Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 10:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í nótt eftir hnattrænni hlýnun eftir að hann sá veðurspá um mikið kuldaskeið í Bandaríkjunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að loftslagsbreytingar af völdum manna séu ekki raunverulegt vandamál en ekki síðan hann varð forseti. Í tísti sínu sagði Trump, sem er í fríi í Flórída, með kaldhæðnislegum hætti, að áramótin gætu verið þau köldustu frá því mælingar hófust í hlutum Bandaríkjanna. Því væri mikil þörf á hnattrænni hlýnun, sem Bandaríkin en ekki önnur ríki, hafi ætlað að greiða háar fjárhæðir til að sporna gegn. Væntanlega er hann þar að vísa til Parísarsáttmálans en hann dró Bandaríkin úr honum á árinu. Þar að auki hefur Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna snúið sér frá aðgerðum vegna hnattrænnar hlýnunar.In the East, it could be the COLDEST New Year’s Eve on record. Perhaps we could use a little bit of that good old Global Warming that our Country, but not other countries, was going to pay TRILLIONS OF DOLLARS to protect against. Bundle up! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2017 Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftslagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Þá hefur hann oft tíst um þörfina á hnattrænni hlýnun þegar kalt er í veðri í Bandaríkjunum. Kuldakast þýðir þó ekki að hnattræn hlýnun sé ekki til. Kuldakast sýnir að veður sé til. Eins og nafnið gefur til kynna snýr hnattræn hlýnun að hækkandi hitastigi á jörðinni í heild sinni vegna uppsafnaðra gastegunda í gufuhvolfinu sem fanga hita. Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna segir að munurinn á veðri og veðurfari sé tími. Þegar kemur að veðurfari og hnattrænni hlýnun er verið að ræða breytingar yfir langt tímabil.Sömuleiðis, og eins og veðurstofa Washington Post benti á í fyrradag, þá er hlýrra en gengur og gerist í mörgum hlutum heimsins, þó það sé kalt í hluta Bandaríkjanna.U.S. to be coldest region in world relative to normal over next week. Please note rest of world will be much warmer than normal lest anyone try to claim pocket of cold in U.S. debunks global warming, which they will invariably and irresponsibly do. https://t.co/hzocqUrfKphttps://t.co/4uA4fJUAyV — Capital Weather Gang (@capitalweather) December 27, 2017 Vísindamenn hafa lengi sagt það rangt að taka einstök veðurfyrirbæri til marks um að hnattræn hlýnun sé ekki, eða sé, að eiga sér stað. Síðasta ár, 2016, var það heitasta síðan mælingar hófust og það þriðja slíka ár í röð. Samkvæmt frétt CNN er útlit fyrir að 2017 verði meðal hlýjustu ára frá því að mælingar hófust. Donald Trump Loftslagsmál Veður Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í nótt eftir hnattrænni hlýnun eftir að hann sá veðurspá um mikið kuldaskeið í Bandaríkjunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að loftslagsbreytingar af völdum manna séu ekki raunverulegt vandamál en ekki síðan hann varð forseti. Í tísti sínu sagði Trump, sem er í fríi í Flórída, með kaldhæðnislegum hætti, að áramótin gætu verið þau köldustu frá því mælingar hófust í hlutum Bandaríkjanna. Því væri mikil þörf á hnattrænni hlýnun, sem Bandaríkin en ekki önnur ríki, hafi ætlað að greiða háar fjárhæðir til að sporna gegn. Væntanlega er hann þar að vísa til Parísarsáttmálans en hann dró Bandaríkin úr honum á árinu. Þar að auki hefur Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna snúið sér frá aðgerðum vegna hnattrænnar hlýnunar.In the East, it could be the COLDEST New Year’s Eve on record. Perhaps we could use a little bit of that good old Global Warming that our Country, but not other countries, was going to pay TRILLIONS OF DOLLARS to protect against. Bundle up! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2017 Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftslagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Þá hefur hann oft tíst um þörfina á hnattrænni hlýnun þegar kalt er í veðri í Bandaríkjunum. Kuldakast þýðir þó ekki að hnattræn hlýnun sé ekki til. Kuldakast sýnir að veður sé til. Eins og nafnið gefur til kynna snýr hnattræn hlýnun að hækkandi hitastigi á jörðinni í heild sinni vegna uppsafnaðra gastegunda í gufuhvolfinu sem fanga hita. Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna segir að munurinn á veðri og veðurfari sé tími. Þegar kemur að veðurfari og hnattrænni hlýnun er verið að ræða breytingar yfir langt tímabil.Sömuleiðis, og eins og veðurstofa Washington Post benti á í fyrradag, þá er hlýrra en gengur og gerist í mörgum hlutum heimsins, þó það sé kalt í hluta Bandaríkjanna.U.S. to be coldest region in world relative to normal over next week. Please note rest of world will be much warmer than normal lest anyone try to claim pocket of cold in U.S. debunks global warming, which they will invariably and irresponsibly do. https://t.co/hzocqUrfKphttps://t.co/4uA4fJUAyV — Capital Weather Gang (@capitalweather) December 27, 2017 Vísindamenn hafa lengi sagt það rangt að taka einstök veðurfyrirbæri til marks um að hnattræn hlýnun sé ekki, eða sé, að eiga sér stað. Síðasta ár, 2016, var það heitasta síðan mælingar hófust og það þriðja slíka ár í röð. Samkvæmt frétt CNN er útlit fyrir að 2017 verði meðal hlýjustu ára frá því að mælingar hófust.
Donald Trump Loftslagsmál Veður Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira