Jól fjarri heimili sínu vegna fæðingar tvíbura Sveinn Arnarsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Sigþrúður bíður fæðingar tveggja dætra. Kostnaður verðandi foreldra er oft svimandi hár séu þeir búsettir fjarri höfuðborginni. vísir/anton brink Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verðandi móðir tvíbura á Ísafirði, þarf að verja jólum og áramótum í höfuðborginni af þeirri einu ástæðu að hún gengur með tvíbura. Von er á börnunum í heiminn fyrstu vikuna í janúar. Kostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda og bíður Sigþrúður Margrét nú eftir því að maðurinn hennar komi einnig suður, í höfuðborgina.“Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn er mikill.” Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir á Ísafirði„Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer suður á meðgöngunni og kostnaðurinn við það er orðinn nokkuð mikill. Ég er komin 35 vikur á leið og er sett í fyrstu viku nýs árs. Því mun ég halda jól og áramót hér fyrir sunnan fjarri heimabyggð,“ útskýrir Sigþrúður Margrét í samtali við blaðið. Ekki er hægt að fæða tvíbura á Ísafirði og í rauninni er engin fæðing leyfileg á Vestfjörðum sem kalla mætti áhættufæðingu. Erla Rún Sigurjónsdóttir, eina ljósmóðirin sem búsett er á Vestfjörðum, segir sjúkrahúsið langt í frá í stakk búið til þess að taka við fæðingum af þessum toga. „Við erum ekki með aðgang að barnalæknum og vökudeildarþjónustu,“ útskýrir Erla Rún. „Hér vantar bæði barna- og fæðingarlækna. Við búum hins vegar yfir skurðstofu til að taka á bráðaþjónustu ef þess þarf,“ segir hún. Sigþrúður fór ein til Reykjavíkur í þetta skiptið og bíður þess að maki hennar og yngsta barn þeirra komi suður svo hægt sé að halda jólin saman. „Ég fór ein núna. Það fylgir því mikið tekjutap að vera fyrir sunnan og það er ástæða þess að maðurinn minn er enn að vinna. Þessi kostnaður er nokkuð mikill og því reynum við að lágmarka tekjutapið eins mikið og kostur er,“ segir Sigþrúður. Erla Rún, ljósmóðir á Ísafirði, segir að fæðingum fækki stöðugt fyrir vestan. Einnig sé erfitt að ráða í stöður sem snúa að fæðingum. Hins vegar sé þjónustan sem verðandi mæður fá á Ísafirði í öllum aðalatriðum eins og annars staðar á landinu. „Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn fyrir þær og fjölskyldur þeirra er mikill. Það er ekki greitt fyrir ferðir maka og gisting er að litlu leyti niðurgreidd. Þar liggur aðstöðumunurinn,“ segir Erla Rún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verðandi móðir tvíbura á Ísafirði, þarf að verja jólum og áramótum í höfuðborginni af þeirri einu ástæðu að hún gengur með tvíbura. Von er á börnunum í heiminn fyrstu vikuna í janúar. Kostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda og bíður Sigþrúður Margrét nú eftir því að maðurinn hennar komi einnig suður, í höfuðborgina.“Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn er mikill.” Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir á Ísafirði„Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer suður á meðgöngunni og kostnaðurinn við það er orðinn nokkuð mikill. Ég er komin 35 vikur á leið og er sett í fyrstu viku nýs árs. Því mun ég halda jól og áramót hér fyrir sunnan fjarri heimabyggð,“ útskýrir Sigþrúður Margrét í samtali við blaðið. Ekki er hægt að fæða tvíbura á Ísafirði og í rauninni er engin fæðing leyfileg á Vestfjörðum sem kalla mætti áhættufæðingu. Erla Rún Sigurjónsdóttir, eina ljósmóðirin sem búsett er á Vestfjörðum, segir sjúkrahúsið langt í frá í stakk búið til þess að taka við fæðingum af þessum toga. „Við erum ekki með aðgang að barnalæknum og vökudeildarþjónustu,“ útskýrir Erla Rún. „Hér vantar bæði barna- og fæðingarlækna. Við búum hins vegar yfir skurðstofu til að taka á bráðaþjónustu ef þess þarf,“ segir hún. Sigþrúður fór ein til Reykjavíkur í þetta skiptið og bíður þess að maki hennar og yngsta barn þeirra komi suður svo hægt sé að halda jólin saman. „Ég fór ein núna. Það fylgir því mikið tekjutap að vera fyrir sunnan og það er ástæða þess að maðurinn minn er enn að vinna. Þessi kostnaður er nokkuð mikill og því reynum við að lágmarka tekjutapið eins mikið og kostur er,“ segir Sigþrúður. Erla Rún, ljósmóðir á Ísafirði, segir að fæðingum fækki stöðugt fyrir vestan. Einnig sé erfitt að ráða í stöður sem snúa að fæðingum. Hins vegar sé þjónustan sem verðandi mæður fá á Ísafirði í öllum aðalatriðum eins og annars staðar á landinu. „Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn fyrir þær og fjölskyldur þeirra er mikill. Það er ekki greitt fyrir ferðir maka og gisting er að litlu leyti niðurgreidd. Þar liggur aðstöðumunurinn,“ segir Erla Rún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira