Körfubolti

Rondo með flestar stoðsendingar í leik síðan 1996

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rajon Rando skoraði tvö stig, tók sjö fráköst og gaf 25 stoðsendingar í sigri New Orleans á Brooklyn í nótt.
Rajon Rando skoraði tvö stig, tók sjö fráköst og gaf 25 stoðsendingar í sigri New Orleans á Brooklyn í nótt. vísir/getty
Rajon Rando gaf hvorki fleiri né færri en 25 stoðsendingar þegar New Orleans Pelicans bar sigurorð af Brooklyn Nets, 128-113, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Rondo varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að gefa 25 stoðsendingar í einum leik í NBA í 21 ár. Sá síðasti til að afreka það var Jason Kidd sem gaf 25 stoðsendingar í sigri Dallas Mavericks á Utah Jazz 8. febrúar 1996.

Aðeins fimm aðrir leikmenn hafa gefið 25 stoðsendingar eða meira í einum og sama leiknum í sögu NBA; Scott Skiles, John Stockton, Kevin Johnson, Nate McMillan og Isiah Thomas. Skiles á metið yfir flestar stoðsendingar í leik (30).

Rondo skoraði sjálfur aðeins tvö stig í leiknum gegn Brooklyn í nótt en bjó til 58 stig með stoðsendingum sínum.

Þetta var persónulegt stoðsendingamet á ferli Rondos og met í sögu New Orleans. Chris Paul átti gamla metið (21 stoðsending).

New Orleans hefur unnið þrjá leiki í röð, alla með 14 stigum eða meira.

NBA

Tengdar fréttir

Sjötti sigur Thunder í röð

Það er sigling á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni yfir hátíðirnar en í nótt vann liðið sinn sjötta sigur í röð er það mætti Toronto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×