samstarfsörðugleikum milli Hafliða og Ágústu nokkru fyrr. Reynt var að greiða úr ágreininginum á þremur fundum sem haldnir voru í september 2015 en án árangurs. Í grein Vísis frá árinu 2015 er fjallað um mál Hafliða en þar kemur fram að ólga hafi ríkt í Fjölbrautaskóla Vesturlands í kjölfar uppsagnar Hafliða og að andinn á vinnustaðnum væri slæmur. Í greininni var rætt við Lúðvík Bergvinsson, lögmann Hafliða, en hann kvaðst undrandi á því að honum hafi verið vikið úr starfi án fyrirvara. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp,“ staðhæfði Lúðvík. Í forsendum héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að uppsögn Hafliða hafi verið ólögmæt og að mati dómsins hefði uppsögnin falið í sér meingerð gegn persónu stefnanda í skilningi b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga og miskabætur dæmdar 500.000 krónur. Þá voru bætur að andvirði 6 milljóna króna dæmdar að álitum vegna fjártjóns sem stefnandi varð fyrir vegna uppsagnarinnar. Dómsmál Tengdar fréttir Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hafliða Páli Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarskólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands, 6,5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar haustið 2015. Forsaga málsins er sú að Hafliði var ráðinn tímabundið í starf aðstoðarskólameistara FV þann 15. júní 2015 en samningurinn átti að renna út sumarið 2020. Þann 8. október barst Hafliða bréf frá skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem honum var vikið úr starfi fyrirvaralaust en í dóminum kemur fram að borið hafði á samstarfsörðugleikum milli Hafliða og Ágústu nokkru fyrr. Reynt var að greiða úr ágreininginum á þremur fundum sem haldnir voru í september 2015 en án árangurs. Í grein Vísis frá árinu 2015 er fjallað um mál Hafliða en þar kemur fram að ólga hafi ríkt í Fjölbrautaskóla Vesturlands í kjölfar uppsagnar Hafliða og að andinn á vinnustaðnum væri slæmur. Í greininni var rætt við Lúðvík Bergvinsson, lögmann Hafliða, en hann kvaðst undrandi á því að honum hafi verið vikið úr starfi án fyrirvara. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp,“ staðhæfði Lúðvík. Í forsendum héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að uppsögn Hafliða hafi verið ólögmæt og að mati dómsins hefði uppsögnin falið í sér meingerð gegn persónu stefnanda í skilningi b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga og miskabætur dæmdar 500.000 krónur. Þá voru bætur að andvirði 6 milljóna króna dæmdar að álitum vegna fjártjóns sem stefnandi varð fyrir vegna uppsagnarinnar.
Dómsmál Tengdar fréttir Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24