Stofnaði Miðflokkinn og gaf Sigmundi Davíð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Sigmundur Davíð fékk nafn og kennitölu Miðflokksins frá Tryggva í haust. vísir/Ernir „Mér þótti þetta flott og lýsandi nafn fyrir stjórnmálaflokk og festi mér það því með fjölskyldu minni,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Tryggvi Agnarsson, maðurinn sem stofnaði Miðflokkinn í maí 2009. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er í dag rekinn á sömu kennitölu og Tryggvi festi sér fyrir rúmum átta árum. Stofnandinn hugsaði sig ekki tvisvar um þegar beiðni kom frá herbúðum Sigmundar í haust og lét flokkinn af hendi. „Ég hafði ekkert nýtt mér þetta á neinn hátt en þegar Sigmundur fór af stað í haust var komið að máli við mig og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að leyfa honum að taka yfir nafnið,“ segir Tryggvi. „Þótt við séum nú ekki skoðanabræður að öllu leyti fannst mér Sigmundur eiga það skilið að fá að eignast nafnið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ég vonaði að þetta gæti nýst honum til góðra verka og vona enn.“Tryggvi Agnarsson stofnaði Miðflokkinn árið 2009.vísir/ernirSamkvæmt stofngögnum var Miðflokkurinn stofnaður 26. maí 2009 þar sem fram kemur að tilgangur hans sé að berjast fyrir „nútímalegu lýðræðis- og jafnréttisþjóðfélagi gegn sérhagsmunum, spillingu, skattpíningu og sóun“. Aðspurður hvort hann hafi skoðað hvernig Miðflokkur Sigmundar standist samanburð við upprunalegu stefnuna segist Tryggvi telja flesta flokka standa fyrir þetta. „En þetta var stjórnmálaflokkur með öllu tilheyrandi, stefnuskrá, lögum og öðru en ég hef nú ekkert fylgst með því hvernig hann vinnur með það. Maður treystir því að þetta sé í góðum höndum,“ segir Tryggvi, sem einnig stofnaði Nýtt afl sem bauð fram til þings árið 2003.Stofngögn Miðflokks Tryggva Agnarssonar 26. maí 2009.Miðflokkurinn lá í dvala til 3. október sl. þegar Sigmundur og fleiri tóku við félaginu, skipuðu nýja stjórn og lögðu fram nýjar samþykktir og lög í stað þeirra gömlu. Aðalfundur hins nýja flokks fór fram 25. september 2017, degi eftir að Sigmundur lýsti því yfir að hann væri hættur í Framsókn og ætlaði fram með nýjan flokk. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu þessarar fréttar en Tryggvi telur líklegt að Sigmundur hafi verið að skoða nöfn sem í boði voru og séð að Miðflokkurinn var frátekinn.Lög hins og stefna Miðflokksins í stofngögnum 2009.„Kannski datt honum í hug að sonarsonur Tryggva Þórhallssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Framsóknarflokksins, kynni að vera sér sæmilega velviljaður og myndi láta hann fá nafnið,“ segir Tryggvi og hlær. Ekki hafi hvarflað að honum að fara fram á greiðslu fyrir flokkinn. „Ég hugsaði bara að þetta gæti nýst til góðra verka og vonaði að það yrði þannig í hans höndum. Ég er vissulega stofnandi Miðflokksins en það er meira tæknilegs eðlis, þetta varð að veruleika í hans höndum. Sigmundur á þetta,“ segir Tryggvi og óskar Miðflokknum og formanninum alls hins besta. 3. október síðstliðinn tóku Sigmundur Davíð og félagar við Miðflokknum. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
„Mér þótti þetta flott og lýsandi nafn fyrir stjórnmálaflokk og festi mér það því með fjölskyldu minni,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Tryggvi Agnarsson, maðurinn sem stofnaði Miðflokkinn í maí 2009. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er í dag rekinn á sömu kennitölu og Tryggvi festi sér fyrir rúmum átta árum. Stofnandinn hugsaði sig ekki tvisvar um þegar beiðni kom frá herbúðum Sigmundar í haust og lét flokkinn af hendi. „Ég hafði ekkert nýtt mér þetta á neinn hátt en þegar Sigmundur fór af stað í haust var komið að máli við mig og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að leyfa honum að taka yfir nafnið,“ segir Tryggvi. „Þótt við séum nú ekki skoðanabræður að öllu leyti fannst mér Sigmundur eiga það skilið að fá að eignast nafnið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ég vonaði að þetta gæti nýst honum til góðra verka og vona enn.“Tryggvi Agnarsson stofnaði Miðflokkinn árið 2009.vísir/ernirSamkvæmt stofngögnum var Miðflokkurinn stofnaður 26. maí 2009 þar sem fram kemur að tilgangur hans sé að berjast fyrir „nútímalegu lýðræðis- og jafnréttisþjóðfélagi gegn sérhagsmunum, spillingu, skattpíningu og sóun“. Aðspurður hvort hann hafi skoðað hvernig Miðflokkur Sigmundar standist samanburð við upprunalegu stefnuna segist Tryggvi telja flesta flokka standa fyrir þetta. „En þetta var stjórnmálaflokkur með öllu tilheyrandi, stefnuskrá, lögum og öðru en ég hef nú ekkert fylgst með því hvernig hann vinnur með það. Maður treystir því að þetta sé í góðum höndum,“ segir Tryggvi, sem einnig stofnaði Nýtt afl sem bauð fram til þings árið 2003.Stofngögn Miðflokks Tryggva Agnarssonar 26. maí 2009.Miðflokkurinn lá í dvala til 3. október sl. þegar Sigmundur og fleiri tóku við félaginu, skipuðu nýja stjórn og lögðu fram nýjar samþykktir og lög í stað þeirra gömlu. Aðalfundur hins nýja flokks fór fram 25. september 2017, degi eftir að Sigmundur lýsti því yfir að hann væri hættur í Framsókn og ætlaði fram með nýjan flokk. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu þessarar fréttar en Tryggvi telur líklegt að Sigmundur hafi verið að skoða nöfn sem í boði voru og séð að Miðflokkurinn var frátekinn.Lög hins og stefna Miðflokksins í stofngögnum 2009.„Kannski datt honum í hug að sonarsonur Tryggva Þórhallssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Framsóknarflokksins, kynni að vera sér sæmilega velviljaður og myndi láta hann fá nafnið,“ segir Tryggvi og hlær. Ekki hafi hvarflað að honum að fara fram á greiðslu fyrir flokkinn. „Ég hugsaði bara að þetta gæti nýst til góðra verka og vonaði að það yrði þannig í hans höndum. Ég er vissulega stofnandi Miðflokksins en það er meira tæknilegs eðlis, þetta varð að veruleika í hans höndum. Sigmundur á þetta,“ segir Tryggvi og óskar Miðflokknum og formanninum alls hins besta. 3. október síðstliðinn tóku Sigmundur Davíð og félagar við Miðflokknum.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira